Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 19

Vatnsdœla saga 19 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 19)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
181920

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var eitt sinn að Hrolleifur bjóst heim að fara að Uni
mælti við Odd son sinn: "Eigi sýnist mér meðalatferðarleysi í
er vér höfum ekki að um komur þessa manns og hættum vér oss
meir á unga aldri þá er eg barðist við Kolbein og hafði eg
hinn hærra hlut og er hann höfðingi og mikils ráðandi en sjá
gengur einn til að vinna oss ósæmd."



Oddur kvað eigi hóglegt við heljarmann þann en við fjölkynngi
móður hans: "Segja menn að hann hafi kyrtil þann er eigi bíta
vopn á. Nú mun eg hitta Hrolleif fyrst."



Og svo gerði hann. Þeir fundust uppi á fjallinu milli
dalanna.



Oddur mælti: "Það er þér tíðast að ganga jafnan þessa stígu
en oss þætti betur að þú færir eigi svo oft."



Hrolleifur svarar: "Síðan eg var níu vetra hefi eg jafnan
sjálfráði verið ferða minna og svo mun enn. Skal eg þín orð
einkis virða hér um og þykir mér sem ekki torfæri sé á leið
minni þóttú lafir á stígum."



Oddur kvað svara mega betur.



Hrolleifur kom heim og sagði móður sinni að hann mundi nú
taka þræl af verki "og fari hann með mér húsgöngur því að þeir
taka næsta að amast við mig."



Ljót svarar og kvað þræl eigi mega þarfara vinna en fylgja
honum "og hirtu eigi um læti þeirra kotkarla og far í kyrtil
þinn þegar þú vilt og vit hversu dugir."



Síðan fann Oddur föður sinn og sagði að hann vill finna
Sæmund og segja honum til málsins. Uni kvað sér illa líka öll
frestin þau sem á yrðu.



Oddur fór á fund Sæmundar og mælti: "Ill sending hefir komið
til vor af þínu tilstilli þar sem er Hrolleifur frændi þinn
og sitjum vér honum marga svívirðing og göngum því eigi frekt
að að hann er þinn frændi."



Sæmundur kvað sér það eigi á óvart koma "og væri eigi illa
þótt slíkir menn væru af ráðnir."



Oddur kvaðst ætla að honum mundi eigi svo þykja ef það yrði
gert "en þar er þó sá maður er við alla vill illt eiga og
virða menn þig til að eigi er að gert."



Oddur fór heim.



Uni mælti: "Svo þykir mér sem Hrolleifur láti eigi af sínum
ferðum og þætti mér til þín koma Oddur frændi því að þú ert
nú maður ungur og til alls vel fær en eg er örvasi fyrir
aldurs sakir. Nú þótt hann sé harður maður en móðir hans
margkunnig þá má þó eigi svo búið vera."



Oddur svarar og kvaðst mundu í leita nokkurs.



Eitt kveld bjóst Oddur við fimmta mann í fyrirsát við
Hrolleif en þeir fóru tveir saman og spratt Oddur upp og
mælti: "Nú má vera að stöðvist ferð þín að sinni Hrolleifur.
Mætti og verða að nú settist illska þín og vefjist þér um
fætur."



Hrolleifur kvað enn ósýnt hver mest mætti fagna að þeirra
skilnaði "þótt þér séuð fjölmennari en eg. Ætla eg nú eigi
illa þótt einhverjum blæði."



Síðan hlupust þeir að og börðust. Hrolleifur var harður maður
og af reyndur af afli. Hann hafði og kyrtil þann er móðir
hans hafði gert honum og eigi festi járn á.



Nú er frá því að segja að Oddur vó Ljót fylgdarmann Hrolleifs
en gekk síðan mót Hrolleifi og mælti: "Illa bíta þig vopnin
Hrolleifur og alls konar er þér illa farið, bæði fjölkunnigur
og þó að öðru illa siðaður."



Síðan slæmdi Oddur á fót Hrolleifi og beit þar er kyrtillinn
tók eigi.



Þá mælti Oddur: "Eigi hlífði þér nú gerningastakkurinn."



Hrolleifur hjó þá til Odds og veitti honum banasár og annan
mann til drap hann en þrír komu á flótta.



Það var síð um kveld upp frá bæ Una. Hrolleifur kom heim og
sagði móður sinni að þeim hefði illa vegnað er í mót voru.
Hún lét vel yfir því að eigi réðu búkarlar eða synir þeirra
ferðum hans, þeir er sættu illyrðum við hann.



Hrolleifur kvaðst nú hafa launað Oddi það "er hann hrakti mig
mest og kvað mig að öllu ósamjafnan dugandi mönnum en eg
spáði honum það sem nú er fram komið að vaxa mundi hans
svívirðing af okkrum fundi sem nú gafst honum."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.