Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 17

Vatnsdœla saga 17 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 17)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
161718

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú líða svo stundir fram. Ingimundur gerðist nokkuð aldraður
og hélt hann ávallt búrisnu sinni. Eigi er hér getið
þingdeilda hans að hann ætti stórmálum að skipta við menn því
að hann varð samhuga við flesta og óágangsamur. Gott var þá
mannval víða þar nálægt þótt hann væri með mestri virðingu og
hélt til þess góðgirnd hans, stórlæti og vitsmunir. Synir
hans óxu upp og voru allir gervilegir, með því móti sem fyrr
segir.



Þess er getið eitt sumar að skip kom í Húnavatnsós er
norrænir menn áttu. Stýrimaður hét Hrafn. Hann var fálátur í
skaplyndi, stór og ódæll og mikill af sjálfum sér, hafði
verið lengi í víkingu og bjóst mjög að vopnum og klæðum.



Ingimundur var vanur fyrstur manna til skips að koma og taka
af varningi slíkt er honum sýndist og enn gerði hann svo,
hitti stýrimann að máli og lét honum heimila vist með sér ef
hann vildi. Hrafn kvað og eigi annað sýnna og fór hann heim
með Ingimundi og hélt hann háttum sínum, var mjög einn um
sitt. Fleiri höfðu þeir verið með Ingimundi að honum hafði
betur við líkað því að Hrafn var honum eigi fylgjusamur en
mjög ólíkur. Jafnan hafði hann í hendi gott sverð. Oft renndi
Ingimundur augum til sverðsins og eitt sinn beiddist hann að
sjá. Hrafn sagði þess mundu kost. Ingimundur tók við og brá.
Eigi þótti honum þá minna um vert og spurði ef hann vildi
selja. Hrafn kvaðst eigi svo féþurfi að hann seldi vopn úr
hendi sér en sagði að bóndi skyldi sjá stað forgiftar sinnar
af sér og kvaðst þar verið hafa er hann þurfti vopna við og
kvað enn mega svo vera. Ingimundur reiddist mjög og þótti
hann vanvirða sig og leitaði sér ráðs.



Og einn tíma er hann gekk til hofs síns stillti hann svo til
að Austmaðurinn fór með honum. Ingimundur talar þá til hans
hugarlátlega það er hann fann er honum var best að skapi.
Hann vildi jafnan ræða um víking sína og herferðir.
Ingimundur gekk inn í hofið fyrir og eigi finnur hann fyrr en
Hrafn hleypur inn í hofið með sverðið.



Ingimundur snerist við honum og mælti: "Eigi er það siður að
bera vopn í hofið og muntu verða fyrir goða reiði og er slíkt
ófært nema bætur komi fram."



Hrafn svarar: "Hér hefir þú lengi um setið og ráð til sett og
ef eg hefi misgert í lögum yðrum þá ætla eg það ráð að þú
gerir um því að þú ert kallaður sannsýnn maður."



Ingimundur kvað það vænlegt til bóta að hann sæmdi goðin en
lét það helst að duga að hann gerði eigi að sjálfvilja sínum
"og því mun eigi jafnmikilla fyrir von hefndanna" og kvað það
sannlegast að hann gæfi sverðið í vald hans því að hann lést
eiga og því að stjórna og mýkja svo reiði goðanna.



Hrafn kvað hann mikið fé annað af sér hafa gert að eigi þætti
honum það betra "og mun þér annað stórmannlegar fara."



Hann fór á brott um sumarið og er úr þessi sögu. Þetta sverð
áttu þeir feðgar meðan þeir lifðu og kölluðu Ættartanga.



Eyvindur hét maður og var kallaður sörkvir. Hann kom út með
Ingimundi og fór utan eitt sumar og þeir Þórormur. Þeir voru
vinir. Ingimundur léði þeim Stíganda og kvaðst forvitni á að
vita þótt hann færi eigi sjálfur hvort hann kynni skríða.
Vingóður maður var Ingimundur við alla góða menn. Þeir komu
út annað sumar í Blönduárósi og kunnu það Ingimundi að segja
að skip mátti eigi fríðara vera. Þeir höfðu haft algóða
kaupferð. Eyvindur bjó í Blöndudal en Gautur í Gautsdal.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.