Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 14

Vatnsdœla saga 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 14)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
131415

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú lætur Ingimundur í haf þegar hann var búinn með sitt
föruneyti og áttu góða útivist og komu út vestur fyrir Ísland
og sigldu inn á Borgarfjörð í Leiruvog. Brátt spurðist
skipkoman.



Grímur reið til skips og fagnaði vel fóstbróður sínum og
kvaðst mikla þökk kunna hans þarkomu "og kemur hér nú að því
sem mælt er að torsótt er að forðast forlögin."



Ingimundur kvað það satt vera "og verður eigi við gert
fóstbróðir."



Grímur mælti: "Það er mitt boð að þú farir heim til mín og
lið þitt allt og haf allt það af mínu fé er þú vilt, hvort
það eru lönd eða aðrir aurar."



Ingimundur þakkar boðið og kvaðst mundu vera hjá honum í
vetur "en þar sem eg hefi breytt ráðahag mínum til þessar
ferðar þá mun eg þangað á leita sem mér var á vísað til
landnáma, af tómi."



Ingimundur fór á Hvanneyri, kona hans og synir en lið hans
var þar allt umhverfis. Grímur veitti þeim stórmannlega og
lét ekki undan dregið þeim til sæmdar um veturinn. En er
voraði þá lét Grímur enn sem fyrr innan handar allt það er
hann átti um land eða aðra hluti.



Ingimundur kvað honum fara allt sem best sem von var að "en
norður mun eg halda en um flutning og farargreiða verðum vér
þín að njóta."



Grímur kvað svo vera skyldu. Slíkt sama gerði og Hrómundur
því að allir fögnuðu Ingimundi ágæta vel.



Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp
Norðurárdal og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er
þeir fóru með þeim firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir
sauðir. Það voru hrútar.



Þá mælti Ingimundur: "Það mun vel fallið að þessi fjörður
heiti Hrútafjörður."



Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu
á eyri eina. Fundu þeir þar borð stórt nýrekið.



Þá mælti Ingimundur: "Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni
gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri."



Þá leið á sumarið því að mart var að færa en farið síð og
komu nær vetri í dal þann er allur var víði vaxinn.



Þá mælti Ingimundur: "Sjá dalur er mjög víði vaxinn. Köllum
hann Víðidal og hér ætla eg líkast til vetursetu."



Þeir voru þar vetur annan og gerðu sér þar skála er nú heitir
Ingimundarhóll.



Þá mælti Ingimundur: "Nú mun eigi vera vistin jafnglöð sem í
Noregi en eigi þarf nú að minnast á það því að margir góðir
drengir eru hér enn saman komnir til gamans og gleðjumst enn
eftir tilföngum."



Allir tóku vel undir. Þar voru þeir um veturinn og höfðu
leika og alls kyns gleði.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.