Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 13

Vatnsdœla saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 13)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þenna tíma var sem mest sigling til Íslands og í það mund
fæddi Vigdís barn. Það var sveinn. Sá var vænn mjög.
Ingimundur leit á sveininn og mælti: "Sjá sveinn hefir
hyggilegt augnabragð og skal eigi seilast til nafns. Hann
skal heita Þorsteinn og mun eg þess vilnast að hamingja mun
fylgja."Sjá sveinn var snemma vænn og gervilegur, stilltur vel,
orðvís, langsær, vinfastur og hófsmaður um alla hluti.Son áttu þau annan. Sjá var og borinn að föður sínum og
skyldi hann ráða fyrir nafni.Hann leit á og mælti: "Þessi sveinn er allmikilfenglegur og
hefir hvassar sjónir. Hann mun verða, ef hann lifir, og eigi
margra maki og eigi mikill skapdeildarmaður en tryggur vinum
og frændum og mun vera mikill kappi ef eg sé nokkuð til. Mun
eigi nauður að minnast Jökuls frænda vors sem faðir minn bað
mig og skal hann heita Jökull."Hann óx upp og gerðist afreksmaður að vexti og afli. Hann var
fálátur, ómjúkur og ódæll, harðúðigur og hraustur um allt.Þórir hét hinn þriðji son Ingimundar skírgetinn. Hann var
vænn maður og mikill vexti og hafði mjög á sér kaupmanns æði.
Fjórði hét Högni, fimmti Smiður. Hann var frilluson.
Þorsteinn var þeirra vitrastur allra bræðra. Þórdís hét
dóttir Ingimundar, heitin eftir móður hans, önnur Jórunn.Jörundur hét maður og var son Þóris jarls þegjanda, bróðir
Vigdísar. Hann lýsir yfir því að hann mun fara til Íslands
með Ingimundi, lét bæði til halda vingan og mágsemd.
Ingimundur lést því vel kunna. Hvati hét maður og Ásmundur,
þrælar Ingimundar. Þá hét maður Friðmundur, annar Þórir,
þriðji Refkell, fjórði Úlfkell, fimmti Böðvar. Þessir menn
bjuggu ferð sína til Íslands með Ingimundi og höfðu allir
stórfé.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.