Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 10

Vatnsdœla saga 10 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 10)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
91011

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ingimundur hitti brátt eftir bardagann í Hafursfirði Sæmund
og segir honum að eigi hefir fjarri farið hans hugboði um
fundinn: "Eg veit og sakir orða konungs að þér hæfir eigi
kyrrum að sitja og kalla eg ráð að þú leitir undan því að
konungur mun efna heit sín en eg spara þig til harðra álaga
fyrir okkarn vinskap. Þætti mér eigi óráðlegt að þú leitaðir
til Íslands sem nú gera margir virðingamenn þeir sem eigi
bera traust til að halda sig fyrir ríki Haralds konungs."Sæmundur mælti: "Sýnir þú í þessu sem öðru trúskap þinn og
vingan og mun eg þetta ráðs taka."Ingimundur bað hann svo gera "og hefði betur verið að þú
hefðir mér fylgt í Hafursfirði og þurfa nú eigi að fara í
eyðisker þetta."Sæmundur kvað hann mörgu nær geta. Síðan seldi hann jarðir
sínar á laun og bjóst til brautferðar en þakkaði Ingimundi
sín tillög og mælti enn til vináttu. Sæmundur fór síðan til
Íslands og kom í Skagafjörð. Var þá enn víða ónumið landið.
Hann fór með eldi að fornum sið og nam sér land þar er nú
heitir Sæmundarhlíð í Skagafirði og gerðist þroskamikill
maður. Son hans hét Geirmundur en Reginleif dóttir er átti
Þóroddur hjálmur. Þeirra dóttir var Hallbera, móðir Guðmundar
hins ríka á Möðruvöllum og Einars Þveræings.Ingimundur fór til föður síns eftir bardagann í Hafursfirði
með miklum sóma.Þorsteinn tók við honum báðum höndum og sagði hann
hamingjusamlega snúið hafa sínum ráðum, kvað það og líklegt
"þar sem þú ert dótturson Ingimundar jarls, hins göfgasta
manns."Hann var þar um veturinn og á þeim vetri kom Ingjaldur til
Þorsteins og varð þar mikill fagnafundur.Ingjaldur kvað þá komið í það efni um Ingimund sem honum
hefði hugur sagt "en veislu hefi eg þér nú búna fóstri minn
með öllum þeim föngum sem eg hefi til."Ingimundur kvaðst og koma mundu. Ingjaldur fór heim og bauð
mörgum mönnum með sér. Síðan fór hver sem boðið var.Þeir Ingjaldur efna þar seið eftir fornum sið til þess að
menn leituðu eftir forlögum sínum. Þar var komin Finna ein
fjölkunnig. Ingimundur og Grímur komu til veislunnar með
miklu fjölmenni. Finnan var sett hátt og búið um hana
veglega. Þangað gengu menn til frétta hver úr sínu rúmi og
spurðu að örlögum sínum. Hún spáði hverjum eftir því sem gekk
en það var nokkuð misjafnt hversu hverjum líkaði. Þeir
fóstbræður sátu í rúmum sínum og gengu eigi til frétta. Þeir
lögðu og engan hug á spár hennar.Völvan mælti: "Hví spyrja þeir hinir ungu menn eigi að
forlögum sínum því að mér þykir þeir merkilegastir menn af
þeim sem hér eru saman komnir?"Ingimundur svarar: "Mér er eigi annara að vita mín forlög
fyrr en fram koma og ætla eg mitt ráð eigi komið undir þínum
tungurótum."Hún svarar: "Eg mun þó segja þér ófregið. Þú munt byggja land
er Ísland heitir. Það er enn víða óbyggt. Þar muntu gerast
virðingamaður og verða gamall. Þínir ættmenn munu og margir
verða ágætir í því landi."Ingimundur svarar: "Þetta er af því vel sagt að það hefi eg
einhugsað að koma aldrei í þann stað og eigi verð eg þá góður
kaupmaður ef eg sel áttjarðir mínar margar og góðar en fari í
eyðibyggðir þær."Finnan svarar: "Þetta mun fram koma sem eg segi og það til
marks að hlutur er horfinn úr pússi þínum, sá er Haraldur
konungur gaf þér í Hafursfirði, og er hann nú kominn í holt
það er þú munt byggja og er á hlutnum markaður Freyr af
silfri. Og þá er þú reisir bæ þinn mun saga mín sannast."Ingimundur svarar: "Ef fóstra mínum væri eigi mótgerð í þá
mundir þú taka launin í höfði þér. En með því eg er eigi
ágangsmaður eða tyrrinn þá mun það fyrir farast."Hún kvað þetta eigi þurfa að reiðimálum gera. Ingimundur
segir hana þar illu heilli hafa komið. Hún kvað nú svo búið
vera mundu hvort er honum þætti vel eða illa.Og enn mælti hún: "Gríms eru og forlög þangað og svo bróður
hans, Hrómundar, og munu þeir báðir verða gildir bændur."Um morguninn eftir leitaði Ingimundur hlutarins og fann eigi.
Það þótti honum eigi góðs viti.Ingjaldur bað hann vera glaðan og láta þetta eigi á sig bíta
eða fyrir gleði standa og kvað marga ágæta menn láta sér nú
sóma að fara til Íslands: "Hefir mér og gott eina til gengið
þótt eg byði hingað Finnunni."Ingimundur sagðist honum enga þökk fyrir þetta kunna "en þó
mun aldrei týnast okkað vinfengi."Síðan fer Ingimundur heim til föður síns og var þar um
veturinn. Og er voraði spurði hann fóstbræður sína um
ferðirnar hvað þeim sýndist.Grímur kvaðst hyggja að eigi mundi tjóa að brjótast við
forlögunum "og ætla eg nú í sumar til Íslands og við báðir
bræður og láta sér nú það margir sóma þótt göfgir séu. Er mér
sagt gott frá landakostum að þar gangi fé sjálfala á vetrum
en fiskur í hverju vatni, skógar miklir en frjálsir af ágangi
konunga og illræðismanna."Ingimundur svarar: "Eigi mun eg þangað og mun það skilja með
okkur."Grímur kvað svo vera mega "en eigi kemur mér það á óvart þótt
við finnumst á Íslandi því að óhægt mun forlögin að flýja."Ingimundur kvað sér víst sviptu að þeirra skilnaði.Grímur sigldi út um sumarið og báðir þeir bræður, komu í
Borgar fjörð og lögðu inn að Hvanneyri. Grímur kvaðst ætla að
það land mundi hann nema sér til ábúðar. Hann tók sér landnám
svo mikið að þar eru nú bæir margir í hans landeign.
Hrómundur kvaðst mundu leita upp til fjalla og kvaðst þar
mundu yndi nema í fjallaendum. Grímur kvað það vel efnað að
þeir hefðu bæði jarðkost fjallanna og þó neyti af sjónum.
Hrómundur nam Þverárhlíð og þótti vera merkismaður og
kynsæll. Frá honum er kominn Illugi svarti. Grímur varð og
kynsæll og kom mart göfugmenni frá honum þótt hér séu eigi
nefndir.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.