Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vatn ch. 8

Vatnsdœla saga 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vatn ch. 8)

Anonymous íslendingasögurVatnsdœla saga
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þess er getið hið síðasta sumar er þeir Sæmundur áttu fé
saman og komu þá með miklu meira herfangi en fyrr þá gerðust
þau tíðindi í Noregi að her safnaðist saman austur við Jaðar
og var þá kominn nálega allur landher í tvo staði. Var þar
öðrum megin Haraldur er var kallaður lúfa. Hann barðist í mót
landshöfðingjum og átti þann hinn síðasta bardaga áður hann
ynni allt land undir sig er hann barðist í Hafursfirði, sem
víða getur í sögum. Og í því bili komu þeir Ingimundur og
Sæmundur í land, sem sagt var áður, þar nær sem herinn var
saman kominn.Þá mælti Ingimundur: "Hér horfist nú til mikilla tíðinda því
að hér eiga hlut í allir hinir stærstu menn innanlands þótt
eg telji Harald konung mest verðan og sá maður er mér vel að
skapi og vil eg honum bjóða mitt lið því að eigi er það við
hvoriga muni."Sæmundur kvaðst eigi mundu hætta lífi sínu fyrir hans sakir.
Kom hann og eigi í þann bardaga.Ingimundur svarar: "Sjá máttu fóstbróðir að mikill er afli
konungs eða hvort þeim gegnir betur er með honum eru eða
hinum er í mót honum standa að því er eg hygg. Mun hann það
og góðu launa þeim er honum veita nú sæmd og eftirgöngu. En
mér mundi þykja óvíst hvað fyrir lægi ef eigi er hans vilji
ger og mun það skilja með okkur."Síðan sigldi Sæmundur frá og inn eftir Sognsjó með sitt lið
en Ingimundur sigldi inn í Hafursfjörð og leggur að
skipaflota Haralds konungs. Þessir höfðingjar voru mestir í
mót Haraldi konungi: Þórir haklangur og Ásbjörn kjötvi. Þeir
höfðu allmikið lið og harðsnúið.Ingimundur lagði að við lyftinguna á konungsskipinu og kvaddi
konung á þessa leið: "Heill, heill, herra."Konungur svarar: "Vel fagnar þú eða hver ertu?""Ingimundur heiti eg og er Þorsteinsson og því hér kominn að
eg vil bjóða yður mitt lið og hyggjum vér þá betur hafa er
yður veita en hina er við rísa. Er eg nýkominn úr hernaði með
nokkurum skipum."Konungur tók vel hans máli og kvaðst hans heyrt hafa getið að
góðum hlutum "og það mundi eg vilja að þér yrði launað þitt
starf því að eg skal allan Noreg undir mig leggja. Og mikinn
mun á eg að gera þeirra er mér vilja þjóna eða þeirra er nú
hlaupast á braut í flokka fjandmanna vorra eða til eigna
sinna sem eg hefi spurt að Sæmundur hefir gert félagi þinn og
kalla eg meira manndóm sýnast í slíkum tiltektum sem þú hefir
haft."Ingimundur segir Sæmundi mart þjóðvel gefið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.