Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Vall ch. 6

Valla-Ljóts saga 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Vall ch. 6)

Anonymous íslendingasögurValla-Ljóts saga
567

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Skip kom út um sumarið og var þar á Böðvar Sigurðarson og
Bessi Hallason. Þeir hitta skjótt Guðmund. Hann sagði þeim
hvað í hafði gerst og hvar komið var mál manna. Böðvar var
hófsamur og stilltur vel og sagði sér vel líka forsjá
Guðmundar en sagði sér leitt allt sundurþykki manna í
héraðinu og kvaðst enn mundu utan fara og vera ei við riðinn.



Og um veturinn er Guðmundur var ei heima komu menn utan úr
Ólafsfirði frá Kvíabekk til kaupa. Sá hét Ásmundur er fyrir
þeim var og keypti til sex hundraða og kvaðst allt mundu út
gjalda. Böðvar kvaðst vildu að Guðmundur sæi honum til handa
skuldastaði.



Ásmundur svarar: "Kunnugt mun það að vér gjöldum skuldir
vorar."



Böðvar svarar: "Þá vil eg að þú færir hingað féð."



En Ásmundur kvaðst vilja að hann tæki þar út vöruna og lýkur
svo að þeir kaupa þessu en síðan fara þeir á burt.



Guðmundur kom heim. Þeir sögðu honum kaup sín.



Hann svarar: "Ei skyldu þessi kaup verið hafa ef eg hefði
heima verið."



Nú líða jólin og er veðrátta góð.



Þá bað Böðvar þá Bessa að fara að heimta vöruna en Guðmundur
kvað það óráðlegt að ganga í greipar þeim Svarfdælum "og ætla
eg þó að ei veiti Ljótur þér ágang."



Fóru þeir þó fjórir saman. Og er þeir komu út í Ólafsfjörð þá
var varan ei búin því að margir höfðu keypt en hann var einn
í bundinn skuldum við Böðvar. Þeir höfðu haft ferju út þangað
er Austmenn áttu og er dvölin var löng þá rak á frost mikið
svo að ei mátti á skipinu fara. Ásmundur kvað þeim heimilt
þar að vera. Böðvar kvaðst það mundu þekkjast og voru þeir
þar hálfan mánuð hríðfastir. Síðan gerði á þurrafrost og
færðir góðar og leggur fjörðinn svo að ei mátti á skipinu
fara.



Þá mælti Ásmundur: "Verið kátir og vel komnir með oss
Böðvar."



En hann kvað það vel boðið "en fá oss heldur leiðtoga og
munum vér þá ganga."



Ásmundur kvað það síður sitt ráð "og vildi eg vel skiljast
við yður."



"Svo verður að vera," segir Böðvar.



Þeir fóru tólf saman til heiðarinnar þar til skiptast vegir
heiðarinnar. Þá þykknaði veðrið og dreif. Færðin var þung en
Böðvar var ófrár og óvanur göngu og ætluðu til Svarfaðardals
um nóttina til Narfa. Veðrið gerðist myrkt og vissu þeir
ógjörla hvar þeir fóru.



Þá mælti Böðvar: "Villist þér nú vegarins en náttmyrkrið við
sig."



Þeir léttu ei fyrr en þeir drápu fótum í húsum nokkrum í
náttmyrkrinu. Þeir drápu þar á dyr en menn sátu þá við elda.
Þá var gengið til dyra og spurt hverjir komnir væru.



Böðvar spurði: "Hver býr hér eða hvað heitir bær sá?"



"Þorgrímur býr hér Ljótólfsson en bærinn heitir að Upsum og
vill bóndi að þér gangið inn því að ei er úti vært. Bauð hann
mér svo að segja yður hverjir sem úti væru."



Böðvar svarar: "Ei viljum vér fyrr inn ganga en bóndi býður
sjálfur."



Maðurinn gengur inn, segir Þorgrími að þeir menn sem komnir
eru vilja að honum boð þiggja og láta mikillega.



Þorgrímur gengur út og spyr hverjir komnir væru "og þiggið
hér að vera í nótt."



Böðvar svaraði og kvað suma vera íslenska en suma norræna og
nefnir sjálfan sig.



Þorgrímur gekk inn fyrir og bað þá niður setjast og þiggja
beina "og skal ekki boði aftra" en kvað aðra ei síður
aufúsugesti þar vera og annarra eigi minni von verið hafa.



Þorgrímur lét gera þeim elda.



Sigmundur var þar að búi er nefndur var fyrri, fóstbróðir
sona Þorgerðar Ljótólfsdóttur. Honum bregður mjög við og
segir Þorgrími leynilega frá skilnaði þeirra Þorvarðar frænda
hans.



Þorgrímur kvað það mál ekki til sín taka "og vil eg þeim vel
veita er öngvir eru ills af mér verðir og vil eg að menn séu
þeim trúir er mig hafa heim sóttan."



Þar eru þeir um nóttina. Þorgrímur býr um hurðina og bað
öngvan mann fyrri hurðum upp að lúka en hann vildi "en sá
skal hörðu mæta er af bregður."



Sigmundur leitaði ei að fyrr en þeir sváfu fast. Innangengt
var í fjósið og svo kemst hann í burt. Þá var rofið veðrið og
var jarðfjúk. Hann fékk sér skíð og kom um nóttina til Hofsár
til Bjarnar og vakti hann af svefni. Hann spurði hver kominn
væri. Sigmundur segir til. Björn spyr hví hann fari svo
óðlega.



Hann kvað nauðsyn til reka "og muntu nú mega hefna bróður
þíns."



"Hverjir eru komnir?" segir Björn.



Hann svarar: "Böðvar bróðir Halla og ætlar nú inn til
Eyjafjarðar."



Björn svarar: "Ekki sómir vel að kveikja ófrið að gerðum
sáttum en sá maður er saklaus og aldrei verið við skipti
manna hér á landi. Væri nær miklu ef að Hrólfur væri og semdi
þó ei vel. Kann eg og kappi Þorgríms frænda að honum mun
þykja svívirðing í um gesti sína ef að þeim er illa farið."



Sigmundur svarar: "Ei skiptir þig að högum til er þeir voru
af teknir er skaðinn er að en mannlæður slíkar lifa sem þú
ert og má oss hugkvæmt þykja þá er bróðir þinn var drepinn í
griðum fyrir oss. Nú viltu ei hefna hans."



Hann fær sér menn og verða átta saman. Björn kvaðst vilja
hitta Ljót frænda sinn, stóðst ei ámælisorð Sigmundar og hans
kompána. Fóru þeir á Völlu. Ljótur spyr hvað Björn vilji er
hann fer um nætur.



Björn svarar: "Eg ætla nú að fara og hefna Þorvarðar frænda
míns."



Ljótur mælti: "Er Hrólfur kominn?"



"Ei er það," segir Björn, "hér er kominn Böðvar bróðir hans í
dal."



Ljótur mælti: "Eru þetta þín ráð frændi að drepa saklausan
mann og ganga á sættir? Og fer eg ekki þessa ferð og leggja
virðing við það að sækja fram og heim bróður minn."



Björn mælti: "Ei munum vér þurfa að sækja heim bróður þinn
til þess að ná þeim. Sitjum nú fyrir þeim er þeir fara burt."



Sigmundur svarar: "Vér munum sjá för þeirra."



Ljótur kvaðst ei mundu fara.



Þeir fóru í burt og er þeir fóru þá mælti Sigmundur: "Komum
vér til Tjarnar til þeirra feðga Þorsteins og Eyjólfs."



Þeir voru harðir menn og ofurhugar.



Björn mælti: "Liðs vil eg biðja þig að ei fari óvinir vorir
um þveran dalinn í friði."



Hann kvað það einsætt og réðst til ferðar með þeim en
Eyjólfur son hans var farinn upp í Sandárdal.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.