Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞUxaf ch. 14

Þorsteins þáttr uxafóts 14 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞUxaf ch. 14)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr uxafóts
1314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Innan lítils tíma spurðist enn af Heiðarskógi að þar lágu
flögð á svo að menn máttu þar eigi fram komast. Styrkár sendi
þá orð Þorsteini að þeir skyldu enn fara á Heiðarskóg.
Þorsteinn brá við skjótt og fór með konungs lofi og hitti
Styrkár, fara nú tveir samt og koma í það sæluhús sem þeir
voru fyrr og voru þar um nóttina.



Um daginn eftir er þeir voru úti staddir sáu þeir þrettán
menn á skóginum og var eitt kona í. Þeir snúa þangað til.
Þorsteinn kennir þar stúlku sína og hafði heldur vaxið því að
hún var nú hið mesta flagð.



Hún kastaði orðum á Þorstein og mælti: "Þar ertu kominn
Þorsteinn uxafótur og komstu hér svo næst að eg mátti minni
til reka, drapst föður minn, móður og systur en Styrkár
bræður mína tvo en þú eltir mig. Varð eg hrædd mjög sem eigi
var ólíklegt um níu vetra gamla meystúlku en nú er eg tólf
vetra. Eg fór í jarðhús eitt er við skildum en meðan þið
börðust, þið faðir minn, tíndi eg saman alla góðgripi þá er í
skálanum voru niður í jarðhúsið undir sæng móður minnar.
Nokkuru síðar giftist eg þessum manni, Skelkingi, og skildi
eg það til við hann að hann skyldi drepa hvorntveggja ykkarn
Styrkárs. Nú er hann hér kominn og bræður hans ellefu og
muntu nú þurfa að sýna karlmannlega vörn ef duga skal."



Slær nú síðan í bardaga með þeim. Sækir Skjaldgerður þar að
er Þorsteinn var fyrir, svo hart að Þorsteinn þykist varla í
meiri raun komið hafa en svo lýkur þó með þeim að Þorsteinn
kemur á Skjaldgerði höggi fyrir ofan mjaðmirnar með sverðinu
Skjaldvararnaut og tekur í sundur í miðju. Þá hafði Styrkár
drepið Skelking. Vinna þeir nú skjótt um við hina ellefu og
drepa þá alla. Síðan fara þeir í skálann, brjóta upp
jarðhúsið og bera þaðan í brott marga góðgripi, fóru síðan
heim á Gimsar og skiptu fé með sér síðan.



Bað Þorsteinn þá Herdísar systur Styrkárs og fékk hennar.
Segja menn og að þau ættu son er Brynjar hét. Fór Þorsteinn
nú til Ólafs konungs og var með honum síðan og féll á Orminum
langa.



sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.