Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞUxaf ch. 13

Þorsteins þáttr uxafóts 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞUxaf ch. 13)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr uxafóts
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Hárekur hét maður. Hann bjó á Reinu í Þrándheimi, lendur
maður og ekki mjög vinsæll. Hann hafði tekið við kristni en
þó var konungi sagt að eftir mundi nokkuð af fyrnsku í fari
hans. Því tók konungur þar veislu og vildi reyna hvað satt
var í. Þar var veisla fögur. Hárekur var öfundsamur og
illgjarn. Honum lék öfund á virðingu Þorsteins.



Það var einn dag að Hárekur talaði við Þorstein og spurði
hann af sínum afreksverkum en Þorsteinn sagði slíkt er hann
spurði.



"Ætlar þú nokkurn mann sterkara í Noregi en þig?" segir
Hárekur.



"Eigi veit eg það svo víst," segir Þorsteinn.



"Hvor ykkar konungs ætlar þú að sterkari sé?" segir Hárekur.



"Allt mun mig annað meira skorta við konung en afl," segir
Þorsteinn, "og mun eg þó eigi komast til jafns við hann um
það."



Þeir skilja nú tal sitt.



Og um daginn eftir sagði Hárekur konungi að Þorsteinn hefði
jafnast til við hann um allar íþróttir. Konungur gaf sér fátt
um það.



Nokkuru síðar talaði konungur um að þeim væri það ráð er til
hefðu jafnast við hann að reyna þá íþróttir sínar "eða er það
satt Þorsteinn að þú hefir það talað að þú værir jafn mér að
íþróttum eða framar?"



"Eigi hefi eg svo talað herra," segir Þorsteinn, "eða hver
sagði yður það?"



"Hárekur," sagði konungur.



"Hví sagði hann yður síður af blótnauti því er hann blótar á
laun því að það mun þó sannara? En það sagði eg herra að mig
mundi allt meira skorta við yður en afl og mundi eg þó eigi
komast til jafns við yður um það."



"Er nokkuð það satt Hárekur?" sagði konungur.



"Lítið mun þar til haft herra," segir Hárekur.



"Lát oss sjá naut það er þú hefir svo mikil mæti á," segir
konungur.



"Það skal í yðru valdi herra," segir Hárekur, "og skulum vér
þá fara fram á skóginn."



Þeir gerðu svo og er þeir koma þar sjá þeir nautaflokk
mikinn. Þar var með uxi ógurlega stór og illilegur svo að
konungur þóttist slíkan ósénan hafa. Hann öskraði ógurlega og
lét mjög illilega.



Hárekur mælti: "Hér er nú nautið herra og hefi eg því mætur á
uxa þessum að hann er mjög elskur að mér."



"Sé eg víst," sagði konungur, "og líst mér illa á eða hvað er
nú Þorsteinn? Viltu reyna afl þitt og taka naut þetta því að
mér þykir sem eigi muni gagn í að hann lifi lengur?"



Þorsteinn hleypur þá fram í nautaflokkinn og þar að sem uxinn
var. Nautið snýr undan en Þorsteinn grípur í fótinn hinn
eftra og svo hart að bæði rifnaði húð og hold svo að fóturinn
gekk af með öllu þjóinu og hélt á eftir og gekk svo fyrir
konung en blótnautið datt niður dautt. En svo hafði nautið
við spyrnt rammlega að það var sokkið hinum fyrrum fótum
niður í jörðina upp að knjám.



Konungur mælti þá: "Sterkur maður ertu Þorsteinn og ekki mun
þér aflafátt verða ef þú átt við mennska menn um. Mun eg nú
auka nafn þitt og kalla þig Þorstein uxafót og hér er einn
hringur að eg vil gefa þér að nafnfesti."



Þorsteinn tók við hringnum og þakkaði konungi því að það var
góður gripur. Konungur fór nú heim á bæinn og kastaði sinni
eigu þar á allt en rak Hárek úr landi fyrir óhlýðni sína og
blótskap.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.