Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞUxaf ch. 8

Þorsteins þáttr uxafóts 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞUxaf ch. 8)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr uxafóts
789

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Ásbjörn kastanrassi átti skip uppi standanda í Gautavík. Þar
tók Þorsteinn sér fari með honum. Þá var hann tólf vetra
gamall. Þorkell fékk honum fararefni svo að honum nægði og
áður Þorsteinn reið til skips töluðust þau við og móðir hans.Hún mælti: "Nú muntu frændi finna föður þinn, Ívar ljóma, og
ef hann gengur seint við faðerni þínu þá er hér einn hringur
er þú skalt færa honum og seg honum að þenna hring gaf hann
mér í fyrsta sinni og má hann þá eigi dyljast við."Síðan skildu þau mæðgin og reið Þorsteinn til skips og fór
utan um sumarið. Komu þeir norðarlega við Noreg um haustið.
Fór Þorsteinn vistafari til Styrkárs á Gimsar og var þar um
veturinn. Féll vel á með þeim Styrkári því að hann sá að
Þorsteinn var hinn mesti atgervimaður því að hann jafnvægði
þá hinum sterkustum mönnum í öllum leikum.Um veturinn nokkuru fyrir jól komu þar sendimenn Ívars ljóma
þess erindis að Ívar hafði boðið honum Styrkári til
jólaveislu. Sá hét Björn er fyrir þeim var. Styrkár hét
ferðinni og fór með þrjá tigu manna. Þar var Þorsteinn í
ferð. Þeir koma til veislunnar. Var Styrkári þar vel fagnað.
Sat hann hið næsta Ívari um veisluna.Fór veislan vel fram og affaradag veislunnar áður menn skyldu
burt fara gekk Þorsteinn fyrir Ívar og mælti: "Það er erindi
mitt við þig Ívar að vita hvort þú vilt nokkuð ganga við
faðerni að mér."Ívar svarar: "Hvert er nafn þitt eða hvaðan ertu að kominn?""Þorsteinn er nafn mitt. Oddný heitir móðir mín og er
Geitisdóttir út á Íslandi og hér er hringur er hún bað mig
færa þér til jarteigna og kvað að þú mundir kenna að þú
hafðir gefið henni."Ívar roðnaði fast og mælti: "Þú munt eiga allt verra faðerni.
Eru nógir þrælar út á Íslandi til þess að móðir þín kenni
þig. Er það og mála sannast að mér þætti eiga að leiða
drengjum og herjanssonum það að hver pútuson kallaði mig
föður að sér."Þorsteinn reiddist þá ákaflega mjög og stillti þó vel orðum
og sagði: "Illa hefir þú svarað og ódrengilega en svo kem eg
annað sinn að þú gengur við mér ellegar er það bani þinn."Þorsteinn snýr þá í brottu.Ívar talaði til Styrkárs: "Það vildi eg frændi að þú banaðir
fóli þessu því að mér þykir einskis ills örvænt fyrir hann.""Eigi vil eg það," segir Styrkár, "því að eg ætla hann hafa
réttara að mæla en þú því að eg hygg að hann sé kynstórra
manna."Skildu þeir Ívar og Styrkár þá í styttingi. Fór Styrkár heim
á Gimsar og Þorsteinn með honum. Styrkár átti sér systur er
Herdís hét, kvenna vænst. Góður þokki var á með þeim
Þorsteini. Þar var hann tvo vetur. Þá fór Þorsteinn út til
Íslands og heim til Krossavíkur og hafði mikið framist í
utanferð sinni. Og er hann hafði verið þrjá vetur á Íslandi
fór hann utan með Kolbirni sneypi til Noregs. Fór hann þá enn
til Styrkárs á Gimsar og tók hann við honum fegins hendi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.