Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞUxaf ch. 5

Þorsteins þáttr uxafóts 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞUxaf ch. 5)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr uxafóts
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Bráðlega eftir þetta er það að segja að Krumur bóndi fór í
skóg sinn að sækja við. Hann heyrði barnsgrát og fór þangað
til og fann sveinbarn bæði mikið og vænlegt. Þar lá hjá
flesksneið er hann þóttist vita að fallið mundi hafa úr munni
barnsins og því mundi það æpt hafa. Spurt hafði Krumur að
barn hafði verið út borið í Krossavík og hversu Þorkell hefði
hart um mælt, þóttist vita að þetta sama mundi vera. En með
því að þeir Þorkell voru miklir vinir og hins annars að hann
sá að það var bæði glæpska og skaði að þar dæi svo mannlegt
barn og líklegt til stórra afdrifa þá tók hann það upp og
hafði heim með sér og gerði ekki orð á. Það var á fjórða
dægri er barnið fannst frá því er það var út borið.



Krumur gaf nafn piltinum og kallaði Þorstein og sagði sinn
son vera. Um þetta urðu þau Þórgunna samráða. Vex Þorsteinn
nú þar upp og leggur Þórgunna við hann ástfóstur og kennir
honum mart í fræðum. Þorsteinn gerðist bæði mikill og sterkur
og viðleitinn um allar íþróttir. Hann var svo sterkur að þá
er hann var sjö vetra gamall sambauð hann að afli rosknum
mönnum þótt færir væru.



Það var einn dag sem oftar að Þorsteinn kom til Krossavíkur.
Hann gekk til stofu. Þá sat Geitir faðir bónda á palli og
þuldi í feld sinn. En er pilturinn kom í stofuna þá fór hann
mjög geystur sem börnum er títt. Fellur hann á stofugólfinu
og er Geitir sér þetta skellir hann upp og hlær. En er Oddný
sér piltinn setur að henni grát mikinn.



Pilturinn gengur innar að Geiti og mælti: "Hvort þótti þér
þetta allbroslegt er eg féll áðan?"



Geitir svarar: "Það er satt því að eg sá það er þú sást
eigi."



"Hvað var það?" sagði Þorsteinn.



"Það má eg segja þér. Þá er þú komst í stofuna fylgdi þér
einn hvítabjarnarhúnn og rann fyrir innar á gólfið. En er
hann sá mig nam hann staðar en þú fórst heldur geystur og
féllst þú um húninn og það er ætlan mín að þú sért eigi son
Krums né Þórgunnar heldur muntu stærri ættar."



Pilturinn settist niður hjá Geiti og skrumuðu þeir en er
kveldaði sagðist Þorsteinn heim skyldu.



Geitir bað hann koma þar oft "því að mér þykir sem þú munir
eiga hér kynni."



En er pilturinn var út genginn kom Oddný þar og færði
Þorsteini klæði nýskorin. Fór hann síðan heim. Vandi hann nú
komur sínar til Krossavíkur. Þorkell gaf sér fátt að piltinum
en þótti hann þó frágerðamaður að vexti og afli. Geitir sagði
Þorkatli syni sínum að það væri hans ætlan að þessi Þorsteinn
væri son Oddnýjar og Ívars ljóma og mundi verða mikill maður
fyrir sér.



Þorkell kveðst eigi kunna að synja: "Skulum vér hér fá sannar
fréttir af."



Og um morguninn sendir Þorkell eftir Krum og Þórgunnu og
Þorsteini og er þau komu spurði Þorkell glögglega að hversu
Þorsteinn væri til kominn. En þau hjón sögðu allt hversu til
komið var. Sagði Freysteinn og sína sögu og bar allt saman.
Þótti Þorkatli nú vel um gengið og kunni Freysteini þakk
fyrir.



Vaknar Þorsteinn nú við ætt sína og fór hann nú vistafari til
Krossavíkur og gerir Þorkell við hann raunvel.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.