Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞUxaf ch. 3

Þorsteins þáttr uxafóts 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞUxaf ch. 3)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr uxafóts
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Styrkár hét maður Eindriðason Hreiðarssonar. Þeir voru
bræður, Hreiðar og Ásbjörn, faðir Járnskeggja af Yrjum en
systir þeirra var Ólöf er átti Klyppur hersir er drap Sigurð
konung slefu. Þeirra bróðir var Erlingur, ríkur hersir af
Hörðalandi.



Erlingur átti þann son er Ívar hét, allra manna vænstur
þeirra er upp óxu á Hörðalandi. Því var hann kallaður Ívar
ljómi. Hann var hverjum manni betur að íþróttum búinn,
ofmetnaðarmaður svo mikill að nálega máttu öngir menn mæla né
gera til jafna við hann. Hann var ókvæntur langa tíma og því,
að honum þótti sér nær hvergi fullkosta. Hann sat löngum hjá
Styrkári frænda sínum á Gimsum í Þrándheimi. Þessi Styrkár
var faðir Einars þambaskelfis. Segja það og sumir menn að
þeir hafi bræður verið, Eindriði faðir Styrkárs og Ásbjörn
faðir Eindriða ilbreiðs. Ástúðigt var lengi með þeim frændum
Styrkári og Ívari. Ívar hafðist löngum við í kaupferðum bæði
til Englands og Danmerkur.



Eitt sumar fór hann til Íslands kaupferð. Hann kom skipi sínu
í Gautavík í Austfjörðum. Þorkell Geitisson reið til skips og
bauð stýrimanni heim til sín við svo marga menn sem hann
vildi með sér haft hafa. Ívar þakkaði bónda og kveðst það
þiggja mundu. Ívar fór heim í Krossavík við fimmta mann og
sat þar um veturinn. Ívar var gleðimaður mikill og ör af fé.



Það var einn dag að Þorkell gekk til tals við Oddnýju systur
sína og sagði henni að stýrimaðurinn var heim kominn.



"Vildi eg frændi," segir hann, "að þú þjónaðir honum í vetur
því að hér eru flestir aðrir menn í starfi."



Oddný reist rúnar á kefli því að hún mátti eigi mæla en
Þorkell tók við og leit á.



Keflið sagði svo: "Ekki er mér um að leggja mig til þjónustu
við stýrimann því að mér segir svo hugur um ef eg geri það að
þjóna Ívari að þar muni mikið vont af standa."



Þorkell reiddist fast er Oddný taldist undan en er hún sá það
stóð hún upp og gekk inn og tók til þjónustu við Ívar og hélt
því um veturinn. En er á leið sáu menn að Oddný mundi fara
eigi kona ein saman og er Þorkell fann það spurði hann
Oddnýju hversu háttað væri um hagi hennar eða hvort hún væri
með barni eða hver það ætti með henni.



Oddný reist þá enn rúnar og sögðu þær svo: "Eigi hefir Ívar
betur launað þér veturvistina en svo að barn það er eg geng
með á hann við mér."



Setti þá grát mikinn að Oddnýju en Þorkell gekk í burt.



Líður út veturinn og er vorar lætur Ívar búa skip sitt í
Gautavík og er það var búið býst Ívar brott úr Krossavík og
hans menn.



Þorkell ríður í veg með Ívari og er þeir höfðu riðið nokkura
stund veik hann til við stýrimann: "Hvert ráð gerir þú Ívar
fyrir barni því er þú átt við Oddnýju systur minni eða viltu
gera vel og ganga að eiga hana? En eg mun gæða hana svo
peningum að þú sért sæmdur af."



Ívar brást við reiður mjög og svaraði: "Til ills erindis
hefði eg farið þá til Íslands ef eg skyldi eiga systur þína
mállausa. Hefir mér kostur verið æðri kvenna og kynstærri
heima á Hörðalandi eða þó víðara í Noregi. En þú þarft eigi
að kenna mér barn systur þinnar þó að hún eigi við þrælum
þínum. Hefir þú talað við mig mikla svívirðing."



Þorkell svarar: "Viljir þú eigi ganga við barni Oddnýjar og
smá bæði mig og hana í orðum skaltu sjálfan þig fyrir finna.
Hefi eg eigi þolað mönnum fyrr meir þvílíka smán."



Ívar hjó þá til Þorkels. Það högg kom á fótinn og varð mikið
sár. Þorkell brá þá sverði og hjó til Ívars en hann reið
undan en höggið kom á hestfótinn svo að af tók. Stökk Ívar þá
af baki og rann eftir félögum sínum en Þorkell reið heim í
Krossavík.



Annan dag eftir safnar Þorkell mönnum og reið í Gautavík með
þrjá tigu manna. En er hann kom þar hafði Ívar kippt bryggjum
en vindur stóð af landi og sigldu svo til hafs og linnti eigi
fyrr en hann kom til Noregs og fór svo heim á Hörðaland og
settist um kyrrt.



Þorkell reið heim í Krossavík og undi lítt við sinn hag því
að hann hafði eigi meiri smán fengið en þessa alla saman.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.