Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞHvít ch. 7

Þorsteins saga hvíta 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞHvít ch. 7)

UnattributedÞorsteins saga hvíta
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Bræður Þorsteins ríða til sels Þorbjarnar annan morgun eftir
er Þorsteinn hafði þaðan riðið. Þeir höfðu þar dagverð en
lögðust síðan niður til svefns. Þorbjörn latti þá þessa mjög
því að hann sagði þeim víg Einars og orðsending Þorsteins en
Þorbjörn var vinur hvorratveggja.



Litlu síðar kom Þorgils og þeir sjö saman. Þorbjörn sagði
þeim bræðrum að þeir Þorgils voru þar komnir og vakti hann
þá. Hvergi máttu þeir undan komast.



Þorbjörn réð þeim að þeir græfu þar djúpa gröf í selinu fyrir
durunum "en eg mun standa í durunum."



Og svo gerðu þeir.



Þeir Þorgils koma þá að selinu. Þóttist hann vita að þeir
bræður mundu þar inni er hrossin voru mædd og nýkomin undan
klyfjum.



"Veit eg," segir Þorgils, "að þeir eru hér."



Þorbjörn svarar: "Þú ert maður glöggvastur en þó eru þeir
bræður eigi hér sem þú segir. En eg lét fara eftir viðum
hross mín og höfum nýtekið af þeim klyfjar. Eru þau nýkomin
frá veturhúsum en áður gengu þau af rekaströndum til
skálagerðar í Sveinungsvík og á eg hrossin."



Þorgils kvaðst eigi þessu trúa mundu "og far þú úr durunum og
viljum vér rannsaka selið."



Þorbjörn kvaðst eigi það gera mundu "síðan þér trúið eigi
minni tilsögu."



Hrani mælti: "Drepum hann þá ef hann vill eigi fara úr
durunum."



Þorgils svarar: "Þá þykir föður mínum illa."



Þá bauð Þorkell flettir að fara á bak húsinu og hlaupa af
vegginum ofan milli Þorbjarnar og duranna og bera hann svo
frá durunum og ofan fyrir brekkuna. Þorgils bað hann svo
gera. Síðan breytti Þorkell svo að Þorbjörn var með þessari
aðferð borinn frá seldurunum. Síðan bundu þeir hann.



Eftir það gengu þeir að durunum og mátust þeir um hver þeirra
fyrst skyldi inn ganga.



En er Þorgils fann þetta mælti hann: "Eigi verður oss nú
hugmannlega er vér þorum eigi inn að ganga."



Þorgils hleypur þá inn. Þorbjörn aftaldi hann og sagðist
letja hann inn að ganga en hann gaf engan gaum að orðum hans.
Hann hafði skjöldinn yfir höfði sér. Hann snarar þá inn og
hljóp í gröfina og drápu þeir bræður hann þar í gröfinni.
Síðan rufu förunautar Þorgils selið og sóttu þá bræður um
stundar sakar. Hrani gullhöttur lá á selvegginum og koglaði
þann veg inn. Þá var hann lagður spjóti í höndina. Þeir
bræður vörðust bæði vel og drengilega en féllu báðir þar að
síðustu með góðan orðstír. Þar féllu og báðir húskarlar Þóris
og hinn þriðji maður, Þorgils Þorsteinsson, er þá var
þrítugur að aldri.



Þorbjörn var leystur síðan eftir fundinn. Hann færði alla
vöru þeirra bræðra í Bulungarhöfn til skips og sagði
Þorsteini tíðindin. Þorsteinn kvað Þorbjörn þetta vel gert
hafa og skiljast með mikilli vináttu.



Þorsteinn fór utan um sumarið og var á brottu fimm vetur. Kom
hann sér vel við höfðingja og þótti hinn röskvasti maður.



Hrani gullhöttur kom heim til Hofs og sagði Þorsteini hvíta
að synir Þorfinns tveir væru fallnir og húskarlar Þóris
tveir.



Þorsteinn spurði: "Hvar er Þorgils sonur minn?"



Hrani svarar: "Hann er og fallinn líka."



Þorsteinn mælti: "Fjandlega segir þú frá tíðindum. Illt hefir
jafnan af þér hlotist og þínum ráðum."



Þetta þótti mönnum mikil tíðindi þá er spurðust. Um sumarið
eftir voru mál til búin á hendur Þorsteini Þorfinnssyni og
varð hann sekur um víg Einars. Brodd-Helgi var þá þrevetur er
faðir hans var drepinn og var þá þegar efnilegur maður að
jöfnum aldri.



Þorsteinn Þorfinnsson fór til Íslands að fimm vetrum liðnum
og kom skipi sínu í Miðfjörð. Hann reið þegar norður til Hofs
við fimmta mann. Brodd- Helgi var þá átta vetra gamall og lék
sér á hlaðinu úti og bauð þeim öllum þar að vera. Þorsteinn
spurði hví hann laðaði gesti. Hann kvaðst þar allt eiga með
afa sínum. Þeir Þorsteinn Þorfinnsson gengu inn eftir það.
Þorsteinn hvíti kenndi farmanna daun og spurði hverjir komnir
væru. Þorsteinn Þorfinnsson segir hið sanna.



Þorsteinn hvíti mælti: "Hvort þótti þér of lítil mín skapraun
ef þú sóttir mig eigi heim, blindan karl og gamlan?"



Þorsteinn Þorfinnsson svarar: "Eigi gekk mér það til heldur
hitt að eg vil bjóða þér sjálfdæmi fyrir Þorgils son þinn og
hefi eg ærið góss til þess að bæta hann svo að eigi hafi
annar maður dýrri verið."



Þorsteinn hvíti kvaðst eigi vilja bera Þorgils son sinn í
sjóði. Þorsteinn Þorfinnsson og var kallaður Þorsteinn fagri,
hann sprettur þá upp og leggur höfuð sitt í kné Þorsteini
hvíta nafna sínum.



Þorsteinn hvíti svarar þá: "Eigi vil eg láta höfuð þitt af
hálsi slá. Munu þar eyru sæmst sem uxu. En þá geri eg sætt
okkar í millum að þú skalt fara hingað til Hofs til umsýslu
með allt þitt og ver hér meðan eg vil en þú sel skip þitt."



Þessari sætt játar Þorsteinn fagri. Og er þeir kumpánar gengu
út lék sveinninn Helgi Þorgilsson sér að gullreknu spjóti er
Þorsteinn fagri hafði sett hjá durunum er hann gekk inn.



Þorsteinn fagri mælti við Helga: "Viltu þiggja að mér
spjótið?"



Helgi ræðst þá um við Þorstein hvíta fóstra sinn hvort hann
skyldi þiggja spjótið að Þorsteini fagra. Þorsteinn hvíti
svarar, bað hann þiggja víst og launa sem best.



Þorsteinn fagri var eina nótt að Hofi í það sinni. Þorsteinn
fagri fór til skips síns og seldi það. Síðan færði hann sig
til Hofs í Vopnafjörð með allt sitt. Hann færði mjög fram
kvikfé Þorsteins hvíta nafna síns.



En er hann hafði þar verið nokkura stund þá vildi Þorsteinn
hvíti að Þorsteinn nafni hans bæði Helgu Krakadóttur og svo
gerði hann. Þorsteinn hvíti var í ferð með honum og gengu þau
mál vel fram og þótti Kraka þetta gert eftir sínu skaplyndi.
Fór Helga þá til Hofs með Þorsteini fagra því að Þorsteinn
hvíti vildi brúðkaupið inni hafa því að hann þóttist hrumur
til að fara að sækja brúðkaupið annars staðar og af því var
svo gert. Boðið fór vel fram. Voru samfarar þeirra góðar.



Átta vetur var Þorsteinn fagri að Hofi með nafna sínum og var
honum í sonar stað í allri umsýslu.



Og þá er svo var komið tímum mælti Þorsteinn hvíti til nafna
síns: "Vel hefir þú gefist mér og ertu röskur maður og
drengur góður um alla hluti og vel að þér búinn. Nú vil eg að
þú bregðir þessu ráði og svo föður þíns og Kraka mágs þíns og
ráðist allir til utanferðar með allt það er þér eigið því að
eg ætla Helga frænda mínum og fóstra gerast mjög þungt til
þín. En hann er nú átján vetra gamall. En það er líkast að eg
verði maður ekki langlífur héðan af en eg vildi að við
skildumst vel en Helgi frændi minn mun verða ofsamaður mikill
og engi jafnaðarmaður. Nú haf þú ráð mitt um þetta og ver hér
eigi lengur en eg legg ráð til."



Þorsteinn fagri kvað svo vera skyldu. Þorsteinn fagri keypti
tvö skip og fór utan með allt sitt skuldalið. Þorfinnur faðir
hans fór og utan og Kraki mágur hans. Þeir komu norðarlega
við Noreg og fóru um sumarið eftir norður á Hálogaland og
ílentust þar með öllu liði sínu. Bjó Þorsteinn fagri þar á
meðan hann lifði og þótti hinn vaskasti maður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.