Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞHvít ch. 3

Þorsteins saga hvíta 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞHvít ch. 3)

UnattributedÞorsteins saga hvíta
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hrani hét maður og var kallaður gullhöttur. Hann var fóstri
Þorgils en frændi Ásvarar. Hann var hávaðamaður mikill og var
heimamaður að Hofi og var kallaður grályndur.Þorkell hét maður og var kallaður flettir. Hann var
heimamaður að Hofi og frændi þeirra Hofverja, mikill og
sterkur.Þorbjörn hét maður. Hann bjó í Sveinungsvík. Það er á milli
Melrakkasléttu og Þistilsfjarðar. Þorbjörn var drengur góður
og rammur maður að afli, vinur góður Þorsteins hvíta.Maður er nefndur Þorfinnur. Hann bjó að Skeggjastöðum í
Hnefilsdal. Hann átti og enn annað bú. Þorgerður hét kona
hans. Þau áttu þrjá sonu og hét Þorsteinn sonur þeirra og var
kallaður fagri, annar Einar, þriðji Þorkell. Allir voru þeir
mannvænlegir. Þorsteinn var fyrir þeim bræðrum. Hann var
fullkominn að aldri er hér er komið sögunni.Kraki hét maður og bjó hann á þeim bæ er heitir á Krakalæk.
Kraki var vel auðigur maður, kvongaður maður og hét kona hans
Guðrún. Þau áttu dóttur eina barna er Helga hét og var allra
kvenna fríðust og þótti sá kostur bestur í Fljótsdalshéraði.Þess er getið að Þorsteinn fagri beiddist fjárlánstillaga af
föður sínum og kvaðst vilja fara af landi á brott. Þorfinnur
kvað svo vera skyldu. Leggur hann til slíkt sem hann
beiddist. Hefir hann verið í förum nokkur sumur, verður honum
gott til fjár og metnaðar og hvert sinn er hann var utan
lagði hann nokkuð eftir af fjárhlut þeim er hann þóttist
þurfa og faðir hans.Og eitt vor er Þorsteinn var út hér um veturinn kemur Einar
Þórisson að máli við föður sinn og beiðist af honum tillags
og segist vilja fara til félags við Þorstein. Þorsteinn
kvaðst eigi mundu synja Einari félags og gefur honum skip
hálft og telur þó að honum segi í meðallagi hugur um félag
þeirra fyrir sakar óvinveitts skaplyndis Einars.Þeir fóru utan og lögðu félag saman. Þorsteinn heldur öllu
til virðingar Einari og virti hann í öllu mest og þó lagðist
svo að Þorsteinn var meira virður en Einar af öðrum mönnum
fyrir þess sakar að hann reyndist góður drengur og vinveittur
í skaplyndi. Fór vel um stund félag þeirra.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.