Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞHvít ch. 1

Þorsteins saga hvíta 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞHvít ch. 1)

UnattributedÞorsteins saga hvíta
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Maður hét Ölvir hinn hvíti. Hann var Ósvaldsson,
Göngu-Hrólfssonar, Öxna-Þórissonar. Hann var lendur maður í
Noregi og bjó í Naumudal. Hann stökk fyrir ófriði Hákonar
jarls á Yrjar og dó þar. Hann átti einn son barna er
Þorsteinn hét og var kallaður Þorsteinn hvíti. Hann fór þegar
eftir andlát föður síns út til Íslands með alla fjárhluti
sína og kom skipi sínu í Vopnafjörð. En þá var lokið
landnámum á öllu Íslandi.Sá maður bjó þá að Hofi í Vopnafirði er hét Steinbjörn og var
kallaður körtur og hafði honum þar land gefið Eyvindur
föðurbróðir hans, allt á milli Vopnafjarðarár og
Vesturdalsár. Steinbjörn var eyðslumaður mikill í búinu.En er Þorsteinn vissi það að lönd öll voru numin áður fór
hann á fund Steinbjarnar og kaupir hann að honum land og
reisir bæ á Tóftavelli og bjó þar nokkura vetur og varð honum
gott til fjár og metnaðar. Hann hafði skamma stund í búi
verið áður hann fór og leitaði sér ráðs og bað konu þeirrar
er Ingibjörg hét og var hún dóttir Hróðgeirs hins hvíta
Hrafnssonar. Hennar fékk hann. Við þessari konu átti hann
fimm börn. Sonur hans hét Önundur en annar Þórður, þriðji
Þorgils. Dætur hans hétu Þorbjörg og Þóra. Þorgils var hinn
mannvænlegasti maður.Þorsteinn græddi fé í ákafa. Steinbirni kört varð féfátt og
fór á fund Þorsteins og beiddist fjárláns af honum. Þorsteinn
er og góður af fjárláninu og þangað til tekur hann lán af
Þorsteini að harðla mjög eyðist fé Steinbjarnar og þykir
Þorsteini versna skuldunauturinn og þykir óvís
skuldastaðurinn að Steinbirni. Og nú heimtir hann féið og
lýkst með því þeirra fjárreiður að Steinbjörn geldur
Þorsteini Hofland og fór Þorsteinn byggðum til Hofs og kaupir
sér goðorð og gerist hinn mesti sveitarhöfðingi. Hann var
allra manna vinsælastur.Og er Þorsteinn hafði búið marga vetur að Hofi þá gerðust þau
tíðindi að herbergjum hans að Ingibjörg tók sótt og andaðist.
Þorsteini þótti þetta skaði mikill en hélt þó búi sínu sem
áður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.