Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorm ch. 3

Þormóðar þáttr Kolbrúnarskálds 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þorm ch. 3)

UnattributedÞormóðar þáttr Kolbrúnarskálds
23

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þormóður ræðst nú til skips með Háreki og gerðist stafnbúi
hans og fara þeir um sumarið og þykir Þormóður vera góður
tiltaks bæði um orð og atgöngu og líkar þeim við hann einkar
vel.



Það er sagt eitthvert sinn að áliðnu sumri að þeir leggja
skip sín í lægi síð um aftan hjá ey nokkurri. Og það sjá þeir
að renna fram hjá þeim skip nokkur og var það dreki er fyrst
fór og allveglegt skip.



Og er drekann bar fram hjá skipinu því er Þormóður var á þá
kallaði maður af drekanum: "Úr hart úr konungshöfninni,"
segir sá.



Þeir vilja þegar bregða tjöldunum og láta úr höfninni.



Og er Þormóður sér það þá bað hann hvergi brott leggja "og
minnist nú á," segir hann, "hvað mælt var með oss að eg
skyldi slíku ráða."



Þeir svöruðu félagar hans, biðja hann eigi verða svo óðan "og
hefir þú mátt ráða þessu enn hér til fyrir oss og enn kann
vera að svo sé."



Drekinn brunar nú fram að skipi þeirra Þormóðar og gengur nær
og þykir þeim, er á drekanum eru, seint við látið að leggja
úr höfninni.



Það er sagt að stafnbúinn á drekanum stendur upp og bregður
sverði og höggur til Þormóðs en hann lætur eigi á sig hallt
verða og höggur í móti til þess mannsins. Og ber svo til að
sá lést en Þormóð sakaði ekki. Og þegar hleypur Þormóður af
skipi sínu og upp á drekann og hefir skjöldinn fyrir sér og
aftur eftir skipinu allt til lyftingar. En við þetta allt
saman varð kall á skipinu og fréttist nú hvað tíðinda er. Og
er Þormóður því næst höndlaður en víkingar leggja því næst
brott og hirða ekki um Þormóð hvað af honum verður.



En drekanum stýrir Ólafur konungur og er honum sagt hvað í
hefir gerst og svo að vegandinn er handtekinn og biður
konungur láta drepa hann og kallar hann þess verðan vera.



Og er Finnur Árnason heyrir þetta er konungur mælti þá gengur
hann til og vill vita hver maðurinn sé sá er vegið hefir
stafnbúann og mælti er þeir fundust: "Fyrir hví varstu svo
djarfur maður að þú treystir að hlaupa á konungsskipið, slíkt
sem þú hafðir áður unnið?"



Þormóður svarar: "Það kom til þess," segir hann, "að eg hirti
ekki um lífið ef eg kæmist á vald konungsins."



Nú segir Finnur þetta Sigurði biskupi og biður hann veita sér
orðafullting við konunginn að biðja manninum friðar og ræða
um með sér og sýnist þeim sem honum hafi hvatlega orðið
allt jafnsaman. Og biðja þeir nú konung að hann skuli gefa
honum grið og fara um það mörgum orðum.



Konungur spurði hví hann kæmi á hans vald þar sem hann var
áður á öðru skipi, svo illa sem hann hafði sína sök til búið.



Þormóður heyrði þetta sjálfur og svarar konungi með vísu
þessi:



Hafa þóttist eg, hættinn

happsækjandi, ef tækir

hreins, við haldi mínu

hvert land þegið, branda.

Ríkr, vil eg með þér, rækir

randa linns hinn svinni,

rönd berum út á andra

eybaugs, lifa og deyja.


"Já," sagði konungur, "auðsætt er það á þessi tiltekju að þú
hirðir lítt um lífið ef þú kemur því fram sem þú vildir. En
það hygg eg að verjir þú það rúm er þér er í skipað eða hvert
er nafn þitt?"



Þormóður sagði til sín "og er eg fóstbróðir Þorgeirs
Hávarssonar."



Konungur mælti: "Meiri gæfumaður skyldir þú vera en Þorgeir
var en hitt er mér sýnt að þú munt lagður til óhappanna því
að mér sýnist þú unglegur eða hversu mörg hefir þú vígin
vegið?"



Þormóður kvað þá vísu:



Sex hef eg alls síð er uxu

ónhjalta Tý fjónir,

kenndur er eg við styr stundum,

stálregns boða vegna.

Þó em eg enn að mun manna

morðs varlega orðinn,

vér létum þó þeira,

þrítugr, skarar bíta.


Konungur mælti: "Þörf væri að þú biðir eigi aðra þrjá tigi
vetra en þó er skaði að slíka menn því að þú munt vera skáld
mikið."



Þormóður svarar: "Það mun nú mjög á yðru valdi hversu gamall
eg skal verða en góðs vænti eg að yður fyrir sakir þíns
vinar, Þorgeirs Hávarssonar fóstbróður míns. Fór eg og því
mest af Íslandi að eg þóttist vita að þú mundir vilja láta
hefna hirðmanns þíns og vinar, Þorgeirs Hávarssonar, en eg
vissi mig skyldastan til að hefna hans með yðvarri umsjá."



Konungur mælti: "Þiggja muntu höfuð þitt alls þú ert á minn
fund kominn. Vil eg að þú leitir fyrir þér hvert er þú vilt
fyrir mér."



Þormóður svarar: "Sú lífgjöf kemur mér fyrir lítið því að mér
er ókunnigt um Noreg en eg vil ekki leita til annarra konunga
en þín. Nú ger þú annaðhvort, tak við mér eða lát mig drepa
ella."



Og nú við árnun biskups og Finns og hins annars er konungi
féllst vel í þokka til Þormóðar þá mælti konungur: "Statt upp
þú Þormóður. Nú muntu verða að gjalda mér til þjónustu
sjálfan þig fyrir þann mann minn er þú vóst. Ertu vel til
fallinn að fara sendiferðir mínar."



Þá kvað Þormóður vísu:



Þarf sá er þér skal hvarfla,

þengill, fyrir kné lengi,

svaraðu hóglega hverju,

hugborð, konungr orði.

Fáir erum vér, né frýju,

frændr, vorum þó vændir,

minnist eg meir á annað

mitt starf, konungdjarfir.


Konungur svarar: "Gaman mun vera að skáldskap þínum og eigi
ætla eg að þú verðir til lykta ógæfumaður."



Þormóður var nú með konungi og var hann því betur til hans
sem hann hafði lengur verið því að konungi reyndist hann hinn
röskvasti maður í öllum mannraunum.



Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.