Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorm ch. 2

Þormóðar þáttr Kolbrúnarskálds 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þorm ch. 2)

UnattributedÞormóðar þáttr Kolbrúnarskálds
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Um veturinn er það sagt að maður sá kemur til hirðarinnar er
Hárekur heitir. Honum var svo farið að hann er víkingur
mikill og illgerðamaður en hann er þó vinur Knúts konungs.
Færði hann honum jafnan herfang mikið og gersemar margar og
virti konungur hann mikils.



Svo er sagt að konungur fréttir nú Hárek að hversu honum
hefir farist um sumarið.



En hann segir að eigi hafi nú vel farist, kveðst látið hafa
stafnbúa sinn "og vil eg þess biðja yður herra að þér fáið
mér stafnbúa annan og er þó vandfengið í stað hans, að því að
mér þykir, því að hann var oft góður tiltaks um orð ef svara
þurfti hvort sem skyldi skattyrðast eða leita lofgjarnlegra
orða."



Konungurinn íhugar þetta mál og kveðst þó vilja bjóða honum
til sín ef hann vildi það og hætti hann hernaði og kveðst sér
það ráð sýnast vænlegt að hann gerði svo. En Hárekur lést enn
vilja hafa hina sömu iðn. Þar er hann um veturinn með
konungi. Hann var vel við Þormóð og gerði mjög að athvarfi
við hann.



Hárekur vekur til mjög oft við konunginn um stafnbúann að
hann skuli fá honum en konungur slítur eigi úr því svo brátt.
Þormóður verður eigi fyrir öfund af mönnum sem oft kann verða
við þá menn sem nýkomnir eru til hirðar og virðir vel. En þar
kemur um málið Háreks að hann segir honum að hann kýs Þormóð
til stafnbúa sér.



Konungur mælir ekki því í móti ef Þormóður vildi og var nú
þess leitað við hann og tók hann því ófljótt heldur. Og kom
það loks að konungur sjálfur ræðir um við hann og segir að
hann vill að Þormóður réðist til með Háreki.



Þormóður svarar: "Það er mér nú skapfelldast að vera með yður
herra og er mér sjá alls ókunnur, hann Hárekur."



Konungur biður nú Þormóð til og segir hann hafa nú munu í
móti vingan sína ef hann gerir nú þetta sumarlangt fyrir orð
sín.



Þormóður svarar: "Heldur vildi eg nú herra með yður vera. En
þó fyrir því að þér beiðið þessa þá vil eg eigi þessu afsvör
veita með öllu en skilja vil eg nokkuð í málið. Ef eg ræðst í
þessa ferð með Háreki þá vil eg ráða hvar í hafnir skal
leggja eða brott skal leggja."



Konungur játar þessu og segja svo vera skulu sem hann beiðir.
Og nú er kemur að þeirri stundu er þeir Hárekur og Þormóður
skulu brott fara frá hirðinni þá koma eigi fram gjafir þær af
konungs hendi við Þormóð sem honum þótti sér heitið hafa
verið. Og eru þeir konungur nú báðir saman staddir.



Þá þykir Þormóði ráðlegt vera munu að minna konunginn á með
nokkuru móti og kvað hann þá vísu þessa:



Loftungu gaftu lengi

látr það er Fáfnir átti.

Þú lést mér, hinn mæri,

merkr fránöluns vánir.

Verðr em eg, varga myrðir

víðlendr, frá þér síðan,

eðr heldr um sjá sjaldan

slíks réttar, skal eg vætta.


Konungur dregur þegar gullhring af hendi sér er stóð hálfa
mörk og gaf Þormóði.



"Haf nú mikla þökk fyrir herra," segir Þormóður, "en
fyrirkunnið oss eigi vorrar framgirni þótt eg mæli um þetta
enn nokkuru framar. Það töluðuð þér herra að eg skyldi mörk
gulls þiggja af yður í málagjöf."



Konungur svarar: "Það er satt skáld er þú mælir og skal það
og eigi af draga."



Tekur konungur nú hring annan og gefur honum.



Og er hann tók við þessum hringnum þá kvað hann vísu þessa:



Flestr of sér hve fasta

fagrbúnar hefi eg túna

báðar hendr úr breiðum

barðs þjóðkonungs garði.

Eld á eg jöfri að gjalda

ungr, þeim er bregðr hungri,

djúps, ber eg gull á greipum,

gráðugs ara, báðum.


Nú skiljast þeir Knútur konungur.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.