Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þorm ch. 1

Þormóðar þáttr Kolbrúnarskálds 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þorm ch. 1)

UnattributedÞormóðar þáttr Kolbrúnarskálds
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Prýðimaður mikill var Þormóður Kolbrúnarskáld og vel að
íþróttum búinn, skáld gott, meðalmaður á vöxt, allra manna
snarastur. Hann undi sér öngu eftir andlát Þorgeirs
fóstbróður síns.



Og það sama sumar sem hann var veginn fór Þormóður utan
vestur í Vaðli og er ekki sagt af ferðum þeirra fyrr en þeir
komu fram í Danmörk. Þá réð þar fyrir Knútur hinn ríki og var
honum sagt frá Þormóði að hann væri mikið afbragð annarra
manna bæði sakir hreysti og kappgirni og svo skáldskapar. Og
sendir konungur eftir honum og bað hann koma á sinn fund.
Þormóður bregst fljótt við og fer að hitta konung og gengur
fyrir hann og kveður hann ágætlega.



En konungur fagnar vel Þormóði og býður honum þegar til sín
"og fer það orð frá þér," segir konungur, "að þú sért vel
fallinn til að vera í konungs hirð og þjóna tignum mönnum."



Þormóður svarar: "Það er mér eigi fellt herra fyrir því að eg
er eigi til fær að setjast í rúm höfuðskálda slíkra sem með
yður hafa verið og er eg ekki reyndur að því að yrkja um
þvílíka höfðingja sem þér eruð."



Konungur mælti: "Þetta viljum vér að þú kjósir af að vera með
oss."



Þá svarar Þormóður: "Herra, varla er oss þetta fallið því að
vér erum illa stilltir og kann vera að vér fáum eigi til gætt
og þykir mér illt ef eg hrata hér í nokkurn ófagnað fyrir
sakir skaplyndis míns því að oft nenni eg lítt að gera í móti
skapi mínu. En þó vil eg yður þess biðja að þér fyrirkunnið
mig eigi þess er eg mun mæla. Það verður stundum mælt af
sumum mönnum að eigi hafi gefist að fullu þeim mönnum er með
yður hafa verið."



Konungur mælti: "Var með oss Þórarinn loftunga."



Þormóður svarar: "Satt er það herra en var þó sú stund um
hríð að eigi þótti það ólíkara að Þórarinn bæri sig eigi
heilan á brott. En yður mun þó svo reynast að eg er miklu
verra skáld en Þórarinn."



Konungur mælti: "Mjög verðum vér eftir að leita við þig
Þormóður og má það gera um stundar sakar en þó má það á finna
að vér vildum þína þjónustu hafa."



"Guð þakki yður það herra," segir Þormóður, "en þó verðum vér
að ætla hóf fyrir oss þótt vér vitum það að yður sé
merkilegast að þjóna."



"Nú mun eg það sýna," segir konungur, "sem eg gat áður að
heldur en eigi farir þú til mín og mun eg gefa þér þvílíkan
mála sem Þórarinn hafði en það var mörk gulls."



"Herra," sagði Þormóður, "ef vér tökum þenna kost þá þurfum
vér mjög þinnar umstilli og umsjár því að eg er raunlítt
stilltur sem eg sagði yður."



Þormóður tekur nú þetta af að hann fer til hirðvistar með
Knúti konungi og er hann þar um hríð og vel virður. Hann
skemmtir oft konungi og er það frá sagt að hann skemmti allra
manna best og oft kvæði hann vísur um það er við bar. Konungi
hugnaði hann vel og verður þó ekki meira en hann hugði til.
Líður nú sumarið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.