Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞÞ ch. 2

Þiðranda þáttr ok Þórhalls 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞÞ ch. 2)

UnattributedÞiðranda þáttr ok Þórhalls
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En er á leið sumarið tók Þórhallur mjög að ógleðjast. Hallur
spurði hví það sætti.



Þórhallur svaraði: "Illt hygg eg til haustboðs þessa er hér
skal vera því að mér býður það fyrir að spámaður mun vera
drepinn að þessi veislu."



"Þar kann eg að gera grein á," segir bóndi. "Eg á uxa einn
tíu vetra gamlan þann er eg kalla Spámann því að hann er
spakari en flest naut önnur. En hann skal drepa að
haustboðinu og þarf þig þetta eigi að ógleðja því að eg ætla
að þessi mín veisla sem aðrar skuli þér og öðrum vinum mínum
verða til sæmdar."



Þórhallur svarar: "Eg fann þetta og eigi af því til að eg
væri hræddur um mitt líf og boðar mér fyrir meiri tíðindi og
undarlegri þau er eg mun að sinni eigi upp kveða."



Hallur mælti: "Þá er og ekki fyrir að bregða boði því."



Þórhallur svarar: "Ekki mun það gera að mæla því að það mun
fram ganga sem ætlað er."



Veislan var búin að veturnóttum. Kom þar fátt boðsmanna því
að veður var hvasst og viðgerðarmikið.



En er menn settust til borða um kveldið þá mælti Þórhallur:
"Biðja vildi eg að menn hefðu ráð mín um það að engi maður
komi hér út á þessi nótt því að mikil mein munu hér á liggja
ef af þessu er brugðið og hverigir hlutir sem verða í
bendingum gefi menn eigi gaum að því, að illu mun furða ef
nokkur ansar til."



Hallur bað menn halda orð Þórhalls "því að þau rjúfast ekki,"
segir hann, "og er um heilt best að búa."



Þiðrandi gekk um beina. Var hann í því sem öðru mjúkur og
lítillátur. En er menn gengu að sofa þá skipaði Þiðrandi
gestum í sæng sína en hann sló sér niður í seti ystur við
þili.



En er flestir menn voru sofnaðir þá var kvatt dura og lét
engi maður sem vissi. Fór svo þrisvar.



Þá spratt Þiðrandi upp og mælti: "Þetta er skömm mikil er
menn láta hér allir sem sofi og munu boðsmenn komnir."



Hann tók sverð í hönd sér og gekk út. Hann sá engan mann.
Honum kom þá það í hug að nokkurir boðsmenn mundu hafa riðið
fyrir heim til bæjarins og riðið síðan aftur í móti þeim er
seinna riðu. Hann gekk þá undir viðköstinn og heyrði að riðið
var norðan á völlinn. Hann sá að það voru konur níu og voru
allar í svörtum klæðum og höfðu brugðin sverð í höndum. Hann
heyrði og að riðið var sunnan á völlinn. Þar voru og níu
konur, allar í ljósum klæðum og á hvítum hestum. Þá vildi
Þiðrandi snúa inn og segja mönnum sýnina en þá bar að
konurnar fyrr, hinar svartklæddu, og sóttu að honum en hann
varðist drengilega.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.