Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞÞ ch. 1

Þiðranda þáttr ok Þórhalls 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞÞ ch. 1)

UnattributedÞiðranda þáttr ok Þórhalls
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þórhallur hét maður norrænn. Hann kom út til Íslands á dögum
Hákonar jarls Sigurðarsonar. Hann tók land í Sýrlækjarósi og
bjó á Hörgslandi. Þórhallur var fróður maður og mjög framsýnn
og var kallaður Þórhallur spámaður. Þórhallur spámaður bjó þá
á Hörgslandi er Síðu-Hallur bjó að Hofi í Álftafirði og var
með þeim hin mesta vinátta. Gisti Hallur á Hörgslandi hvert
sumar er hann reið til þings. Þórhallur fór og oft til
heimboða austur þangað og var þar löngum.Sonur Halls hinn elsti hét Þiðrandi. Hann var manna vænstur
og efnilegastur. Unni Hallur honum mest allra sona sinna.
Þiðrandi fór landa í milli þegar hann hafði aldur til. Hann
var hinn vinsælasti hvar sem hann kom því að hann var hinn
mesti atgervimaður, lítillátur og blíður við hvert barn.Það var eitt sumar að Hallur bauð Þórhalli vin sínum austur
þangað þá er hann reið af þingi. Þórhallur fór austur nokkuru
síðar en Hallur og tók Hallur við honum sem jafnan með hinum
mesta blíðskap. Dvaldist Þórhallur þar um sumarið og sagði
Hallur að hann skyldi eigi fyrri fara heim en lokið væri
haustboði.Það sumar kom Þiðrandi út í Berufirði. Þá var hann átján
vetra. Fór hann heim til föður síns. Dáðust menn þá enn mjög
að honum sem oft áður og lofuðu atgervi hans en Þórhallur
spámaður þagði jafnan þá er menn lofuðu hann mest.Þá spurði Hallur hví það sætti "því að mér þykir það
merkilegt er þú mælir Þórhallur," segir hann.Þórhallur svaraði: "Ekki gengur mér það til þess að mér
mislíki nokkur hlutur við hann eða þig eða eg sjái síður en
aðrir menn að hann er hinn merkilegasti maður heldur ber hitt
til að margir verða til að lofa hann og hefir hann marga
hluti til þess þó að hann virði sig lítils sjálfur. Kann það
vera að hans njóti eigi lengi og mun þér þá ærin eftirsjá að
um son þinn svo vel mannaðan þó að eigi lofi allir menn fyrir
þér hans atgervi."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.