skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorvV ch. 7

Þorvalds þáttr víðfǫrla 7 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorvV ch. 7)

Anonymous íslendingaþættirÞorvalds þáttr víðfǫrla
678

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Nú þó að þeir þyldu mörg vandræði af vondum mönnum þá léttu
þeir eigi því heldur af að fara um sveitir og boða guðs
erindi.Þeir komu út í Laxárdal og dvöldust um hríð undir Eilífsfelli
hjá Atla hinum ramma föðurbróður Þorvalds. Var Atli þá
skírður með heimamenn sína og margir aðrir menn er þeir komu
til því að heilags anda miskunn nálgaðist af orðum þeirra.Þá flaug fræði af biskupi með guðs gjöf í eyru einum
smásveini fimm vetra gömlum er hét Ingimundur, son Hafurs í
Goðdali. Hann var að fóstri á Reykjaströnd. Ingimundur kom að
máli einn dag við smalamann fóstra síns og bað hann fylgja
sér leynilega til Eilífsfjalls að sjá biskupinn. Þetta veitti
sauðamaðurinn honum. Þeir fóru yfir Kjartansgjá og vestur
yfir fjallið til Laxárdals. En þegar er þeir komu til bæjar
Atla að Eilífsfelli þá tók sveinninn að biðja að hann væri
skírður.Atli tók í hönd sveininum og leiddi hann fyrir biskup svo
segjandi: "Sveinn þessi er son göfugs manns og þó heiðins en
sveinninn beiðir skírnar utan ráð og vitorð föður síns og
fóstra. Nú sjá fyrir hvað að er geranda því að vís von er að
hvorumtveggja þeirra mun mjög mislíka ef hann er skírður."Biskup svarar hlæjandi: "Sannlega," segir hann, "er ungum
smásveini eigi neitanda svo heilagt embætti, allra helst er
hann hefir heilsamlegri skilning á sínu ráði en frændur hans
rosknir."Síðan skírði biskup Ingimund og kenndi honum áður hann fór í
brott hvað honum var einna skyldast að varðveita með
kristninni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.