Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorvV ch. 5

Þorvalds þáttr víðfǫrla 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorvV ch. 5)

Anonymous íslendingaþættirÞorvalds þáttr víðfǫrla
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þeir biskup og Þorvaldur lögðu á alla stund með hinu mesta
kostgæfi að leiða sem flesta menn guði til handa, eigi að
eins þar í næstum sveitum heldur fóru þeir víða um Ísland að
boða orð guðs.



Þeir komu vestur í Hvamm í Breiðafjarðardölum um alþingi.
Þórarinn bóndi var eigi heima en Friðgerður húsfreyja, dóttir
Þórðar frá Höfða, tók vel við þeim í fyrstu. Þorvaldur taldi
þar trú fyrir mönnum en Friðgerður blótaði meðan inni og
heyrði hvort þeirra annars orð. Friðgerður svaraði orðum
Þorvalds fá og þó illa en Skeggi son þeirra Þórarins hafði í
spotti orð Þorvalds.



Þar um orti Þorvaldur vísu þessa:



Fór eg með dóm hinn dýra.

Drengr hlýddi mér engi.

Gátum hrings frá hreyti

hróðr varlega góðan.

En með enga svinnu

aldin rýgr við skaldi,

þá greypi guð gyðju,

gall of heiðnum stalli.


Ekki er þess getið að nokkurir menn í Vestfirðingafjórðungi
kristnuðust af þeirra orðum. En norður í sveitum er þeir fóru
þar yfir tóku rétta trú nokkurir göfgir menn: Önundur í
Reykjadal, son Þorgils Grenjaðarsonar, og Hlenni af Saurbæ í
Eyjafirði og Þorvarður í Ási við Hjaltadal. Bróðir Þorvarðs
hét Arngeir og annar Þórður. Hann var son Spak-Böðvars
Öndóttssonar landnámamanns er bjó í Viðvík. Þessir og enn
fleiri menn urðu fullkomlega kristnir í Norðlendingafjórðungi
en þeir voru margir, þó að þá létu eigi skírast að sinni, að
trúðu Kristi og fyrirlétu skurðgoðablót og allan heiðinn sið
og vildu eigi gjalda hoftolla. Fyrir það reiddust heiðingjar
Friðreki biskupi og lögðu fjandskap á alla þá er honum
samþykktu.



Þorvarður Spak-Böðvarsson lét gera kirkju á bæ sínum í Ási og
hafði með sér prest er biskup fékk honum að syngja sér tíðir
og veita honum guðlega þjónustu. Við það varð mjög reiður
Klaufi son Þorvalds Refssonar frá Barði í Fljótum. Klaufi var
mikils háttar maður. Hann fór til fundar við bræður Þorvarðs,
Arngeir og Þórð, þess erindis að hann bauð þeim kost á hvort
þeir vildu heldur drepa prestinn eða brenna kirkjuna.



Arngeir svarar: "Let eg þig þess og svo hvern annan minn vin
að drepa prestinn því að Þorvarður bróðir minn hefir fyrrum
grimmlega hefnt smærri meingerða en eg get að honum þyki
þessi. En hins vil eg eggja að þú brennir kirkjuna."



Ekki vildi Þórður samþykkja þeim að þessu ráði.



Litlu síðar fór Klaufi til um nótt við tíunda mann að brenna
kirkjuna. En er þeir nálguðust og gengu í kirkjugarðinn
kenndu þeir ákaflegan hita og sáu mikla gneistaflaug út í
glugga kirkjunnar. Fóru þeir brottu við það að þeim þótti
kirkjan full af eldi.



Annan tíma fór Arngeir til við marga menn og ætlaði að brenna
þessa sömu kirkju. En er þeir höfðu brotið upp hurðina ætlaði
hann að tendra eld á gólfinu við þurran fjalldrapa. En því að
eigi logaði svo skjótt sem hann vildi þá lagðist hann inn
yfir þreskjöldinn og ætlaði að blása að er glóðin var nóg en
eigi vildi festa í viðinum. Þá kom ör og stóð föst í
kirkjugólfinu rétt við höfuð honum. Og þegar kom önnur. Sú
nisti klæði hans við gólfið svo að örin flaug í millum síðu
hans og skyrtunnar er hann var í.



Hann hljóp þá upp hart og mælti: "Svo flaug þessi örin nær
síðu minni að eg em ráðinn í að bíða eigi hér hinnar þriðju."



Nú hlífði guð svo húsi sínu. Fór Arngeir á brottu með sína
menn og leituðu heiðingjar eigi oftar að brenna þá kirkju.
Þessi kirkja var ger sextán árum fyrr en kristni var lögtekin
á Íslandi en hún stóð svo að ekki var að gert.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.