Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorvV ch. 2

Þorvalds þáttr víðfǫrla 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorvV ch. 2)

Anonymous íslendingaþættirÞorvalds þáttr víðfǫrla
123

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Í þann tíma bjó Þórdís spákona út á Skagaströnd þar sem síðan
heitir að Spákonufelli. Á einu sumri þá hún heimboð að
Koðráni að Giljá því að hann var vin hennar.En er Þórdís var að veislunni og hún sá hver munur var ger
þeirra bræðra þá mælti hún til Koðráns: "Það legg eg til ráðs
með þér að þú sýnir meira manndóm héðan af Þorvaldi syni
þínum en þú hefir gert hér til því að eg sé það með sannindum
að fyrir margra hluta sakir mun hann verða ágætari en allir
aðrir þínir frændur. En ef þú hefir á honum litla elsku að
sinni þá fá þú honum kaupeyri og lát hann lausan ef nokkur
verður til að sjá um með honum meðan hann er ungur."Koðrán sá að hún talaði slíkt af góðvilja og sagðist víst
mundu fá honum nokkuð silfur. Lét hann þá fram einn sjóð og
sýndi henni.Þórdís leit á silfrið og mælti: "Ekki skal hann hafa þetta fé
því að þetta fé hefir þú tekið með afli og ofríki af mönnum í
sakeyri."Hann bar þá fram annan sjóðinn og bað hana þar á líta.Hún gerði svo og mælti síðan: "Ekki tek eg þetta fé fyrir
hans hönd."Koðrán spurði: "Hvað finnur þú þessu silfri?"Þórdís svarar: "Þessa peninga hefir þú saman dregið fyrir
ágirndar sakir í landskyldum og fjárleigum meirum en réttlegt
er. Fyrir því heyrir slíkt fé þeim manni eigi til meðferðar
er bæði mun verða réttlátur og mildur."Síðan sýndi Koðrán henni digran fésjóð og var fullur af
silfri. Vó Þórdís þar af þrjár merkur til handa Þorvaldi en
fékk Koðráni aftur það er meira var.Þá mælti Koðrán: "Fyrir hví vildir þú taka heldur af þessum
peningum fyrir hönd sonar míns en af hinum sem eg færði þér
fyrr?"Hún svarar: "Því, að þú hefir að þessum vel komist er þú
hefir tekið í arf eftir föður þinn."Eftir það fór Þórdís brottu frá veislunni með sæmilegum gjöfum
og vináttu Koðráns. Hafði hún Þorvald heim með sér til
Spákonufells. Var hann með henni um hríð vel haldinn að
klæðum og öðrum hlutum þeim er hann þurfti og þroskaðist
mikið.En er hann var vel frumvaxti fór hann utan að ráði Þórdísar.
Létti hann eigi fyrr en hann kom fram í Danmörku. Þar fann
hann Svein er kallaður var tjúguskegg. Sveinn var lítillar
ættar í móðurkyn en hann sagðist vera son Haralds Gormssonar
Danakonungs. Sveinn varð ekki ílendur í þann tíma í Danmörk
því að Haraldur konungur vildi ekki ganga við faðerni hans.
Lá hann þá löngum í hernaði og var kallaður konungur af
liðsmönnum sem víkinga siður var. En er Þorvaldur kom á fund
Sveins tók hann vel við honum og gerðist Þorvaldur hans maður
og var með honum nokkur sumur í hernaði fyrir vestan haf.Þorvaldur hafði eigi lengi verið með Sveini konungi áður
konungur virti hann um fram aðra menn og alla sína vini því
að Þorvaldur var mikill ráðagerðarmaður, öllum auðsær að
dyggð og skynsemd, styrkur að afli og hugaður vel, vígkænn og
snarpur í orustum, mildur og örlyndur af peningum og reyndur
að fullkomnum trúleik og lítillætis þjónustu, hugþekkur og
ástúðigur öllum liðsmönnum og eigi ómaklega því að þá enn
heiðinn sýndi hann réttlæti um fram hátt annarra heiðinna
manna svo að hlutskipti það allt er hann fékk í hernaði
veitti hann þurföndum og til útlausnar herteknum mönnum og
hjálpaði mörgum þeim er meinstaddir voru. En ef honum
hlotnuðust herteknir menn sendi hann þá aftur til feðra sinna
eða frænda svo sem hina er hann hafði með peningum út leyst.
Nú því að hann var fræknari í orustum en aðrir liðsmenn þá
gerðu þeir lögtekið að hann skyldi hafa kostgrip af hverri
tekju. En hann neytti svo þeirrar frumtignar að hann kjöri
ríkra manna sonu eða þá hluti aðra er þeim var mest eftirsjá
að er látið höfðu en hans félögum þætti minnst fyrir að gefa
upp og sendi síðan þeim er átt höfðu. Þar fyrir elskuðu
hann jafnvel þeir er fyrir ránum urðu af Sveins mönnum og
víðfrægðu lof hans góðleika. Þaðan af frelsti hann
auðveldlega sína menn þó að gripnir yrðu af sínum óvinum og
eigi síður en um sjálfan Svein konung.Svo bar til að einn tíma er Sveinn herjaði á Bretland og í
fyrstu vann hann sigur og fékk mikið herfang. En er hann
sótti langt á land upp frá skipunum þá kom á móti honum svo
mikið riddaralið að hann hafði enga viðtöku. Varð Sveinn
konungur þar fanginn, bundinn og kastað inn og með honum
Þorvaldur Koðránsson og margir aðrir göfgir menn og mikils
verðir. Á næsta degi kom einn ríkur hertogi til
myrkvastofunnar með miklu liði að taka Þorvald út af dýflissu
því að litlu áður hafði hann hertekna sonu þessa sama
hertoga, leyst og sent heim frjálsa til föður síns.
Hertoginn bað Þorvald út ganga og fara frjálsan á brott.
Þorvaldur sór um að hann skyldi fyrir engan mun þaðan lífs
fara nema Sveinn konungur væri út leystur og frelstur með
öllum sínum mönnum. Hertoginn gerði þetta þegar fyrir hans
skyld sem Sveinn konungur vottaði síðan þá er hann sat að
einni ágætri veislu með tveim konungum öðrum. Og er sendingar
komu inn mælti einn dróttseti, sagði að eigi mundi verða
síðan einn skutill svo veglega skipaður sem þá er þrír svo
voldugir konungar snæddu af einum diski.Þá svarar Sveinn konungur brosandi: "Finna mun eg þann
útlendan bóndason að einn hefir með sér ef rétt virðing er á
höfð í engan stað minna göfugleik og sómasemd en vér allir
þrír konungar."Nú varð af þessu gleði mikil í höllinni og spurðu hlæjandi
allir hver eða hvílíkur þessi maður væri er hann sagði svo
mikla frægð af.Hann svarar: "Þessi maður er eg tala hér til er svo vitur sem
spökum konungi hæfði að vera, styrkur og hugdjarfur sem hinn
öruggasti berserkur, svo siðugur og góðháttaður sem hinn
siðugasti spekingur."Sagði hann síðan af Þorvaldi þenna atburð sem nú var ritaður
er hann frelsti konunginn fyrir sína vinsæld og fyrir marga
ágæta hluti og lofsamlega.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.