Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þstut ch. 1

Þórarins þáttr stuttfeldar 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þstut ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirÞórarins þáttr stuttfeldar1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Það barst að eitt sinn er Sigurður konungur gekk frá
skytningi og til aftansöngs, voru menn drukknir og kátir,
sátu úti fyrir kirkju og lásu aftansönginn. Varð söngurinn
ógreiðlegur.



Mælti konungur: "Hvað karla er það er eg sé þar hjá kirkju í
feldi nokkurum stuttum?"



Þeir svöruðu, kváðust eigi vita.



Konungur mælti:



Villir hann vísdóm allan.

Veldr því karl í feldinum.


Karl gengur fram síðan og mælti:



Hykk að hér megi þekkja

heldr í stuttum feldi

oss, en eg læt þessa

óprýði mér hlýða.

Væri mildr, ef mæra

mik vildir þú skikkju,

hvað höfum heldr en tötra,

hildingr, muni vildri.


Þá mælti konungur: "Kom til mín á morgni þar sem eg drekk."



Líður nóttin.



Fer Íslendingur er síðan var kallaður Þórarinn stuttfeldur og
kemur að drykkjustofunni og stóð maður úti og hafði horn í
hendi og mælti til Íslendings: "Það mælti konungur að þú
skyldir yrkja vísu áður þú gengir inn ef þú vildir þiggja
nokkura vingjöf af honum og kveða of þann mann er Hákon
heitir Serksson er kallaður er mörstrútur og geta þess í
vísunni."



Sjá maður er við hann ræddi heitir Árni og var kallaður
fjöruskeifur.



Síðan ganga þeir inn og gengur Þórarinn fyrir konung og kvað
vísu:



Þú vændir mér, Þrænda

þengill, ef eg stef fengi

frænda Serks að fundi,

fólkrakkr, gefa nakkvað.

Léstu að Hákon héti,

hildingr hinn fémildi,

nú samir að minnast,

mörstrútr, á það görva.


Þá mælti konungur: "Það sagði eg aldregi og muntu vera
spottaður og er það ráð að Hákon skapi þér víti fyrir og far
í sveit hans."



Þá mælti Hákon: "Vel skal hann hér kominn með oss og sé eg
hvaðan þetta er komið."



Og setur hann Íslending þar á milli þeirra og voru þeir nú
allkátir. Þá er á leið á daginn tók að fá á þá.



Þá mælti Hákon: "Þykistu nakkvað eiga bótþarfa við mig?"



Hann svarar: "Víst þykist eg eiga að bæta."



"Eða þótti þér eigi vélræði heldur sett fyrir þig."



Hann kvað svo vera.



Hákon mælti: "Þá munum við sáttir ef þú yrkir aðra vísu um
Árna."



Hann kvaðst þess búinn. Ganga síðan þangað sem Árni sat.



Þórarinn kvað vísu:



Fullvíða hefir fræðum

Fjöruskeifr of her veifað

lystr og leiri kastað

lastsamr ara hins gamla.

Og vannst eina kráku

orðvandr á Serklandi,

Skeifr barstu Högna húfu

hræddr, varlega brædda.


Árni hljóp upp og brá sverði og vildi ráða til Þórarins.
Hákon bað hann hætta og vera kyrran og kvað hann á það mega
minnast að hann mundi bera lægra hlut ef þeir ættust við.



Síðan gekk Þórarinn fyrir konung og sagði að hann hafði drápu
ort um hann og bað ef hann mundi hlýða og það veitti hann og
er það kallað Stuttfeldardrápa. Þá spurði konungur hvað hann
ætlaðist fyrir en hann kvaðst suður hafa ætlað til Róms.
Konungur fékk honum fé og bað hann til sín koma er hann kæmi
aftur og kvaðst þá mundu gera honum nokkura sæmd.



En hér greinir eigi um hvort þeir fundust síðan.



sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.