Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Mána ch. 1

Mána þáttr skálds 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Mána ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirMána þáttr skálds1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Þeir Magnús konungur lágu viku í Unnardys á Lista. Þar var þá
með Magnúsi konungi Máni skáld og kvað vísu:Byr gefðu brátt, hinn örvi,

Björgynjar til mörgum,

þess biðjum vér, þjóðum,

þungstalls konungr sólar.

Angrar oss það er lengi

útnyrðingr heldr fyrðum,

vindr er til seinn að sundi

sunnrænn, í dys Unnar.


Konungur mælti: "Vel er kveðið Tungli."En skyrtur margar lágu í hrúgu er þvegnar höfðu verið og
mælti konungur að hann skyldi hafa eina.Máni kom til hans austur að landsenda, var þá kominn frá Rómi
og var stafkarl, gekk inn í stofuna þar er konungurinn var
með sveit sinni og var hann þá ekki félegur, Máni, kollóttur
og magur og nær klæðlaus, og þó kunni hann konung veglega að
kveðja. Konungur spurði hver hann væri. Hann kveðst heita
Máni og vera íslenskur og þá kominn frá Rómi sunnan.Konungur mælti: "Þú munt kunna fræða Tungli. Sest niður og
kveð."Hann kvað síðan Útfarardrápuna er Halldór skvaldri orti um
Sigurð konung Jórsalafara, móðurföður Magnúss konungs, og
fékk þetta kvæði góðan róm, þótti og vel skemmt.En leikarar tveir voru í stofunni er hlaupa létu smárakka
yfir hávar stengur fyrir tignum mönnum og því hærra sem menn
voru tignari.Konungur mælti: "Finnur þú Tungli að leikararnir sjá ekki vel
til þín? Nú yrktu um þá vísu og má vera að þér verði heldur
gagn að."Þá kvað Máni:Slægr fer gaur með gígju,

ginn er hér komið inni,

meiðr hefir skjaldar skóða

skrípalát, og pípu.

Rekkr lætr rauða bikkju

rekið skvaldr, fyrir aldir,

skulut hlýða því þjóðir,

það er skaup, yfir staf hlaupa.


Og enn kvað hann:Gígjan syngr þar er ganga

grípa menn til pípu.

Færa fólsku stóra

fram leikarar bleikir.

Undr er hve augum vendir

um sá er þýtr í trumbu.

Kníðan lít eg á kauða

kjaft og blásna hvafta.


Þá varð að mikill hlátur og slógu hirðmenn hring um þessa
leikara og kváðu vísuna og æ það oftast: "Kjaft og blásna
hvafta."Þeim leikurunum þótti nær sem þeir væru í eldi og komust út
úr stofunni. En konungur tók Mána til sín og var hann síðan í
hans föruneyti til Björgynjar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.