Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Kumbl ch. 1

Kumblbúa þáttr 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Kumbl ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirKumblbúa þáttr
1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):

Þorsteinn Þorvarðsson, mágur Þorfinns á Bakka, er átti Helgu Þorgeirsdóttur, systur ábóta, hann fífldist að Steinvöru konu Höskulds mágsefnis. Hann átti við henni eitt barn.En þá er Þorsteinn var í órum þessum þá var það eitt sinn að hann gekk heim síð um aftan og bar þá fyrir hann sýn kynlega. Þá gekk hann í dalverpi lítið og fann þar kuml manns. Þar þreifaði hann niður fyrir fætur sér og fann þar mannsbein og sverð eitt. Þorsteinn tók sverðið og hafði með sér og ætlaði að koma þar til um morguninn eftir náttsöng.Um kveldið fór Þorsteinn í rekkju sína og kona hans hjá honum. Hann sofnaði brátt. Þá dreymdi hann að maður mikill kæmi að honum og hafði í hendi bolöxi mikla rekna. Maðurinn var vænn sýnum. Þessi maður heitaðist mjög við Þorstein ef hann bæri eigi aftur sverð hans og kvað eigi mundu hlýða svo búið. Þorsteinn óttaðist heldur hót hans og lét illa í svefni. Kona hans vakti hann og spurði hví hann lét svo illa en hann vildi eigi segja henni og sofnaði þegar og kom að honum hinn sami maður og kvað vísu þessa:Branda rauð eg í blóði

borðspjóts með hlyn forðum.

Reyndi eg hvatt í hrotta

hreggi skilfings eggjar.

Féllu menn en manna

morð óx af því forðum.

Enn em eg samr að semja

sama leik við þig, nafni.

Þá svarar Þorsteinn draummanninum með þessi vísu og kvað:Þora mun eg reiðr að rjóða

randa skóð í blóði,

hvargi er rekks með rekkum

ríðr flugdreki slíðra.

En áðr gef eg erni fæðu,

undgjóðs sendir, blóði.

Fyrr skal eg högg við höggi,

hjaldrstærir, þér gjalda.

Þá svarar kumlbúinn og mælti: "Nú hafðir þú það ráð Þorsteinn er helst lá til og mundi eigi hlýtt hafa ella."Þá spurði Helga hví hann léti svo illa en hann vildi eigi segja henni.Þá tók að lýsa brátt. Síðan reis Þorsteinn upp og gekk þangað er hann hugði að kumlið væri og fann hvergi síðan og gekk oft að leita, fór heim síðan og sagði konu sinni frá og öðrum mönnum.En þetta varð vestur í Breiðafirði á Reykjanesi inn frá Stað á Hamarlandi.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.