Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Þórh ch. 1

Þórhalls þáttr knapps 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Þórh ch. 1)

UnattributedÞórhalls þáttr knapps
1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Maður er nefndur Þórhallur og kallaður knappur. Hann bjó á
Knappstöðum í Fljótum. Þórhallur var göfugrar ættar. Höfðu
hans foreldrar þar búið fyrir honum. Þórhallur var maður
siðlátur og þó heiðinn sem þá var flest fólk í þeim sveitum.
Hann var mjög tekinn og þyngdur af líkþrá. Þórhallur blótaði
skurðgoð að sið frænda sinna. Var eitt hof ríkt eigi langt
frá bæ Þórhalls er Fljótverjar héldu allir samt og höfðu þar
blótveislur á hverju ári.Á einni nótt er Þórhallur svaf í rekkju sinni dreymdi hann að
hann þóttist vera úti staddur. Hann sá ríða mann bjartan að
bæ sínum á hvítum hesti, skrýddan konunglegum búnaði og hafði
gullrekið spjót í hendi. En er Þórhallur sá þenna mann
nálgast þá sló á hann ótta og vildi hann snúa inn í húsin.En riddarinn varð skjótari og hljóp af baki og gekk fyrir
dyrnar svo segjandi: "Eigi skaltu óttast því að þér mun ekki
mein verða að minni hérkomu heldur muntu öðlast af minni
návist heilsu og gleði ef þú vilt hlýðnast mínum ráðum.
Harmar þú þína vanheislu en eigi þarf eg þess að spyrja því
að eg veit að þú harmar. Far nú og fylg mér og skal eg sýna
þér öruggt heilsuráð."Komumaðurinn leiddi hann einshvers staðar út að túngarðinum
er gert var um bæinn og mælti til hans: "Í þessum stað skaltu
láta smíða hús einum og sönnum guði til sæmdar eftir því móti
sem eg mun sýna þér. En þessi guð mun þér kunnigur ger á
þessu sama ári á alþingi því að fyrir víst ríður þú til þings
í sumar. Nú ef þú dýrkar með hreinu hjarta þann guð er þér
mun þar boðaður vera þá muntu verða heill og með heilleik
líkamans muntu gleðjast í friði og farsæld þessar veraldar.
En í ókominni veröld njóta eilífrar sæmdar og sælu."Síðan mældi hann grundvöll húsgerðarinnar fyrir Þórhalli með
aurfalnum á spjóti sínu og sagði svo til hans: "Með þessi
skipan skaltu húsið gera og hafa til við þann sem áður er í
hofi því er hér er skammt frá bæ þínum og sveitarmenn hér eru
vanir að sækja til og halda þar blótveislur á hverju ári. Það
hof skaltu láta ofan taka þegar snemma í dag er þú ríst upp
en þá falsaguða er þér hafið tignað hér til skaltu aldrei
dýrka héðan af. Nú ef þú trúir orðum mínum og þú geymir utan
allan efa að gera þá hluti sem eg hefi boðið þá mun þér
skjótt batna og muntu styrkjast dag frá degi."Því næst hvarf draummaðurinn frá honum að sýn en hann vaknaði
og trúði sýninni.Bauð hann sínum verkmönnum öllum þegar er dagaði fara til
skyndilega og brjóta ofan hofið en færa heim viðinn til sín.
En þó að þeir mögluðu í mót og töluðu með sér að slíkt væri
órar þá þorðu þeir allt að einu eigi móti að mæla hans
boðskap og gerðu fyllilega það er hann hafði fyrir sagt. Tók
Þórhallur til þaðan frá að smíða húsið á allan þann hátt og
mikilleika sem honum hafði sýnt verið í svefninum.Í þann tíma bjó þaðan skammt á brott á næsta bæ kona sú er
hét Þórhildur. Hún var mikil fyrir sér og mjög fjölkunnig.Á þeirri sömu nótt er fyrr sagða vitran bar fyrir Þórhall
vakti Þórhildur upp sína menn þegar í elding og sagði svo:
"Þér skuluð fara sem skjótast að reka saman og heim úr högum
allt kvikfé vort, bæði naut og sauði og hross, byrgja síðan í
húsum eða réttum því að það mun ekki líf hafa er hér er úti í
högum vorum í dag því að Þórhallur nábúi minn á Knappstöðum
er ær orðinn og vitlaus svo að hann sendir til menn sína að
brjóta ofan það virðulega hof er þar stendur og þar fyrir
verða hin ágætu goð er þar hafa áður dýrkuð verið að flýja
nauðig og í grimmum hug og ætla sér hælis að leita og
bústaðar allt norður á Siglunes. Nú vil eg eigi að minn
fénaður verði á vegum þeirra því að þau eru svo reið og í
beiskum hug að þau munu engu eira því sem fyrir þeim verður."Nú var svo gert sem hún mælti fyrir að öll hennar kvikvendi
voru heim rekin og varðveitt utan einn kapalhestur hafði
eftir staðið í haganum og fannst hann síðan dauður.En Þórhalli á Knappstöðum gekk allt eftir því sem honum hafði
vitrað verið. Honum batnaði síns sjúkleika dag eftir dag og
óx hans máttur. Reið hann til þings um sumarið og fann þar þá
menn er fram fluttu kristilegan boðskap sem brátt mun sagt
verða. Tók Þórhallur þar trú rétta og varð þá hið fyrsta
fullkomlega alheill að líkam þegar er hann var skírður. Eftir
það fór hann heim fagnandi til bús síns og dýrkaði alla daga
lífs síns með hreinni þjónustu allsvaldanda guð í þeirri
kirkju er hann hafði honum helgað og fyrst var ger í Fljótum
í nafni föður og sonar og heilags anda þeim er vegur og dýrð
eilíflega einum guði í þrenningu.Amen.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.