Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorlJ ch. 4

Þorleifs þáttr jarlaskálds 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorlJ ch. 4)

UnattributedÞorleifs þáttr jarlaskálds
345

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Svo er sagt að eftir þenna atburð kom Þorleifur sér í skip
með kaupmönnum og sigldu suður til Danmerkur og fór hann á
fund Sveins konungs og var með honum um veturinn.En er hann hafði þar eigi lengi verið var það einn dag að
Þorleifur gekk fyrir konung og beiddi hann hlýða kvæði því er
hann hafði ort um hann. Konungur spurði hvort hann væri
skáld.Þorleifur svarar: "Það er eftir því sem þér viljið dæmt hafa
herra er þér heyrið."Konungur bað hann þá fram flytja. Þorleifur kvað þá fertuga
drápu og er þetta stef í:Oft með ærnri giftu

öðlings himins röðla

Jóta gramr hinn ítri

Englandi roðið branda.


Konungur lofaði mjög kvæðið og allir þeir er heyrðu og sögðu
bæði vel kveðið og skörulega fram flutt. Konungur gaf
Þorleifi að kvæðislaunum hring þann er stóð mörk og það sverð
er til kom hálf mörk gulls og bað hann lengi með sér vera.
Þorleifur gekk til sætis og þakkaði vel konungi.Og leið svo fram nokkura hríð og ekki lengi áður en Þorleifur
ógladdist svo mjög að hann gáði varla undir drykkjuborð að
ganga eða samsætis við sína bekkjunauta.Finnur konungur þetta bráðlega og lætur kalla Þorleif fyrir
sig og mælti: "Hvað veldur ógleði þinni er þú gáir varla að
halda háttum við oss?"Þorleifur svarar: "Það munuð þér heyrt hafa herra að sá er
skyldur að leysa annars vandræði er að spyr.""Segðu fyrst," segir konungur.Þorleifur svarar: "Eg hefi kveðið vísur nokkurar í vetur er
eg kalla Konurvísur er eg hefi ort um Hákon jarl því að jarl
er kona kenndur í skáldskap. Nú ógleður mig það herra ef eg
fæ eigi orlof af yður að fara til Noregs og færa jarli
kvæðið.""Þú skalt að vísu fá orlof," segir konungur, "og skaltu þó
heita oss áður að koma aftur til vor það fljótasta sem þú
getur því að vér viljum þín ekki missa sakir íþrótta þinna."Þorleifur hét því og fékk sér nú farning og fór norður í
Noreg og linnir eigi fyrr en hann kemur í Þrándheim. Þá sat
Hákon jarl á Hlöðum.Þorleifur býr sér nú stafkarls gervi og bindur sér
geitarskegg og tók sér eina stóra hít og lét koma undir
stafkarls gervina og bjó svo um að öllum skyldi sýnast sem
hann æti þann kost er hann kastaði í hítina því að gíman
hennar var uppi við munn honum undir geitarskegginu. Síðan
tekur hann hækjur tvær og var broddur niður úr hvorri, fer nú
þar til er hann kemur á Hlaðir.Það var aðfangskveld jóla í þann tíma er jarl var kominn í
sæti og mart stórmenni er jarl hafði að sér boðið
til jólaveislunnar. Karl gengur greiðlega inn í höllina en er
hann kemur inn stumrar hann geysimjög og fellur fast á
hækjurnar og snýr til annarra stafkarla og sest niður
utarlega í hálminn. Hann var nokkuð bæginn við stafkarla og
heldur harðleikinn en þeir þoldu illa er hann lét ganga á
þeim stafina. Hrukku þeir undan og varð af þessu hark og
háreysti svo að heyrði um alla höllina. En er jarl verður
þessa var spyr hann hvað valdi óhljóði þessu. Honum er sagt
að stafkarl einn sé sá þar kominn að svo sé illur og úrigur
að ekki láti ógert. Jarl bað kalla hann fyrir sig og svo var
og gert. En er karl kom fyrir jarl hafði hann mjög stutt um
kvaðningar. Jarl spurði hann að nafni, ætt og óðali."Óvant er nafn mitt herra að eg heiti Níðungur Gjallandason
og kynjaður úr Syrgisdölum af Svíþjóð hinni köldu. Er eg
kallaður Níðungur hinn nákvæmi. Hefi eg víða farið og marga
höfðingja heim sótt. Gerist eg nú gamall mjög svo að trautt
má eg aldur minn segja sakir elli og óminnis. Hefi eg mikla
spurn af höfðingskap yðrum og harðfengi, visku og vinsældum,
lagasetning og lítillæti, örleik og allri atgervi.""Hví ertu svo harðúðigur og illur viðskiptis frá því sem
aðrir stafkarlar?"Hann svarar: "Hvað er örvænt um þann sem alls gengur andvana
nema víls og vesaldar og ekki hefir það er þarf og lengi
legið úti á mörkum og skógum þó að sá verði æfur við ellina
og allt saman en vanur áður sæmd og sællífi af hinum dýrstum
höfðingjum en vera nú hataður af hverjum þorpara lítils
verðum."Jarl mælti: "Ertu nokkur íþróttamaður karl er þú segist þó
með höfðingjum verið hafa?"Karl svarar það megi vera þó að nokkuð hafi til þess haft
verið "þá er eg var á ungum aldri. Komi að því sem mælt er,
að hverjum karli kemur að örverpi. Er það og talað að seigt
er svöngum að skruma. Mun eg og ekki við yður skruma herra
nema þér látið gefa mér að eta því að svo dregur að mér af
elli, svengd og þorsta að víst eigi fæ eg staðið uppi lengur.
Er slíkt harðla óhöfðinglegt að spyrja ókunna menn í hvern
heim en hugsa eigi hvað mönnum hentar því að allir eru með
því eðli skapaðir að bæði þurfa át og drykkju."Jarl skipaði að honum skyldi gefa kost sæmilega sem honum
þarfaði. Var og svo gert. En er karl kom undir borð tekur
hann greiðlega til matar og ryður diska þá alla er næstir
honum voru og hann náði til svo að þjónustumenn urðu að sækja
kost í annan tíma. Tók karl nú öngu ófreklegar til matar en
fyrr. Sýndist öllum sem hann æti en hann kastaði reyndar í
hítina þá er fyrr var getið. Hlógu menn nú fast að karli
þessum. Þjónustumenn töluðu að bæði væri að hann væri mikill
og miðdigur enda gæti hann mikið etið. Karl gaf sér ekki að
því og gerði sem áður.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.