Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorlJ ch. 2

Þorleifs þáttr jarlaskálds 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorlJ ch. 2)

UnattributedÞorleifs þáttr jarlaskálds
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þá bjó Ásgeir rauðfeldur á Brekku í Svarfaðardal. Hann var
ríkur maður og stórættaður. Þórhildur hét kona hans. Hún var
vitur kona og vinsæl og skörungur mikill. Þau áttu þrjá syni
og voru allir efnilegir. Ólafur hét son þeirra hinn elsti og
var kallaður völubrjótur, annar Helgi hinn frækni og koma
þeir báðir meir við aðrar sögur en þessa.Þorleifur hét hinn yngsti son þeirra. Hann var snemma gildur
og gervilegur og hinn mesti atgervimaður um íþróttir. Hann
var skáld gott. Hann var á fóstri með Miðfjarðar-Skeggja
móðurbróður sínum að Reykjum í Miðfirði þar til er hann var
átján vetra gamall. Skeggi unni mikið Þorleifi og lagði við
hann ástfóstur. Það töluðu menn að Skeggi mundi fleira kenna
Þorleifi í fræðum fornlegum en aðrir mundu vita.Þá fór Þorleifur heim til föður síns. Hann vó Klaufa böggva
með fulltingi Ólafs bróður síns en til eftirmáls eftir Klaufa
var Karl hinn rauði og gekk svo fast að að Þorleifur varð
útlægur og ger í burt úr Svarfaðardal. Ljótólfur goði hafði
fylgt Yngvildi fagurkinn systur Þorleifs. Hann kom Þorleifi í
skip á Gáseyri. Þorleifur varð afturreka. Hann var um
veturinn á laun ýmist með Ljótólfi goða eða Ásgeiri föður
sínum. Nam hann þá að föður sínum marga fornfræði því að hann
var sagður margkunnandi. Var þá Þorleifur nítján vetra. Karl
leitaði fast eftir um Þorleif og urðu þar um veturinn margir
atburðir, þeir er frásagnar eru verðir sem segir í Svarfdæla
sögu.Um vorið eftir fór Þorleifur vestur til Skeggja fóstra síns
og frænda og biður hann ásjá og umráða með sér um þessi mál.
Og með styrk og ráðum Miðfjarðar-Skeggja og Ljótólfs goða fer
Þorleifur og kaupir sér skip að kaupmönnum er uppi stóð í
Blönduósi og ræður háseta til og fór síðan heim á Brekku og
hitti föður sinn og móður og beiddist af þeim fararefna og
fékk svo mikinn fjárhlut sem honum þótti sér þarfa og að
vordögum lét hann varning sinn til skips binda og fór í brott
af Brekku alfari og bað vel fyrir föður sínum og móður og
Miðfjarðar-Skeggja fóstra sínum.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.