Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorstAust ch. 1

Þorsteins þáttr Austfirðings 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorstAust ch. 1)

UnattributedÞorsteins þáttr Austfirðings
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þorsteinn hét maður, austfirskur að ætt, ungur að aldri og
frálegur. Hann fór utan og ætlaði til Noregs og svo til Róms.
Hann fór til Danmerkur. En þá var það til tíðinda þar að
Magnús konungur hinn góði var þar og átti stórar
orustur jafnan.



Einn dag bar svo til að Þorsteinn fór veg sinn að hann sá
mann standa undir eik einni en fjórir sóttu að honum og
varðist maðurinn ágæta vel. Og það sýndist Þorsteini sem hann
mundi hafa ævar gott hjarta.



Þorsteinn mæltist við einn saman á þenna hátt: "Mun eigi
drengilegra að veita heldur lið þeim er einn saman er sér
heldur en hinum fjórum er í mót eru?"



Gengur að síðan og bregður sverði, höggur nú bæði stórt og
tíðum og drepur þrjá menn á lítilli stundu en hinn er fyrir
stóð áður drap einn. Þessi maður var unglegur og var í
silkihjúp undir brynjunni, fríður maður og þó mjög vígmóður.



Þá mælti Þorsteinn: "Hvað heitir maður þessi er eg hefi nú
lið veitt?"



Hann svarar: "Styrbjörn heiti eg, maður Magnúss konungs, og
var eg nú kominn heldur óvænlega áður en þú dugðir mér en
liðsmenn mínir hafa dreifst í skóginn en þú hefir komið mér
að miklu gagni svo að það er vandlaunað. Eða hvað er ráðs
þíns?"



Þorsteinn segir: "Eg em einn íslenskur maður og ætla eg suður
að ganga."



Styrbjörn mælti: "Muntu eigi hafa saltað suðurferðina?"



Þorsteinn mælti: "Vera má það en ef eg skyldi það gera þá
mundi eg helst vilja gera það fyrir sakir Magnúss konungs eða
hans manna."



Styrbjörn mælti: "Er þér vel til hans?"



"Stórigu vel," kvað Þorsteinn, "því að hann er ágætur
höfðingi og frægur um allt land."



Styrbjörn mælti: "Eg held ráðlegt að þú haldir fram ferðinni
því að hér var nauðsyn til. En vitja mín þá er þú kemur aftur
því að eg em jafnan með hirð Magnúss konungs."



Og síðan skilja þeir og fór Þorsteinn til Róms og kom aftur
um vorið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.