Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 28

Svarfdœla saga 28 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 28)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
272829

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Svo er sagt að Karl fær sér eina skútu og heldur suður með
landi þar til að þeir koma að einni eyju. Þar var Björgólfur
fyrir. Karl reri þar að skipunum og spyr hver réði fyrir.



Einn maður gekk út á vígið og sagði að sá héti Björgólfur
"eða hvað heitir þú?"



"Eg heiti Karl."



"Hvaðan ertu af löndum?" segir Björgólfur.



"Eg er af Íslandi," segir Karl.



"Hvert ætlar þú að fara?" segir Björgólfur.



Hann svaraði: "Eg hefi nú sótt mitt erindi er eg hefi þig
fundið og vildi eg ráðast í föruneyti með þér og afla mér svo
fjár."



Björgólfur tók við honum og gengur Karl á skip og setur
Björgólfur hann hið næsta sér. Þeir halda síðan í Suðurríki
og herja víða um landið og hafa sigur hvar sem þeir koma.
Þeir liggja tvo vetur í víkingu.



Það var einu sinni að Karl mælti við Björgólf: "Nú mun eg
létta hernaði og fara norður í lönd til áttjarða minna."



Björgólfur svarar: "Þú munt ráða en gjarnan vildi eg að við
skildum ei því eg hefi engan slíkan dreng reyndan sem þig."



Nú fara þeir báðir saman til Danmerkur og situr Karl þar um
veturinn. En um vorið kaupir Karl knörr einn og á einn allan
farminn. Og er hann var mjög búinn sér hann hvar tveir menn
ganga og leiddu konu í millum sín. Þar kennir hann kaupunauta
sína og Ingvildi og hékk annar trefill fyrir en annar á bak.



Þeir sögðu Karli: "Hér förum við með ambátt þá er þú seldir
okkur og höfum við engu kaupi verr keypt. Við börðum hana
aldrei svo að hún vilji vinna fyrir okkur og viljum við nú
gjarna selja þér hana aftur."



Karl sagði: "Eg vil og nú kaupa hana."



Hann taldi þeim nú jafnmikið silfur sem þeir fengu honum.
Hann leiddi hana til skips og lét gera henni laug og klæddi
hana góðum klæðum og gerði hana svo sæla sem þá hún var
sælust. Eftir það heldur hann til Íslands og kemur skipi sínu
í Svarfaðardalsárós og færir varnað sinn til Upsa. Bú hans
hafði þar staðið meðan hann var utan. Urðu menn fegnir mjög
hans heimkomu.



Þá er hann hafði heima verið um stund gengur hann til
Ingvildar og bregður sverði því sem hann hafði vegið með sonu
hennar og mælti: "Hvort er fagurt skarð í vör Skíða?"



Hún kvað það aldrei jafnfagurt verið hafa.



Karl reið til Hofs einn dag og hittir Ljótólf goða. Ljótólfur
fagnar honum vel og spyr hvert hann ætlar að fara.



Hann kveðst ei lengra fara mundu: "Vil eg nú taka við fé
mínu."



Ljótólfur svaraði: "Hefir þú eigi meðtekið áður og sest í
búið?"



Karl svaraði að engu væri eytt að svo búnu "og muntu nú
skipta af þínum hlut því eg veit að þú munt eiga búið að
helmingi eða meir."



Ljótólfur sagði: "Það þykir mér ráð að í vor sé skipt fénu og
vil eg að þú farir með sem þú eigir."



Karl sagði: "Það mun vera verða."



Þeir skilja nú við þetta og reið Karl heim til Upsa og sat
þar um veturinn með fjölmenni. Að liðnum vetri reið Karl til
Hofs og hittir Ljótólf. Hann spurði hvað Karl vildi.



"Eg vil að við skiptum fénu," sagði Karl, "og er nú óhægra en
næst er eg beiddi því eg hefi eytt miklu fé í kostnaði í
vetur."



Ljótólfur sagði: "Hvað ætlar þú fyrir þér ef fénu er skipt?"



"Eg ætla utan," sagði Karl, "því mér er lítt hent búið."



Ljótólfur mælti: "Hver skal þá hafa umboð þitt meðan þú ert
burt?"



Karl svaraði: "Þér hef eg ætlað ef þú vilt."



Ljótólfur sagði: "Þá þætti mér ei skipta þurfa. En kynlegt
þykir mér er þú vilt jafnan fá mér í hendur fé þitt því óvíst
er að eg verði jafn drengur í hvert sinn."



"Hversu sem það fer," sagði Karl, "þá mun eg þér mitt umboð
fá."



"Ei þarf þá að skipta," segir Ljótólfur og tekur hann við
umboðinu Karls í annan tíma.



Nú ríður Karl heim og lætur búa skip sitt.



En er hann var búinn leiddi hann Ingvildi fagurkinn til skips
með sér og voru skapsmunir hennar hinir sömu. Karl hélt í haf
og gaf vel byri og tóku Þrándheim. Var Karl þar um veturinn
en um vorið hélt hann til Svíþjóðar. Og er hann kom í einn
kaupstað kemur maður af landi ofan, mikill og illilegur, og
falar ambátt ef nokkur væri föl.



Karl sagði: "Eg hefi að selja og mun þér dýr þykja eða hvað
heitir þú?"



"Rauður heiti eg," sagði hann, "og mettu ambáttina."



Karl svarar: "Fyrir sex hundruð silfurs."



Og þessu kaupa þeir.



"Þykir mér því betur," sagði Karl, "sem þú gerir hana
vesalli."



Síðan gengur Rauður á land upp með hana en Karl fer í
kaupferðir til ýmsra landa og var þrjá vetur í þessari iðn.
Karl var um vetur í Noregi og fór um vorið í kaupstefnu
þangað sem Haleyri heitir.



Og einhvern dag gengur maður af landi ofan og leiðir eftir
sér konu svo nakta að aldrei beið á henni ríðanda ræksn. Hún
var alblóðug öll. Karl spurði með hvað hann færi.



"Þetta er ambátt, ill og aum, er eg keypti hinn fyrra dag en
þessi ambátt fer mjög að kaupum og þykist sá betur hafa er
lausa lætur en hinn er við tekur og vildi eg gjarnan selja
hana."



Karl mælti: "Hvað heitir þú?"



"Eg heiti Brynjúlfur."



"Þú munt gera ambáttina ódýra," sagði Karl.



Brynjúlfur sagði: "Ei nenni eg að selja hana með afföllum,
heldur mun eg kvelja hana til dauða."



Karl kaupir nú ambáttina og telur Brynjúlfi sex hundruð
silfurs en Karl leiðir hana til skips og var þar Ingvildur
fagurkinn. Hún lagði þá hendur um háls Karli og grét en það
hafði Karl aldrei áður séð að henni hefði nokkurs fengið hvað
sem að henni hafði borist. Karl lætur gera henni laug og fá
henni góð klæði. Þá gekk Karl til tals við hana og brá sverði
því hann hafði vegið með sonu hennar og spurði hvort fullt
væri skarð í vör Skíða. Hún sagði það aldrei fullt mundu
verða.



Karl sagði: "Þá mun eg af leggja héðan í frá og svo mundi eg
gert hafa ef þú hefðir þetta fyrr mælt. Skal eg nú færa þig
Skíða bónda þínum því eg veit nú hvar hann er niður kominn."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.