Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 27

Svarfdœla saga 27 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 27)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
262728

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá reið Karl vestur til Skagafjarðar og keypti skip í
Kolbeinsárósi að þeim manni er Bárður hét og gerði félag við
Bárð og réðst til skips þegar hann var búinn. Hann lét fara
með sér Ingvildi fagurkinn og gerði hann það til skapraunar
við hana en eigi fyrir ræktar sakir. Eftir það sigla þeir í
haf og komu að Þrándheimi. Bárður spyr hvað Karl ætlar fyrir
sér.



Karl svarar: "Eg vil afla mér fjár því langt er sumars eftir.
Ætla eg að halda til Danmerkur."



Bárður sagði: "Það líkar mér vel og vil eg fara með þér."



Þeir halda til Danmerkur og koma þar síð um haustið. Og er
þeir hafa skamma stund þar verið koma tveir menn af landi
ofan, miklir og illilegir. Og er þeir koma í kaupstefnu
spurðu þeir hvort nokkur maður hefði ambátt að selja þeim.
Karl spurði hvað þeir mundu við gefa.



"Það sem vill," segja þeir.



Karl sagði: "Á eg ambátt og mun ykkur dýr þykja og ei veit eg
hvort þið getið þjáð hana því hún er óvön verknaði."



Þeir segjast mundu það ábyrgjast "og met þú hana," sögðu
þeir.



Karl sagði: "Hún skal vera fyrir þrjú hundruð silfurs."



"Þess þyrfti," sögðu þeir, "að hún ynni mikið og vel, svo dýr
sem hún er og viljum við sjá hana."



Karl gengur á skip út og bregður sverði og spyr Ingvildi
hvort fullt væri skarð í vör Skíða. Hún sagði það aldrei
jafnfagurt verið hafa sem nú.



"Þá skaltu ganga á land með mér," sagði hann og tók í hönd
henni og leiðir hana og sýnir þeim ambáttina.



Þeir kváðust öngva ambátt jafnfagra séð hafa. Þeir töldu
honum nú silfrið.



Karl mælti: "Það vil eg skilja að kaupa hana þvílíku verði ef
mér sýnist."



Þeir sögðu: "Ekki muntu í raun koma um það og er það líkara
að vér sjáumst aldrei."



Síðan gengu þeir á land en hún sperrðist við og tók annar í
hár henni og leiddi hana en annar hafði svipu í hendi og
keyrði hana. Karl gengur til skips. Bárður spyr hvað hann
vildi að þeir legðu fyrir sig.



Karl sagði: "Hér munum við í vetur vera."



Bárður spyr að vori hvað Karl vildi að hafast.



Hann svarar: "Spurt hefi eg til víkings þess er Björgólfur
heitir. Hann hefir langskip og lið vandað. Þar vil eg fara í
sveit með honum og afla svo fjár og frægðar."



Bárður sagði: "Þá munum við skilja félagið því eg er enginn
hermaður."



Karl mælti: "Þú skalt fara með skip okkart sem þú eigir en er
við finnumst gerum við sem okkur sýnist."



Nú skiljast þeir góðir vinir og fer Karl leiðar sinnar.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.