Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 23

Svarfdœla saga 23 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 23)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
222324

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Ólafur kemur nú utan úr Ólafsfirði til Upsa og beiðir Karl að
synir hans mundu fara heim með honum því hann mæddist mjög
fyrir aldurs sakir. Fóru þeir nú heim með honum synir hans,
Þórður og Vémundur, og voru þeir ekki með Karli síðan.



Um vorið eftir bjuggu Austmenn skip sitt þar til þeir voru
búnir en Gunnar var að Upsum.



Það var einn morgun er þeir voru úti staddir, Karl og Gunnar,
og horfði Karl upp í himininn og fór annar litur í hann en
annar úr. Gunnar spurði hví hann væri svo litverpur.



Karl svarar: "Lítið bragð mun á því vera en fyrir bar
nokkuð."



"Hvað var það?" segir Gunnar.



"Eg þóttist sjá Klaufa frænda minn ríða í loftinu yfir mér og
sýndist mér hann á gráum hesti og dragnaði þar eftir sleði.
Þar þóttist eg sjá ykkur Austmenn mína og sjálfan mig í
sleðanum og skögðu út af höfuðin og get eg mig þá litum
brugðið hafa er eg sá þetta."



Gunnar sagði: "Ekki ertu svo mikill fyrir þér sem eg ætlaði.
Sá eg slíkt allt og hyggðu nú að hvort eg hefi nokkuð brugðið
lit."



"Ekki sé eg það," sagði Karl.



En þá er þeir ræddu þetta þá kvað Klaufi í loftinu:



Mikið mun mönnum þykja,

margur sér þar til bjargar,

svo greiðist, lok lýða,

langr heimfjötur þangað.

Koma mun sáð um síðir,

síð hygg eg að það líði,

jafnt læt eg við ský skrimta

skin grams og ríð framsi

og ríð framsi.


Og enn kvað hann:



Kól aldregi Ála

éldrauga ske vélum,

beit á seggja sveitum,

svimm eg nú við ský grimmum,

svimm eg nú við ský grimmum.


Og þá mælti hann svo að þeir heyrðu báðir: "Heim ætla eg þér
með mér í kvöld Karl frændi."



Þá mælti Gunnar að þeir mundu til skips um daginn.



Karl mælti: "Ekki er annt um það því ekki er byrlegt."



Gunnar lét ekki letjast.



Karl gekk til Þorgerðar konu sinnar og sagði henni: "Nú mun
eg flytja Austmenn mína til skips í dag en eg mun segja þér
hversu hátta skal ef eg kem ei heim í kvöld því ei veit
hverju heilli heiman fer."



Hann sagði henni fyrirburðinn.



"Nú verði svo að eg látist þá vil eg að þú færir byggð þína
upp á Grund og hefir mér allt þyngra fallið síðan eg fór
þaðan. Eg vil láta færa mig yfir á þá er hér er út á
ströndinni ef eg læst á fundi okkrum Ljótólfs. Þykir mér þar
gott tilsýni er skip sigla út eða inn eftir firðinum. Eg vil
og að þú látir heita eftir mér ef þú átt svein því þú ert ei
heil kona og vænti eg að nokkur heill fylgi."



Þorgerður svaraði: "Gjarnan vildi eg að þú færir hvergi og er
mér ekki að skapi fyrirburður sjá."



Karl svaraði: "Ekki verður að gert. Svo verður að vera sem
vera vill."



Og eftir það búast þeir heiman Gunnar og Karl, Svarthöfði og
Ögmundur. Tveir voru Austmenn aðrir en Gunnar, og Karl var
við hinn sétta mann. Og er þeir komu ofan á hólana fyrir
sunnan Brimnessá og til dælar þeirrar er ofan er og suður er
frá ánni þá spretta þar upp fyrir þeim þrír tigir manna og
var þar Ljótólfur. Tekst þar bardagi mikill og harður.



Þá mælti Ljótólfur: "Grið viljum vér gefa Austmönnum."



Gunnar svaraði: "Annaðhvort munum vér hafa grið allir eða
engi."



Og er þeir höfðu barist lengi þá geta þeir gert Karl fráskila
sínum mönnum og sækja sjö menn en hann hörfar undan þar til
er hann kom til Hyltinganausta. Þar felldi hann þá alla er
hann sóttu. Og þá kom Skíði að við tólfta mann. Karl hljóp
upp á naustið.



Skíði mælti: "Það er vel Karl að við höfum hér fundist."



"Eigi lasta eg það," sagði Karl, "og kann eg drengskap þínum
að því að þú munt vilja sækja einn að mér og er það þá nokkur
frami en ef þú sækir mig með fleiri mönnum þá þykir mér þú
ekki enda skildagann við Ingvildi, þann er þú hést þá er þú
fékkst hennar, og þykir mér því að eins fullt skarðið í vör
þinni ef þú berð einn af mér."



Skíði mælti: "Njóta mun eg nú liðsmunar og mun nú verða að
leggja til slíkt hver sem sýnist. Kalli sá fullt skarð Skíða
sem það vill en sá öðru vísu er það vill mæla."



Nú veita þeir Karli atsókn en hann verst vasklega. Er svo
sagt að hann Karl vegur þrjá menn Skíða en særir flesta þá
sem eftir voru. Þeir Skíði létta nú ei fyrr en þeir drepa
Karl.



Þeir Ljótólfur og Austmenn berjast í öðrum stað og falla þeir
fyrir Ljótólfi allir og svo Svarthöfði og Ögmundur
fylgdarmenn Karls. Það er sögn manna að hálfnað hafi lið
Ljótólfs. Og eftir það fer hann heim.



Og er þetta fréttist til Upsa þá lætur Þorgerður færa Karl og
Austmennina upp til Karlsár og voru þar lagðir í skip og fé
mikið með þeim og því heitir þar að Karlsá síðan.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.