Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 2

Svarfdœla saga 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 2)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þessu næst er það sagt að Þórólfur kom heim í land til föður
síns með mikinn fjárhlut og margar gersemar og gerði faðir
hans veislu í móti honum með svo marga menn sem honum þótti
sinn sómi meiri en áður. Nú fór Þórólfur heim með föður
sínum.Það var síð um kvöld. Gekk hann inn einn saman því honum voru
göng kunnig. En leið hans lá um eldhúsið þar Þorsteinn bróðir
hans lá í. Í þann tíma dags var Þorsteinn vanur að leggjast
til svefns. Þórólfur gengur nú um eldahús. Þorsteinn lá í
milli setstokkanna. Þórólfur gekk að og ætlaði trédrumb vera.En þar barst svo að að hann lá fallinn um Þorstein og hraut á
öskuhauginn öðrumegin en Þorsteinn skellti upp, hló og þá
mælti Þórólfur: "Til ills höfum vér þig upp dregið er þú
hlærð að óförum vorum.""Djarfur ertu," sagði Þorsteinn, "að þú krytur um þó að þú
hafir fallið um fót mér þar sem eg get ei þótt þú farir með
eign okkra alla og hafir sem þú eigir. Skaltu það vita að mér
þykir þú einn eyða því sem við eigum báðir og kaupir þér með
því orðlof og vinsæld."Þórólfur sagði: "Vittu það fyrir víst að eg vildi gefa minn
eyri til og risir þú upp úr fletinu og færir á brott úr þessu
húsi."Þorsteinn sagði: "Seint ætla eg mig fyrirláta húsið fyrir því
að ekki fæ eg mér æðri athöfn en liggja hér í fletinu."Þórólfur sagði: "Það vildi eg að þú gerðir fyrir mín orð og
skal eg þér því meiri vera sem eg á meira kosti en aðrir
frændur þínir ef þú lætur að orðum mínum."Þorsteinn sagði: "Engi þökk get eg að föður þínum sé á
fleipri þessu en mér lítil því mér er meiri von að hann
gjaldi þér fjandskap fyrir því að hann vill mig ei sinn
frænda láta kalla fyrir ástleysis sakir við mig."Þórólfur sagði: "Engu þykir mér varða hvort honum þykir vel
eða illa fyrir því að mér þykir ekki undir hvort eg er hér
lengur eða skemur. Hinu mun eg heita sem eg skal efna að við
þig mun eg aldrei skilja meðan við lifum báðir."Þorsteinn sagði: "Von þykir mér bróðir að þú munir það efna
er þú heitir fyrir því að þú ert reyndur að drengskap. En þó
vil eg fyrir skilja um það mál ef við kaupum saman.""Hvað er það?" segir Þórólfur. "Eg mun til vinna flest það er
þú beiðir ef þú gerir nú minn vilja."Þorsteinn sagði: "Kynlegt mun þér þykja hvers eg beiði. Vil
eg einn ráða ef okkur skilur á jafnan."Þórólfur sagði: "Kynlegs hlutar beiðist þú frændi og þykir
mér það meiri vandi en virðing. En þó vil eg það gjarna til
vinna að þú mættir sæmdarmaður verða.""Svo er þó," segir Þorsteinn, "að eg hygg mig það mæla meir í
þína þörf en mína og munum við nú þessu kaupa ef þú vilt
þessu játa. En grunur er mér á að þú munir þetta ei efna þá
mér þykir mestu máli skipta."Þórólfur sagði: "Ei ætla eg að vanvirða svo orð mín því það
hefi eg aldrei gert áður.""Hversu sem það fer," segir Þorsteinn, "þá munum við nú þessu
kaupa."Hann tekur þá upp hnakk sinn og gengur út með og brýtur í
sundur, segir að ei skal konum gagn að verða. Þórólfur gekk
til móður sinnar og bað hana kerlaug gera. Hún spurði hvað
skyldi.Þórólfur sagði: "Þorsteinn son þinn rís nú upp úr fletinu og
vill hafa kerlaugina.""Góðu heilli," sagði hún.Og nú færir hún Þorstein af klæðum, vararvoðarstakki og
hökulbrókum þeim er hann var vanur í að vera. Var honum nú
þvegið og kembt hár hans og skorið. Kom Þórólfur nú með klæði
og bað hann í fara. Klæddist Þorsteinn nú skjótt. Eftir það
tók Þórólfur af sér seilamöttul, það var skarlatsmöttull og
undir gráskinn, og lagði yfir Þorstein. En er hann stóð upp
tók hann honum ei meir en á bróklinda. Tók hann þá af sér
skikkjuna og bað hann sjálfan með fara en bað hann fá sér
aðra yfirhöfn þó hún væri ei jafngóð. Þórólfur fékk honum þá
eina loðkápu og bað hann í fara. Hann steypir yfir sig
kápunni og var hún hvorki síð né of stutt. Þá tók Þórólfur af
sér sverð og gaf honum. Það var góður gripur og vel búið.
Þorsteinn tók við sverðinu og brá þegar, tók blóðrefilinn og
dró saman milli handa sér svo uppi lá blóðrefillinn við
hjöltin. Þá lét hann aftur hlaupa og var þá úr allur
staðurinn.Seldi hann þá Þórólfi aftur sverðið og bað hann fá sér annað
vopn sterkara "og skal mér ekki sneis þessi."Þórólfur tók við sverðinu og þótti spillt, bað hann þá ganga
til vopnakistu sinnar um morguninn og kjósa þar af það vopn
er honum þætti vænlegast. Eftir það gengu þeir til borðs og
settist Þórólfur næst föður sínum en Þorsteinn á aðra hönd
honum. Þorgnýr sér þá bræður og lætur síga brún á nef og
kvaddi Þorstein engu en Þórólfur orti orða á hvern mann og
var hinn kátasti.En um morguninn gengu þeir bræður til vopnakistu Þórólfs og
fann Þorsteinn þar bolöxi þá er honum þótti við sitt skap
vera og færir hana á breiðöxarskaft, gekk síðan til lækjar og
hvatti hana. Þessa öxi bar hann síðan að vopni.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.