Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 5

Svarfdœla saga 5 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 5)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
456

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Þá er ljóst var um morguninn lagði Þorsteinn farm sinn og lét
greiða atróður og sagðist vilja tala með víkinga. En er þeir
komu að þeim stóð upp maður á drekanum og gekk út á borðið.
Sá var í rauðum skarlatskyrtli og heklu blá yfir sér,
hlaðbúna húfu á höfði. Sá kallaði á drekanum og spurði hver
þar gerði svo gildan atróður.



Þorsteinn sagði til sín "eða hver spyr að?"



"Sjá heitir Ljótur," sagði hann.



"Það er vel," segir Þorsteinn, "að við höfum hér fundist því
að þín hefi eg lengi leitað."



Ljótur mælti: "Hvað hefur þú mér nú hugað? Hefi eg þig eigi
séð fyrri en heyrt hefi eg þín getið."



Þorsteinn sagði: "Skjót eru erindi við þig. Eg vil gera við
þig félag."



Ljótur spurði: "Hversu er félagsgerð sú?"



"Skjótur er kostur," sagði Þorsteinn. "Þú skalt ganga á land
upp og hafa vopn þín og klæði en menn þínir í skyrtu og
línbrókum."



Ljótur sagði: "Ójafnlegur kostur líst mér þessi eða hver er
annar?"



"Sá er annar," sagði Þorsteinn, "að við skulum berjast."



Ljótur sagði: "Hvar er liðskostur sá er þú hefir til þess að
þú megir mér slíka afarkosti gera?"



"Hér er liðskostur sá er eg hefi," sagði Þorsteinn, "þessi
tíu skip."



Þá brosti Ljótur og mælti: "Allólíklegt þykir mér þetta og
vil eg miklu heldur eiga bardaga við þig en láta fé mitt svo
skammsamlega."



"Þá leggi fram skip öll," sagði Þorsteinn", móti mínum
skipum."



Ljótur sagði: "Ei uni eg við þann kost að láta fleiri skip
til en þú því það hef eg aldrei fyrr gert heldur hef eg
jafnan haft færri skip og hefi eg þó sigur haft."



Þorsteinn sagði: "Eigi þarftu að spara mig til þess."



Ljótur sagði: "Ei mun eg þó fleiri fram leggja en jafnmörg en
ef þú vilt berjast við liðsmun þá mun eg láta annað til þá
annað er hroðið meðan til eru."



"Svo skal vera," sagði Þorsteinn.



Brugðu þeir nú tjöldum og leggja saman skipum sínum tíu
hvorir. Tóku þeir til bardaga. Gekk fyrst grjóthríð mikil af
skipum Þorsteins en hver steinn er Þorsteinn sendi gekk
annaðhvort í gegnum skipin eða hafði mann. Börðust þeir nú
þann dag allan en frá lyktum er það að segja að þá hafði
Þorsteinn hroðið fjórtán skip af Ljóti en Ljótur fimm af
Þorsteini og margir mjög sárir en sumir drepnir. Voru þá sett
grið í millum þeirra til morguns.



Ljótur bað Þorstein burtu færa öll þau skip sem hann hafði
fengið um daginn af honum "og ertu svo frækinn maður að engi
hefur mér svo á bug ekið sem þú og mun engi þér þetta til
ámælis leggja."



Þorsteinn sagði: "Eftir munu þó enn gripir góðir nokkurir á
drekanum og ætla eg annaðhvort að eignast allt eða liggja hér
eftir."



Ljótur mælti: "Dulinn ertu að þér að þú hyggur að vinna
drekann með fimm skipum þar sem mér þætti mitt vænna þó að þú
legðir að með tíu skip og fýsi eg þig frá að leggja."



Þorsteinn sagði: "Sé eg að þú þorir ei að berjast við mig og
far þú leið þína og ber níðingsorð hvar sem þú ferð."



Ljótur sagði: "Verra beiðist þú en þú átt kosti enda skaltu
það hafa að þú liggir hér eftir áður annað kvöld komi ef eg
má ráða."



Fór Þorsteinn nú til lands með skip sín og tjalda yfir sér og
bundu sár sín, gengu síðan til borðs eftir það.



Þá mælti Þorsteinn: "Ei munum vér í kyrrðum mega sitja í nátt
ef vér skulum geta unnið drekann á morgun. Skulum vér leggja
að eyju þeirri sem hér er nær oss. Hún er skógi vaxin. Vér
skulum höggva stór tré og fella á annað borð drekanum. Get eg
að hann hallist við og má vera að vér komumst þá upp á
drekann."



Og nú gera þeir svo og leggja að drekanum og veita harða
atsókn. En er þeir höfðu fellt viðuna á drekann þá hallaðist
hann eftir en þeir á drekanum skutu skjaldborg. Nú fór sem að
Þorsteinn gat að þeir gengu á annað borð drekans, þeim megin
sem sóknarinnar var að von. Lét þá skipið eftir. Var nú ei of
hátt að vega.



Það er sagt að Þorsteinn komst fyrst upp á drekann og
Þórólfur bróðir hans. Tókst nú harður bardagi af
hvorumtveggjum. Þá kastaði Þorsteinn öxi sinni og þótti hún
of seinfeng til vopns en liðsmunur mikill. Greip hann þá
ásstubba einn og barðist með. Þórólfur bróðir hans gekk fram
á aðra hönd honum og hlífði þeim báðum því Þorsteinn sá fyrir
engu öðru en drepa allt sem fyrir verður. Þeir börðust allt
til kvölds. Var Þorsteinn nú kominn aftur að lyftingu. Ljótur
sér nú hvar komið var og fleygir frá sér sverðinu til þeirra
bræðra en ætlar að steypa sér útbyrðis og sér þá ei
undanbragð annað. En Þorsteinn lýstur hann niður við
skipborðinu með ásstubbanum svo hart að höfuð og herðar féll
útbyrðis en fótahluturinn inn í skipið. Þá var svo myrkt af
nótt að hvorki mátti ryðja skipið blóði né búkum. Þá
svipaðist Þorsteinn um og sá ei fleiri menn upp standa af
liði sínu en tólf og eftir það reru þeir til lands og ætluðu
til herbúða sinna.



En er þeir voru skammt frá ströndu komnir þá tók Þórólfur til
orða: "Nú mun eg gera lykkju á leiðinni og nenni eg ei að
ganga lengra."



Þorsteinn sagði: "Ertu sár bróðir?"



"Ekki dyl eg þess," sagði Þórólfur, "því að þá er Ljótur
kastaði sverðinu stefndi hann á þig meir og brá eg við
skildinum og var eg þá ber fyrir og bar sverðið að kviðnum
fyrir neðan bringspölu og hljóp á hol svo út féllu iðurin.
Sveipaði eg þá að mér klæðunum og svo hef eg gengið síðan.
Mun nú og lokið minni göngu."



Þá sagði Þorsteinn: "Þá hefir farið sem eg gat að annar hvor
okkar mundi eigi aftur koma og vildi eg hafa gefið til mikið
að við hefðum för þessa aldrei farið."



Þórólfur sagði: "Ekki má nú sakast um það fyrir því að engi
getur komist yfir sitt skapadægur og þykir mér betra að deyja
við góðan orðstír en lifa við þá skömm að hafa ei fylgt þér,"
sagði hann, "en þó vil eg biðja þig bænar ef þú vildir veita
og kennir það metnaðar."



"Hvað er það frændi?" sagði Þorsteinn.



Þórólfur sagði: "Það mun eg segja þér. Mér þykir nafn mitt ei
til lengi hafa uppi verið og mun það falla niður sem sina og
mun mín að engu getið þegar þú ert liðinn. En eg sé að þú
munt auka ætt vora og lifa langan aldur. Muntu verða hinn
mesti heillamaður. Vildi eg ef þér yrði sonar auðið að þú
létir Þórólf heita en allar þær heillir sem eg hefi haft vil
eg honum gefa fyrir því þá vænti eg að mitt nafn muni uppi
meðan heimur er byggður."



Þorsteinn sagði: "Þetta vil eg veita þér gjarna því eg vænti
að það sé vor sæmd og góð heill mun fylgja nafni þínu meðan í
vorri ætt er."



Þórólfur mælti: "Nú þykist eg hafa beitt þess sem mér þykir á
liggja."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.