Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 9

Svarfdœla saga 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 9)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
8910

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Þorsteinn tekur nú við sverðinu og reið Moldi þá að með flokk
sinn og mælti: "Eigi hefir svo tekist fyrr að eg hafi orðið
seinni á þetta leikmót en aðrir heldur hefir hitt verið að eg
hefi orðið nokkrum mönnum skjótari."Þorsteinn sagði: "Því seinna skaltu í burtu komast sem þú
komst síðar" og sprettur upp eftir það.Jarl bauð að halda skildi fyrir Þorstein en hann sagði að
enginn mann skyldi sig í hættu hafa fyrir hann: "Mun eg
sjálfur bera skjöld minn."Síðan gengu þeir þar til sem þeir skyldu berjast og kveðst
Moldi mundi segja upp hólmgöngulög "því eg hefi á þig skorað.
Sínum feldi skal hvor okkar kasta undir fætur sér. Skal hvor
standa á sínum feldi og hopa ei um þveran fingur. En sá sem
hopar beri níðingsnafn en sá sem fram gengur skal heita
vaskur maður hvar sem hann fer. Þrem mörkum silfurs skal sig
af hólmi leysa sá er sár verður eða óvígur."Þorsteinn sagði: "Þó þar liggi við sex merkur heldur en þrjár
þá þykir mér því betur sem eg tek meira.""Ekki er þér því heitið," sagði Moldi, "fyrir því að eg hefi
það oftar átt að taka en gjalda."Þorsteinn sagði: "Eigi mun nú svo þó."Nú kasta þeir feldum undir fætur sér og ganga þar á."Það er vandi vor," segir Moldi, "að þrjá skjöldu skal taka
hvor og hlífa sér með ef höggnir verða eða hversu er sverð
það er þú ætlar að vega með?"Þorsteinn seldi honum sverðið en hann tók við og brá því.Hann mælti: "Hversu komstu að sverði Ljóts hins bleika bróður
míns?"Þorsteinn sagði: "Ljótur sendi þér kveðju á deyjanda degi og
það með að honum þótti þú líkastur til að hefna hans."Moldi sagði: "Segir þú mér líflát Ljóts bróður míns og að þú
hafir verið hans skaðamaður?""Ekki má þess dylja," sagði Þorsteinn, "og muntu nú vilja
hefna hans og fresta eigi lengur."Moldi sagði: "Mér þykir mikill skaði að drepa svo vaskan
mann."Þorsteinn sagði: "Það er þó satt að segja að eigi má geta
til. Það var sagt að þú kynnir ekki að hræðast, hver ógn sem
þér væri boðin. Nú skil eg að þú vilt bera bleyðiorð fyrir
mér hvar sem þú ferð.""Ei skaltu þess bíða," sagði Moldi, "og högg nú þegar því mér
er annt að drepa þig síðan þú vilt ekki annað en deyja."Þorsteinn hjó til hans með sverði og klauf skjöld hans allan
niður í mundriða. Moldi hjó í móti til Þorsteins og klauf
skjöld hans ...
(Eyður eru í söguna og hafa afritarar fyllt í þær á ýmsa
vegu. Hér eru tvær fyllingar í þessa eyðu, hin fyrri er í
handritinu Ny kgl. sml. 1714 4to.)
... og svo gekk lengi dags að ei sá fyrir hvors hlutur lægri
yrði. En þó um síðir varð sá endir á þeirra einvígi að Moldi
féll með öngvum góðum orðstír en Þorsteinn gekk til hallar og
þakkar jarl honum þennan sigur með mörgum fögrum orðum og
virti hann nú miklu framar en áður og var Þorsteinn þar um
hríð í miklu eftirlæti hjá jarli.
(Elsta handrit hinnar síðari er AM 402 fol.)
Taka þeir nú aðra skildi. Höggur þá Þorsteinn með sverðinu
jarlsnaut en Moldi ætlar að slá við flötum skildinum.
Þorsteinn sér það, lætur því hendur síga svo höggið kemur á
utanverðan fótinn og tekur af kálfann, ökklann og jarkann.
Hopar nú Moldi út á feldarskautið svo hann hallast við. Í því
slamrar Þorsteinn á háls Molda svo að hausinn fauk af. Varð
þá óp mikið af jarli og hans mönnum en þegar fylgjarar Molda
sjá fall hans vilja þeir undan halda en jarl biður menn að
láta þá ekki ná undanhlaupi. Voru þeir þar allir drepnir nema
einn sem Þorsteinn kúgaði til sagna hvar fólgið væri fé
Molda. Var það heilmikill auður því Moldi hafði verið mikill
hólmgöngumaður og hinn mesti ræningi. Féll þetta fé undir
Þorstein því jarl vildi ekkert af hafa. Þakkaði hann
Þorsteini sigur þenna og frelsi sem unnið hafði sér og dóttur
sinni. Varð nú Þorsteinn mjög frægur af þessu öllu. Halda
síðan heim til hallar. Lætur jarl stofna til ágætrar veislu
og drekka hana glaðir.


sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.