Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 12

Svarfdœla saga 12 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 12)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
111213

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Í þenna tíma kom sá maður í dalinn er Grís hét og fyrr var
getið. Hann var nýkominn út og fer hann til vistar með
Ljótólfi frænda sínum og var þar um veturinn. Um vorið fór
hann til Steindyra og setti þar bú saman og hafði mjög
skapast um byggðir síðan meðan hann hafði burtu verið. Urðu
flestir að leita til vináttu þar sem voru aðrir hvorir,
Þorsteinn eða Ljótólfur.



Nú leitar Grís þar til sem Þorsteinn er en hann tekur honum
ekki fljótt en sagði þó ef Grís kynni hóf sitt að hann mundi
ekki amast við byggð hans "en þó er mér lítið um byggð frænda
Ljótólfs þessu megin ár."




(Hér er eyða, líklega ekki stór.)



Grís var vel til Ásgeirs rauðfelds.



Ásgeir hafði selför það sumar ... hafði kona hans þar umsýslu
bús og smalaferðar.



Sá atburður varð að hún varð léttari í smalaferðinni og fæddi
sveina tvo í Vatnsdalshólmum þeim er Víðihólmar hétu. Heim
kom hún með sveinana um kvöldið og tók Ingvildur dóttir
hennar með þeim og vann sveinunum og fann að öðrum blæddi og
hafði þar komið við króklykill er hún hafði haft á sér.



Það varð henni á munni er hún sá þetta: "Sjá ben markar
spjóti spor."



Þessir sveinar vaxa þar upp og hét sá Þorleifur er benina
hafði fengið en hinn Ólafur.



Eftir þetta fer Grís af landi burt og var um veturinn í
Þrándheimi. En eftir um vorið bjó hann skip sitt til Íslands
og gekk honum ei lengra en út til Niðaróss og lá þar um
stund. Kona kom til fundar við Grís og hafði tvö börn
meðferðar og beiddi Grís að hann mundi flytja börnin til
Íslands.



Hann sagði: "Hvað eiga börnin þar?" segir hann.



Hún kvað móðurbróður barnanna í því héraði sem hann átti bú
"og heitir Þorsteinn svörfuður."



Grís mælti: "Hvað heitir þú?"



"Eg heiti Þórarna."



"Ei mun eg það gera vitnalaust," sagði Grís.



Hún vatt þá undan yfirhöfn sinni kefli og seldi honum. Voru
þar á mörg þau orð er kennd voru Þorsteini svörfuði.



"Frekur mun þér eg þykja til fjár," sagði Grís.



"Mæl og slíkt er þú vilt," sagði hún.



"Fjögur hundruð silfurs," sagði hann, "af allgóðu silfri og
skaltu þó sjálf fylgja börnunum."



"Þess er ekki að leita að eg fylgi þeim en greiða mun eg fé
það sem þú beiddir."



Og þá sagði hún honum nöfn barnanna og hét sveinninn Klaufi
en mærin Sigríður.



Grís mælti: "Því ertu svo dáleg orðin af svo góðum ættum?"



Hún sagði: "Eg var hertekin af Snækolli Ljótssyni og hann á
börn þessi við mér. Síðan rak hann mig frá sér nauðga."



Þegar gaf Grísi byr er hann hafði börn þessi í skip tekið og
sigldi til Íslands í sama ós sem hann var vanur. Og þegar
hann var landfastur færði hann af hendi bæði börnin svo
engvir vissu fyrir hans komu. Á því kvöldi kom hann á Grund
til Þorsteins og tók hann forkunnar vel við honum og kom það
mest til að Karl son hans hafði utan farið á því méli er Grís
hafði utan verið og vildi hann spyrja að ferðum hans. Grís
var fár heldur. Þorsteinn spurði hvort hann hefði þyngd
nokkra.



Grís sagði að honum kvaðst ei þykja örvænt að honum þætti
nokkuð að um tiltekjur hans "því eg hefi flutt hingað
systurbörn þín tvö."



"Hversu má það vera?" sagði Þorsteinn, "og geng eg ekki við
frændsemi þeirra vitnalaust."



Þá sýnir Grís honum keflið og kennir Þorsteinn þar orð sín þó
langt hafi verið síðan.



Hann sagði þá: "Lítið mun eg að þessu gera kvöldlangt en við
mun eg ganga frændsemi barna þessara."



Um morguninn er þeir sátu undir borðum bað Þorsteinn færa sér
börnin og gerði hann meyjunni þann þykk að hún grét þegar en
sveininn lék hann miklu harðara og þagði hann.



Grís mælti: "Nú þykir mér sem þú hafir við gengið frændsemi
barnanna."



Þorsteinn mælti: "Þér ætla eg börn að annast og fulla fúlgu
með. Eg mun láta fylgja meyjunni tuttugu hundraða en með
sveininum fjóra tigi hundraða."



Grís sagði: "Því gerir þú svo mikinn mun barnanna?"



Þorsteinn sagði: "Kjós við þig og annast hvort þú vilt."



Þá steypti Þorsteinn silfri úr sjóði en Grís taldi sér fjóra
tigi hundraða. Þorsteinn lýsir kaupi með þeim undir votta og
bað Grís ábyrgjast fyrir Klaufa orð og verk. Grís kvaðst
vildu þrælka Klaufa. Þorsteinn kvað það vel vera ef hann kæmi
því við. Fer Klaufi heim með Grís. Var hann þá tvævetur en
Sigríður fjögurra.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.