Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 15

Svarfdœla saga 15 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 15)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
141516

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á þessu sumri bjó Grís skip sitt til utanferðar.



Klaufi spurði: "Hver skal hér fyrir búi sjá meðan?



Grís mælti: "Þér hef eg það ætlað," sagði hann.



"Ei ætla eg það þó," segir Klaufi, "því eg vil utan með þér."



Grís fer nú og hittir Þorstein svörfuð og spyr hversu með
slíku skal fara.



Þorsteinn segir: "Það legg eg til að þú flytjir hann því hann
á alla kynslóð austur þar. Þætti mér af því líklegt að hann
mundi ekki fýsast út hingað."



Grís tók þessu vel og varð Klaufi í ferð með honum.



Þorsteinn bað þá frétta af Karli syni hans "því langan tíma
hefur ekki frést til hans."



Nú héldu þeir skipi til hafs og komu til Þrándheims. Var Grís
þar um veturinn en um sumarið bjó hann skip sitt til Íslands
og gekk ei lengra en til Niðaróss, lögðu síðan út undir
Sólskel og gaf næst byr af útnorðri og mælti Klaufi með
allillu skapi að þeir mundu sigla suður með landi.



Grís sagði að afglapi sá skal ekki því ráða "að eg sigli svo
langt afleiðis."



Klaufi svaraði: "Svo skal sigla sem eg vil eða siglir þú
aldrei héðan lífs."



Og Klaufi varð að ráða og sigla nú suður með landi þar til
þeir koma að einum hólmi. Þar lágu tvö skip og voru öngvir
menn á. Þeir hlupu upp á annað skipið.



Klaufi mælti: "Segðu Grís hver skipi þessu hefur stýrt því
hér eru rúnir þær er segja."



Grís kvaðst ei vita það.



"Þú veist það," sagði Klaufi, "og skaltu verða að segja."



Nú verður Grís að segja hvort hann vill eða ei en svo segja
rúnir: "Karl réð þá skipi að rúnar voru ristnar."



Hljóp Klaufi þegar í bát og reri að landi. Svo var hann þá
reiður að hann rak öxi sína í jörð niður svo stóð á hamri. Þá
reif hann upp mikla kylfu svo að öngvum sýndist hún vopnhæf
nema honum einum. Þeir heyrðu þá mannamál mikið og komu þar
að að tólf menn voru bundnir en fjöldi manns var þar hjá og
leystu menn úr böndum og var hver höggvinn sem leystur var.
Þeir menn sem í böndum voru var Karl hinn rauði og hans
félagar. Einn maður gekk mest að berbrynjaður að höggva
fólkið. Hann reiddi sverð um öxl, alleigulegt. Þar sneri
Klaufi að þeim manni og spurði hver hann væri. Sá maður
svaraði allstórmannlega og kvað hann það engu skipta. Klaufi
sneri að honum og barði á báðar hendur ... allvel að hlaupa.
Fer Atli nokkura hríð. Svo hét víkingur sjá er barist hafði
við Karl.



En þá er Klaufi náði til hans þá hlífði hann honum ei heldur
en öðrum og gekk af honum dauðum, tók síðan sverðið og hjó á
tvær hendur allt til þess er Grís kallaði hátt og mælti:
"Klaufi, Klaufi, kunn þú hóf þitt."



Þá gerðist Klaufi svo óknár að hann gat ei valdið klumbu
þeirri er áður barði hann með. Þeir Karl voru nú leystir.
Varð þar mikill fagnafundur.



Um vorið eftir fara þeir Grís og Klaufi í hernað og eru í
víkingu þrjú sumur og fengu jafnan sigur. Og þá er þeir
leggja af hernaðinn halda þeir til Noregs og sigla í
Þrándheimsmynni og eru þar svo um veturinn.



En um vorið búa þeir Klaufi skip sitt til Íslands og fóru á
því skipi Karl og Ögmundur. Koma þeir í þær stöðvar sem þeir
Grís áttu vanda til og lögðu skipið undir Melshöfða og fóru
allir heim á Grund og fengu þar góðar viðtökur.



Þá mælti Grís til Þorsteins: "Misjafnt verða farir til
manna."



Klaufi mælti: "Kenn þú þér það ekki skræfan er þú veldur engu
um en Karl má þar nokkuð af segja með hverjum atburðum hann
er heim kominn."



Karl sagði sem farið hafði. Þorsteinn þakkaði Klaufa frænda
sínum.



Vel samir að segja frá yfirlitum Klaufa. Hann var þverrar
handar og fimm alna hár. Armleggi hafði hann bæði langa og
digra, kinnur miklar og þreklegar greipur. Hann var úteygður
og ennisbrattur, mjög munnljótur og neflítill, hálslangur og
hökumikill, skolbrúnn og skarpleitur, lágu hátt kinnarbeinin.
Manna var hann svartastur, bæði á brýn og hár. Hann var
opinmynntur og skögðu tvær tennur fram úr höfðinu og allt var
hann að áliti sem hann væri krepptur og knýttur.



Nú fara þeir heim Grís og Klaufi og er hann nú átján vetra.



Þenna vetur bar ekki til tíðinda nema það að maður kom til
Hofs eitt kvöld sá er Skíði var nefndur. Hann hafði stokkið
undan annars manns ánauð, þess er Þorgrímur hinn grái hét.
Hann bjó á Óslandi í Skagafirði. Skíði bað Ljótólf veita sér
traust nokkurt. Ljótólfur kvaðst mundu veita honum fyrir
sakir Una frænda síns. Skíði bar þræls nafn. Ei bar hann það
nafn af því að hann hefði til þess ætt eða eðli. Hann var
manna mestur og fríðastur. Ljótólfur skipaði hann fyrir
verkstjóra og mannaforræði.



Um vorið eftir kom Þorgrímur vestan með þrjá tigi manna að
vitja þessa manns og sömdu þeir Ljótólfur svo og Þorgrímur að
Ljótólfur galt fé fyrir það hann hafði haldið Skíða um
veturinn og kölluðust sáttir og hafði Þorgrímur með sér
þrælinn að sinni því að Ljótólfur hafði fámennur heima verið.
Þá koma sex tigir manna til móts við Ljótólf og snýr hann þá
málinu öllu til heimsóknar. Þetta voru ráð Hrólfs nefglitu og
krepptu þeir svo að Þorgrími að hann varð að selja Ljótólfi
sjálfdæmi og lét laust bæði féð og þrælinn og fór heim við
það.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.