Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 13

Svarfdœla saga 13 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 13)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
121314

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú verður þess að geta hversu Ljótólfur lét laust skipið
fyrir Karli það sem þeir áttu báðir saman. En skip það hafði
gert verið uppi í Tungunni og var þar höggvinn viðurinn því
þar var skógur þykkur. En til kjalarins var höfð eik sú er
stóð niðri í Eikibrekku fyrir ofan Blakksgerði, og færðu
eikina í síki það sem suður er og ofan frá Grund og lá hún
þar þá vetur og er það kallað Eikisík síðan en skip það var
kallað Íslendingur. En er skipið var algert var það fært ofan
eftir ísum um veturinn gegnt Hofi og létu þar standa skipið
og skorðuðu. Heitir þar Skorðumýr síðan og á því skipi hefir
Karl utan farið.



Sá maður var á vist með Ljótólfi er Þórður fangari hét.



Ekki hefir gerst til tíðinda í dalnum síðan Klaufi kom og til
þess nú er komið sögunni og er Klaufi nú á ellefta vetur.



Það varð til nýlundu að Þórður fangari bauð Klaufa til glímu
með ragmæli og var sá maður sendur til Klaufa með rúnakefli
er Heklu-Skeggi hét en Skeggi var vinur Klaufa. Hann tók við
keflinu og varðveitti. En um morguninn kallar Klaufi til öxar
við Grís og fékk ei fyrr en hann ógnaði honum til. Þá fer
hann á Grund og réðst um við Þorstein frænda sinn hvort hann
skyldi glíma við Þórð.



Þorsteinn sagði: "Það vil eg að þú ráðir sjálfur. Er þér
kunnigra afl þitt en mér."



Klaufi sagði: "Þó eg sé ungur aldri þá er mér þó leitt að
liggja undir ragmæli þræls þess og vil eg að þú farir með mér
og prófum hversu gengur."



Þorsteinn sagðist það mundu veita honum og eftir það stefna
þeir fjölmennan fund að Hofi því Þórður vill hvergi glíma
nema þar og fylgja þeir Klaufa, Grís og Þorsteinn. Þeir
takast fangbrögðum og glíma lengi þar til ambátt ein kom í
stofudyrnar og kallar þetta ambáttafang er hvorgi féll og bað
þá kyssast og hætta síðan. Klaufi reiddist við þetta og tekur
Þórð upp á bringu sér og keyrir niður fall mikið svo allir
ætluðu hann meiddan. Eftir það gyrðir Klaufi hann svo fast að
hélt við meiðsl. Kerling ein sat í stofuhorni og lét allvel
yfir þessu verki.



Grís mælti: "Nafn mun eg gefa þér Klaufi og kalla þig böggvi
og skaltu hafa glófa að nafnfesti."



Þórður komst til bekkjar með fulltingi annarra manna.



Þá drífa menn út og er Klaufi kom út mælti hann: "Illa kann
sá feginn að verða er hann lætur eftir handagervi sína þó
hann þiggi aðra."



Gekk hann þá inn í stofu og sá hvar Þórður sat. Hann færði þá
öxina í höfuð honum og fékk hann bana. Klaufi gekk út þegar.
Þorsteinn spurði því öxin væri blóðug.



Klaufi mælti: "Eg bannaði Þórði að bjóða fleirum mönnum
fang."



Þá urðu menn þegar vísir vígsins og leituðust um hver svara
ætti sökinni en Grísi bárust bæturnar og galt hann sex
hundruð silfurs. Fóru menn nú heim og var kyrrt það sem eftir
var vetrarins.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.