Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 16

Svarfdœla saga 16 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 16)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
151617

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Að liðnum vetri þá er menn voru á vorþingi á Höskuldsstöðum
varð mönnum viðrætt mjög um komu Karls.



Þá gekk Grís til tals við Ljótólf frænda sinn og mælti: "Vel
samir nú að tala um launin skipsins við Karl hinn rauða því
nú eru margir góðir menn við."



Skíði var þar viðstaddur og mælti: "Hygg að því Grís að þú
leggir það eina til með mönnum að þá sé ei verr með mönnum
eftir en áður."



Og eftir það spyr Ljótólfur Karl eftir hvað hann vill leggja
að launum fyrir skipið það þeir létu gera báðir saman.



Karl mælti: "Eg hygg að þú megir þar engvar heimtur fyrir
hafa því þú baðst mig ráða verðinu."



Grís mælti: "Gott þætti oss hér að gera Ljótólf þér að vin og
leggja fram fé nokkuð."



Karl mælti: "Ekki mun fram koma fyrir þín orð og einskis
annars að þessu sinni."



Og svo varð. En þeir frændur, Karl og Klaufi, heimtu að Grís
fjögurra vetra forgift og þá greiddi hann fúlgu hans og fengu
þeir honum land til ábúðar og ekki skildu þeir um ábyrgð
verka hans þaðan í frá og fór hann byggðum til Mela og sat
þar um sumarið.



Þá voru lögréttir út í Tungunni og ráku féið til réttarinnar
feðgar tveir úr Teigsfjalli. Hét annar Björn en annar
Sigurður og mislíkaði Klaufa fjárreksturinn því hann átti á
eina með og líkaði honum illa er hún var elt afvega. Og er
þeir komu gegnt honum hljóp Klaufi til í allillu skapi og
drap þar hvorn sem kominn var og fór með það til réttanna og
mætti þar Karli frænda sínum og hlupu þeir á réttargarðinn.
Ljótólfur spyr hvað hann sæi til þeirra manna er féð ráku.



Klaufi sagði: "Sá eg um stund hvar þeir ráku féið en nú far
þú og vit hvar hvor hefir staðar numið."



Þá varð víst að Klaufi hafði drepið þá báða. Eftir þetta varð
Klaufi laust að láta Melaland og fékk Karl honum nú aftur
aðra jörð og tuttugu húskarla og reistu þar bæ fyrir norðan
ána upp í dalnum þar sem nú heitir á Klaufabrekkum er þá hét
fyrst í Klaufanesi því það stóð fyrst niður við ána og þótti
þar kominn illa því mjög bar á hann stórum, sem síðar bar
raun á. Og eftir þetta gerðist fullur fjandskapur með mönnum
í dalnum.



Á þeim vetri vænti hvorutveggi sér liðs norðan úr dalnum af
sínum frændum, Kolbeinn og Uni, því að sundurþykki þeirra var
þá sem mest en fyrir fórst það þó þau misseri og var þá kyrrt
að kalla í dalnum.



En að liðnu sumri bað Grís konu til handa sér, Sigríðar
Klaufasystur. Þorsteinn svörfuður var þar til andsvara og
veik hann öllu til Klaufa. Þá fór Grís að finna Klaufa og bað
hann konunnar.



Klaufi svaraði skjótt: "Mun þá ei hraust kona illum manni
gefin en þó læt eg það mitt ráð sem frændur hennar vilja
fyrir sjá."



Grís mælti: "Koma muntu til boðs míns ef þeim sýnist að gifta
hana."



"Koma mun eg víst," sagði Klaufi.



Og síðan var þessu keypt og var Ljótólfur ekki við þessa
ráðagerð. Nú var boðið búið á Grund og kom ekki margt manna
en þá var sem mest vinfengi þeirra Ljótólfs og Ásgeirs
rauðfelds því að Ingvildur fagurkinn var frilla Ljótólfs og
var öngum boðið frá Brekku. Varð mönnum skipað í sæti á
Grund. Sátu allir hinir eldri menn á annan bekk en Þorsteinn
svörfuður og Karl son hans og Klaufi frændi þeirra á annan.



Grís tók þá til orða: "Vel samir það í svo góðu samsæti að
tala mest það eftir megi hafa og strengja heit eða taka sér
jafnaðarmenn."



Þorsteinn sagði það óviturlega til lagið "og mun þaðan jafnan
margt koma sem Grís er."



Ei að síður halda þeir á þessu tali og hóf Karl hinn rauði
það fyrst og tók sér jafnaðarmann Ljótólf goða og strengdi
þess heit að hann skyldi hafa heimilað ragmæli á hendur honum
á þriggja vetra fresti. Grís tók sér jafnaðarmann og nefndi
til þess Skíða og strengdi þess heit að hæfa þá höfn sem hann
vildi hvert sinn er hann sigldi landa í milli. Ögmundur
sagðist eigi mundu þá sigla lengra en um þveran hroftann.
Klaufi tók sér jafnaðarmann Ólaf Ásgeirsson og strengdi þess
heit að koma í sömu rekkju Ingvildi fagurkinn án vilja
Ljótólfs goða.



Grís mælti: "Ekki vita slík orð lítils og ekki mundu
þreklausir menn slíkt tala og látum þetta nú ei að engu verða
og förum þegar út í Brekku eftir Ingvildi fagurkinn og setjum
hana á brúðbekk hjá Sigríði."



Þeir gera svo, standa upp átján saman og ganga út til Brekku.
Grís settist á tal við Ingvildi og Þórhildi móður hennar en
þeir Karl tala við Ásgeir bónda og báðu þau öll samt koma
suður síðar dagsins og fóru þeir heim fyrir og mættu þeim
manni fyrir heima er Þórður gapa hét.



Grís gekk að honum og mælti í eyra hljótt: "Allillt er það að
hann Karl er svo matspar að hann býður ei slíkum mönnum sem
þú ert. Far nú til Hofs og svo muntu ei hafa þar verri
viðtöku ef þú segir hvað hér er í ráðagerð."



Þórður hljóp þegar. Karl þekkti þegar að maðurinn hljóp frá
veislunni og bað hlaupa eftir honum og elta hann en hann
hljóp á ána undan og létti ei fyrri en hann kom til Hofs og
sagði hvað í leikum var. Ljótólfur brá þegar við og safnaði
að sér mönnum og reið vestur yfir ána til Brekku.



Maður sá var úti á Grund er hjó eldivið. Hann hljóp inn og
sagði að tuttugu menn riðu yfir ána og til Brekku. Þá standa
þeir upp átján saman og fóru út til Brekku og urðu við það
varir að margir menn voru í húsunum en byrgðar dyr. Þá kom
Karl og beiddi Ljótólf út ganga. Þá heyrðu þeir hlátur mikinn
inn í bæinn er þau hlógu Ingvildur og Hrólfur nefglita.
Ingvildur fagurkinn gekk þá fyrir dyrnar.



Þá gekk Klaufi upp að dyrunum og kvað vísu:



Hygg eg að heiti

Hrólfur nefglita,

sá býður Klaufa

kvon að verja.

Munattu Böggvir

brúðar njóta

nema Nefglitu

næmir lífi.


Og enn kvað hann:



Hlær mest að því

Hrólfur nefglita,

nærgi er greppi

gjöldum þetta.


Þá gekk Karl hinn rauði að dyrunum og kvað vísu:



Veit eg að seggir sátu,

slíkt er minnilegt, inni.

Ræðir sá er lof leiðir

Ljótólfur fyrir óskjóta.

Brims get eg enn að ýmsir

eldskerðandar verði,

hlátur skal herðinjótum

hegna, brögðum fegnir.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.