Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svarfd ch. 18

Svarfdœla saga 18 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svarfd ch. 18)

Anonymous íslendingasögurSvarfdœla saga
171819

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Nú halda þeir vestan eftir þingið Ljótólfur og hans menn og
hafði Þorgrímur hinn grái mjög verið í mót þeim Ljótólfi og
Una. Og nú koma þeir í dalinn í þann tíma er þeir Karl og
Klaufi fara neðan með konuna. Ásgeir var þá kominn í för með
Ljótólfi og hafði sagt honum það sem í hafði gerst á meðan
þeir voru vestur. Nú fara þeir Ljótólfur yfir ána hjá
Teigarhöfða en þeir Karl og Klaufi neðan eftir eyrunum að
Urðarhúsum. Var Ljótólfur við þrítugasta mann en Karl við
fimmtánda mann.



Karl hrópaði mikið á Ljótólf og bað hann heyra til þess er
hann talaði: "Hér er Ingvildur frilla þín í för með mér."



Ljótólfur lætur ei sem hann heyri og fer heim við svo búið.
Var Karl með Klaufa svo að voru um það almæli um dalinn að
Karl bæri ægishjálm yfir Ljótólfi en þó má kalla kyrrt um
sumarið.



Geta verður þess hversu fór með þeim Una og Kolbeini, að Uni
hlaut það er þeir deildu um því allir voru í móti Kolbeini.
Og svo varð Kolbeinn reiður að hann stökk á skip og sigldi í
haf og braut skipið við klett þann er liggur í útnorður undan
Grímsey og týndist Kolbeinn þar og er eyin við hann kennd og
kölluð Kolbeinsey. En Hjalti situr þar eftir og minnkar ekki
virðing sína.



Um haustið eftir tókst deila með þeim Klaufa og Ljótólfi.
Þótti Klaufa menn Ljótólfs óskilsamlega reka fé þeirra
Þorsteins svörfuðar og Karls. Klaufi bað Karl fara upp í
dalinn til réttanna en Karl kvaðst verða að fara út á strönd
til rétta. Klaufi ríður upp eftir dal en Karl út á strönd.



Ekki er sagt frá ferðum Klaufa fyrr en hann kemur upp að
Krókamelum gegnt Búrfellshúsum og þar er hann fyrir
fjallmönnum við vaðið. Nú er féið rekið að vaðinu en Klaufi
ver vaðið og er við fimmta mann en réttamenn margir og tekst
þar bardagi en lögréttin var á Hæringsstöðum og bjó þar
Hæringur. Hann sér að féð dreifist þar við ána og hleypur
heiman með tíunda mann og komast þeir ei yfir ána því að
Klaufi réðst í móti og var þá kominn að honum berserksgangur
og berjast þeir nú fyrir austan ána. Í þann tíma kom
Ljótólfur að með þriðja mann og snýr að með Hæringi. Klaufi
lætur nú sem ekki sé annað að sækja en Ljótólf og hopar
Klaufi nú undan út á ána og berjast þeir nú á miðri ánni. Í
þessu bili ríða níu menn utan eftir eyrunum hvatlega. Var þar
kominn Karl hinn rauði.



Hann kallar hátt: "Klaufi frændi kunn þú hóf þitt."



Klaufi mælti: "Illra heilla komstu nú því að nú hefði eg
sigrast og drepið Ljótólf ef þú hefðir ei komið og hefðum við
þá einir ráðið dal þessum."



"Það skaltu ei mæla frændi," sagði Karl, "því að Ljótólfur á
marga frændur göfga um allt Ísland og mundum við sitja fyrir
afarkostum ef honum væri nokkuð til meins gert og sel honum
nú sjálfdæmi fyrir allan saman ójafnað þann sem þú hefir gert
honum."



Klaufi reiddist þá og kvaðst það aldrei skyldu gera. Eru þeir
nú skildir og var Hæringur fallinn og fimmtán menn aðrir og
skildu við svo búið.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.