Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svaða ch. 2

Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svaða ch. 2)

UnattributedSvaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
12

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Á þeim sama tíma sem nú var áður frá sagt var það dæmt á
samkomu af héraðsmönnum, og fyrir sakir hallæris og svo
mikils sultar sem á lá var lofað að gefa upp fátæka menn,
gamla, og veita öngva hjálp, svo þeim er lama var eða að
nokkuru vanhættir og eigi skyldi herbergja þá. En þá gnúði á
hinn snarpasti vetur með hríðum og gnístandi veðrum.



Þá var mestur höfðingi út um sveitina Arnór kerlingarnef er
bjó á Miklabæ í Óslandshlíð. En er Arnór kom heim af samkomu
þessi þá gekk þegar fyrir hann móðir hans, dóttir Refs frá
Barði, og ásakaði hann mjög er hann hafði orðið samþykkur svo
grimmum dómi. Tjáði hún fyrir honum með mikilli skynsemd og
mörgum sannlegum orðum hversu óheyrilegt og afskaplegt það
var að menn skyldu selja í svo grimman dauðann föður sinn og
móður eða aðra náfrændur sína.



"Nú vit það fyrir víst," segir hún, "þó að þú sjálfur gerir
eigi slíka hluti þá ertu með öngu móti sýkn eða hlutlaus af
þessu glæpafullu manndrápi þar sem þú ert höfðingi og
formaður annarra, ef þú leyfir þínum undirmönnum að úthýsa
sínum feðginum eða frændum nánum í hríðum og jafnvel þó að þú
leyfir eigi ef þú stendur ekki í mót með öllu afli slíkum
ódáða."



Arnór skildi góðfýsi móður sinnar og tók vel ásakan hennar.
Gerðist hann þá mjög áhyggjufullur hvað er hann skyldi að
hafast. Tók hann þá það ráð að hann sendi þegar í stað sína
menn um hina næstu bæi að safna saman öllu gamalmenni því er
út var rekið og flytja til sín og lét þar næra með allri
líkn.



Annan dag stefndi hann saman fjölda bónda.



Og er Arnór kom til fundarins mælti hann svo til þeirra: "Það
er yður kunnigt að vér áttum fyrir skömmu almennilega
samkomu. En eg hefi síðan hugsað af sameiginlegri vorri
nauðsyn og brotið saman við þá ómannlegu ráðagerð er vér
urðum allir samþykkir og gáfum leyfi til að veita líftjón
gamalmenni öllu og þeim öllum er eigi mega vinna sér til
bjargar með því móti að varna þeim líflegri atvinnu. Og
hirtur sannri skynsemd iðrast eg mjög svo illskufullrar og
ódæmilegrar grimmdar. Nú þar um hugsandi hefi eg fundið það
ráð sem vér skulum allir hafa og halda. Það er að sýna
manndóm og miskunn við mennina svo að hver hjálpi sínum
frændum sem hver hefir mest föng á, einkanlega föður og móður
og þar út í frá, þeir sem betur mega fyrir sulti og
lífsháska, sína aðra náfrændur. Skulum vér þar til leggja
allan vorn kost og kvikindi að veita mönnum lífsbjörg og
drepa til hjálpar vorum frændum faraskjóta vora heldur en
láta þá farast af sulti svo að engi bóndi skal eftir hafa
meira en tvö hross. Svo og eigi síður sá mikli óvandi er hér
hefir fram farið að menn fæða fjölda hunda svo að margir menn
mega lifa við þann mat er þeim er gefinn. Nú skal drepa
hundana svo að fáir eða öngir skulu eftir lifa og hafa þá
fæðu til lífsnæringar mönnum sem áður er vant að gefa
hundunum. Nú er það skjótast af að segja að með öngu móti
leyfum vér að nokkur maður gefi upp föður sinn eða móður, sá
er með einshverju móti má þeim hjálpa en sá er eigi hefir
lífsnæring til að veita sínum náfrændum eða feðginum, fylgi
hann þeim til mín á Miklabæ og skal eg fæða þá. En hinn er má
og vill eigi hjálpa hinum nánustum frændum þá skal eg grimmu
gjalda með hinum mestum afarkostum. Nú þá mínir kærustu vinir
og samfélagar heldur en undirmenn, fremjum í alla staði
manndóm og miskunn við vora frændur og gefum ekki færi til
óvinum vorum því oss að brigsla að vér gerum með of mikilli
fávisku við vora náunga svo ómannlega sem á horfist. Nú ef sá
er sannur guð er sólina hefir skapað til þess að birta og
verma veröldina og ef honum líkar vel mildi og réttlæti sem
vér höfum heyrt sagt þá sýni hann oss sína miskunn svo að vér
megum prófa með sannindum að hann er skapari manna og að hann
megi stjórna og stýra allri veröldu. Og þaðan af skulum vér á
hann trúa og öngan guð dýrka utan hann einn saman ríkjanda í
sínu valdi."



Og er Arnór hafði þetta talað þá var þar Þorvarður
Spak-Böðvarsson við staddur og segir svo: "Það er nú sýnt
Arnór að sá hinn sami guð er þú kvaddir að þínu máli hefir
sinn helgan anda sent í þitt brjóst til að byrja svo
blessaðan manndóm sem þú hefir mönnum nú tjáð í tölu þinni og
það hygg eg ef Ólafur konungur hefði þig heyrt slík orð segja
að hann mundi gera guði þakkir og þér fyrir svo fagran
framburð og því trúi eg að þá er hann spyr þvílíka hluti að
hann verði forkunnar feginn og víst er oss það mikill skaði
að vér skulum hann eigi mega sjá eða heyra hans orð sem mér
þykir ugganda að hvorki verði."



En er allir þeir er þar voru saman komnir létu sér þetta allt
vel viljað er hann hafði talað þá slitu þeir með því þinginu.
Þá var hinn snarpasti kuldi og frost sem langan tíma hafði
áður verið og hinir grimmustu norðanvindar en svelli og hinu
harðasta hjarni var steypt yfir jörð svo að hvergi stóð upp.
En á næstu nótt eftir þenna fund skiptist svo skjótt um með
guðlegri forsjá að um morguninn eftir var á brottu allur
grimmleikur frostsins en kominn í staðinn hlær sunnanvindur
og hinn besti þeyr. Gerði þaðan af hæga veðráttu og blíðar
sólbráðir. Skaut upp jörðu dag frá degi svo að af skömmu
bragði fékk allur fénaður nógt gras af jörðu til
viðurlifnaðar. Glöddust þá allir menn með miklum fagnaði er
þeir höfðu hlýtt því miskunnar ráði er Arnór hafði til lagt
með þeim og tóku þegar í mót svo nógan velgerning guðlegrar
gjafar að fyrir þá skyld gengu allir þingmenn Arnórs, karlar
og konur, fljótt og feginsamlega undir helga siðsemi réttrar
trúar með sínum höfðingja er þeim var litlu síðar boðið því
að á fárra vetra fresti var kristni lögtekin um allt Ísland.



Arnór kerlingarnef var son Bjarnar Þórðarsonar frá Höfða.
Móðir Bjarnar hét Þorgerður, dóttir Þóris ímu og Þorgerðar
dóttur Kjarvals Írakonungs. Höfða-Þórður var son Bjarnar
byrðusmjörs, Hróaldssonar hróks, Áslákssonar,
Bjarnarsonar járnsíðu, Ragnarssonar loðbrókar.



Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.