Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Svaða ch. 1

Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Svaða ch. 1)

UnattributedSvaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
12

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Mikil og margföld er miskunn allsvaldanda guðs í öllum hlutum
og háleitur hans dómur er hann lætur öngan góðgerning
fyrirfarast heldur kallar hann elskulegri mildi þá sem eigi
kunna hér áður til að nema, skynja og skilja, dýrka og elska
sinn lausnara sem vor herra Jesús Kristus, lifandi guðs son,
hefir sýnt í mörgum frásögnum þó að vér munum fár tína. Svo
sem yfirboðan miskunnar tilkomu og fullkomins kristinsdóms á
Íslandi sýnir guð í þeim frásögnum sem eftir fara að hann
styður og styrkir hvert gott verk þeim til gagns er gera en
hann ónýtir og eyðir illsku og grimmd vondra manna svo að
oftlega fyrirfarast þeir í þeim snörum er þeir hugðu öðrum.



Nokkuru eftir utanferð Friðreks biskups og Þorvalds
Koðránssonar gerðist á Íslandi svo mikið hallæri að fjöldi
manns dó af sulti. Þá bjó í Skagafirði nokkur mikilsháttar
maður og mjög grimmur er nefndur er Svaði, þar sem síðan
heitir á Svaðastöðum.



Það var einn morgun að hann kallaði saman marga fátæka menn.
Hann bauð þeim að gera eina mikla gröf og djúpa skammt frá bæ
sínum við almannaveg. En þeir hinir fátæku urðu fegnir ef
þeir mættu hafa amban erfiðis síns með nokkuru móti og
slökkva sinn sára hungur. Og um kveldið er þeir höfðu lokið
grafargerðinni leiddi Svaði þá alla í eitt lítið hús.



Síðan byrgði hann húsið og mælti síðan til þeirra er inni
voru: "Gleðjist þér og fagnið þér því að skjótt skal endir
verða á yðvarri vesöld. Þér skuluð hér búa í nótt en á morgun
skal yður drepa og jarða í þeirri miklu gröf er þér hafið
gert."



En er þeir heyrðu þann grimma dóm fyrir sitt starf, er þeim
var dauði ætlaður, síðan tóku þeir að æpa með sárlegri sorg
um alla nóttina. Þar bar svo til að Þorvarður hinn kristni,
son Spak-Böðvars, fór þá sömu nátt upp um hérað að erindum
sínum en leið hans lá allsnemma um morguninn hjá því sama
húsi er hinir fátæku menn voru inni. Og er hann heyrði þeirra
grátlegan þyt spurði hann hvað þeim væri að angri.



En er hann varð vís hins sanna mælti hann til þeirra: "Vér
skulum eiga kaup saman ef þér viljið sem eg. Þér skuluð trúa
á sannan guð þann er eg trúi á og gera það sem eg segi fyrir.
Þá mun eg frelsa yður héðan. Komið síðan til mín ofan í Ás og
mun eg fæða yður alla."



Þeir sögðu sig það gjarna vilja. Tók Þorvarður þá slagbranda
frá dyrum en þeir fóru þegar fagnandi með miklum skunda ofan
í Ás til bús hans.



En er Svaði varð þessa var varð hann harðla reiður, brá við
skjótt, vopnaði sig og sína menn, riðu síðan með öllum skunda
eftir flóttamönnum. Vildi hann þá gjarna drepa en í annan
stað hugsaði hann að gjalda grimmu sína svívirðu er hann
þóttist af þeim beðið hafa er þá hafði leysta. En hans illska
og vondskapur féll honum sjálfum í höfuð svo að jafnskjótt sem
hann reið hvatt fram hjá gröfinni féll hann af baki og var
þegar dauður er hann kom á jörð. Og í þeirri sömu gröf er
hann hafði fyrirbúið saklausum mönnum var hann sjálfur, sekur
heiðingi, grafinn af sínum mönnum og þar með hundur hans og
hestur að fornum sið.



En Þorvarður í Ási lét prest þann er hann hafði með sér skíra
hina fátæku menn er hann hafði leyst undan dauða og kenna
þeim heilug fræði og fæddi þá þar alla meðan hallærið var.



Það segja flestir menn að Þorvarður Spak-Böðvarsson hafi
skírður verið af Friðreki biskupi en Gunnlaugur munkur getur
þess að sumir menn ætla hann skírðan verið hafa á Englandi og
hafa þaðan flutt við til kirkju þeirrar er hann lét gera á bæ
sínum. En móðir Þorvarðs Spak-Böðvarssonar hét Arnfríður,
dóttir Sleitu-Bjarnar, Hróarssonar. Móðir Sleitu-Bjarnar var
Gróa Hrafnsdóttir, Þorgilssonar, Gormssonar hersis, ágæts
manns úr Svíþjóð. Móðir Þorgils Gormssonar var Þóra dóttir
Eiríks konungs að Uppsölum. Móðir Herfinns Eiríkssonar var
Helena dóttir Búrisláfs konungs úr Görðum austan. Móðir
Helenu var Ingibjörg systir Dagstyggs, ríks manns.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.