Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

StjǫrnODr ch. 9

Stjǫrnu-Odda draumr 9 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (StjǫrnODr ch. 9)

Anonymous íslendingaþættirStjǫrnu-Odda draumr
89

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Síðan hugði Oddi að um draum sinn og mundi gersamlega
drauminn allan, bæði hinn fyrra og svo hinn síðara, og
minntist síðan á drápuna þá er hann þóttist síðar kveðið hafa
og mundi hann eigi fleira í kvæðinu heldur en þessar ellefu
vísur sem nú eru hér ritnar og þetta er upphaf að:



Geirviðr of nam greiða

gang svo að skreið úr þangi

og byrsóta beitti

barð út um lágarða.

Og seglhættu sóttu

snarpir meðr úr veðri,

blés við hún, und höfða,

harðan vegg of seggjum.



Skeið náði þá skríða

skjót um bylgjur ljótar.

Fóru dyggir drengir

á dýrmörum hlýra.

Þar sá eg frægra fyrða

för prúðlegsta görva.

Þó er gotneskra gumna

Geirviðr konungr þeira.



Sigldum Hofs fyrir höfða

herðendr, skipaferðum,

Göndul, grams, með landi,

gott ráð var það dróttar,

uns í Síldasundi

sigrgöfgaðir vigrum

hjuggu horskir seggir

hjörs andskota börva.



Og skjaldmeyja skjóma

skerðendr svo gerðu

að varfærir véar

í vág fyrir lágu.

Gátu ljónar líta

leiðangrs flota breiðan.

Hilmis fór und hjálmi,

hirð, sú er vörn of firrðist.



Brátt vöknuðu virðar

að vígboði þjóðar

þá er Hlégunnar hestar

hafrastar mjög þustu

og snarráðir sóttu

siklings vinir þingað.

Þó er gotneskra gumna

Geirviðr konungr þeira.



Og hnigsólar Högna

hríð æxti þá síðan

blóðísunga beiðir,

bragna konr, af magni,

en vígroða víða

varp af rómu snarpri.

Sjár varð dökkr af dreyra

drótt þá er hríðmál sótti.



Svipan gerðist þar sverða,

saman kómu þar rómu,

Göndul varð fyrir grundu,

grams drótt því að vel sótti.

Geirviðr of vó geiri,

geirvaldr, í Hlökk þeiri.

Blóðár sá eg í blóði.

Blóð stökk um skör þjóða.



Gerði hríð af hörðu

hirð sú er fylkir stýrði.

Margr er gramr af gengi

göfugr tiginna jöfra.

Spyrkat eg frægra fyrða

ferð snjallari verða.

Þó er gotneskra gumna

Geirviðr konungr þeira.



Hlégunnar leit eg hingað

harðráðar ódáðir.

Ýfð með ylgjar höfði

eiskranleg réð geisa.

Trölls kjafta sá eg tyggja

tönnum hold af mönnum.

Með hnitgeirum hvofta

harða sókn of gerði.



Annað sté eg af öðru

Áta skíð um víði

uns glæsimar Gylfa

gekk með hilmis rekkum

og eg siklingi sagðag

sýslu ægis geisla

hve grimmhuguð gerði

Gerðr of vígaferði.



Gramr leit hitt hvar hafði

Hörn hvergymis stjörnu

höfuð á hauka stofni

heiðingja sér brúðar.

Ásynju lét elda

ósvífr konungr hníga

flóðs af fyllar meiði

frægr, hinn er ekki vægði.



Nú er draum þessum lokið er Stjörnu-Odda dreymdi eftir því
sem hann sjálfur hefir sagt. Og má víst undarlegur og
fáheyrður þykja þessi fyrirburður en þó þykir flestum líklegt
að hann muni það eina sagt hafa er honum hafi svo þótt verða
í drauminum því að Oddi var reiknaður bæði fróður og
sannsögull. Má og ekki undrast þótt kveðskapurinn sé stirður
því að í svefni var kveðið.



sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.