Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

StjǫrnODr ch. 8

Stjǫrnu-Odda draumr 8 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (StjǫrnODr ch. 8)

Anonymous íslendingaþættirStjǫrnu-Odda draumr
789

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



En sem Oddi hafði úti verið slíka stund sem honum vel líkaði
fór hann inn í rekkju sína og sofnaði þegar og dreymdi hann
það sem hið fyrra sinn og hann hafði vaknað frá. Þóttist hann
þá hafa bundið skóþvenginn og vera Dagfinnur og skynda til
skipanna. Svo þótti honum í drauminum sem hann skyldi vera
skipstjórnarmaður.



Og þegar þeir voru búnir til ferðar fóru þeir með
skipaflotann til þess er þeir komu við höfðann og hittist þar
allt lið konungs og lögðu síðan fram í sundin Síldasund. Þá
er og sagt að þar var komin Hlégunnur skjaldmær og lá þar
fyrir í sundunum með skipaflota sinn og hafði ógrynni liðs og
albúin til orustu.



Síðan lögðu hvorir í mót öðrum og laust saman með þeim
snarpri sókn og var þar hinn harðasti bardagi og réðst brátt
mikið mannfall í hvortveggja liði en þó hafði eigi lengi
staðið bardaginn áður en mannfallið hneig í lið konungs og
hruðust hans skip mjög.



Þess er og getið að Hlégunnur varð ekki sén í orustunni um
daginn og hugðu menn þó drjúgt að af konungsmönnum og þótti
það undarlegt. En er slíku hafði fram farið langa hríð um
daginn þá leitaðist Dagfinnur um með sinni list og sá hann þá
Hlégunni og var þá komin á konungsskipið og var þá orðin
skipan mikil á hennar hag. Honum sýndist á henni ylgjarhöfuð
geysimikið og tröllslegt og biti með því höfuðin af
konungsmönnum.



En er Dagfinnur sá þessi undur þá steig hann af því skipi er
hann stýrði. Það lá fjarri konungsskipinu. Síðan hljóp hann
hvert af öðru uns hann kom á konungsskipið. En þegar hann kom
á fund konungs þá sagði Dagfinnur hvað títt var og hvað stór
endemi voru við. Síðan vísaði Dagfinnur konungi til hvar
Hlégunnur var, að hann mætti sjá hana, en konungur fékk hana
eigi séð sakir fjölkynngi hennar en hitt sá hann að menn hans
féllu tugum saman. Þá bað Dagfinnur konunginn sjá undir hönd
sér hina vinstri og svo gerði hann. En er konungur fór svo
með þá sá hann Hlégunni. Síðan gengu þeir báðir saman aftan
til siglu. Þá hljóp konungurinn fram með brugðnu sverði og
þegar hann kemur í höggfæri við Hlégunni þá höggur hann til
hennar með sverðinu og kemur höggið á hálsinn og hjó hann af
henni höfuðið og féll það útbyrðis.



En er hún var fallin þá bauð konungurinn kost þeim mönnum er
fylgt höfðu Hlégunni hvort þeir vildu heldur halda bardaga
upp við hann eða ganga honum til handa. En þeir kjöru skjótt
að ganga á konungs vald. Og síðan er Geirviður konungur lagði
á braut úr þeim bardaga þá lagði hann undir sig allt landið
og setur þar yfir sýslumenn og friðaði svo allt ríkið.



Síðan hélt konungur heim og var ger í mót honum dýrðleg
veisla. Eftir það var kvatt þings og var það þing
allfjölmennt. Var konungurinn Geirviður settur þá enn á stól
af nýju og hafiður upp á hinn sama haug sem fyrr og nú til
konungs tekinn og ríkisstjórnar yfir allt Gautland. Gekk þá
annar höfðingi að öðrum upp á hauginn og gerði til konungsins
veg og sóma hver eftir slíku sem framast hafði föng og færi
á.



Dagfinni skáldi kom það í hug að engi átti konunginum meiri
virðing að launa í alla staði en hann. Gekk hann síðan upp á
hauginn og kvaddi konunginn vel og hæversklega. Konungur tók
glaðlega kveðju hans. Dagfinnur sagði konunginum deili á því
að hann hafði þá enn ort kvæði um hann af nýju og bað að hann
skyldi hlýða og kvaðst þá vilja færa kvæðið. Konungurinn
svarar að hann kvaðst gjarna hlýða vilja.



Tók þá Dagfinnur og flutti kvæðið og var það þrítug drápa er
hann þóttist ort hafa. En er kvæðinu var lokið þá þakkaði
konungur það allvel og dró digran gullhring af hendi sér og
gaf Dagfinni að skáldskaparlaunum en Dagfinnur vildi eigi
þiggja hringinn og sagðist allt ærið hafa meðan hann héldi
konunginum heilum. En Geirviður konungur lét það þá í ljós
við Dagfinn að hann skyldi hans sóma meira gera í alla staði
heldur en hvers manns annars í sínu ríki og bauð honum það að
hann mundi afla honum kvonfangs og sagði svo að hann mundi þá
konu fá honum til handa er hann vildi helst kjósa, nálega
þess er kostur var í því landi.



Dagfinnur tók þessu máli vel, sem von var, er konungurinn
vildi svo mikinn gera hans sóma og svarar: "Ef þetta skal
allt efna af yðvarri hendi við mig sem nú er um mælt þá er
ekki því að leyna að er sá kosturinn að gjarna mundi eg mér
unna og þú átt og mest undir sjálfum þér."



Konungur mælti: "Hver er sú kona er þú talar til?"



Dagfinnur svarar: "Það er Hlaðreið systir þín. Hún er svo
kvenna að mér er mestur hugur á að fá ella hygg eg að fyrir
muni farast um kvonföngin."



Konungur sagði að það skyldi og eigi undan draga við Dagfinn
er honum þótti sinn sómi vaxa við.



Hlaðreið konungssystir var þá gjafvaxta og þó ung mjög að
aldri en kvenna var hún fegurst og fríðust og best að sér ger
um alla hluti.



En hvort sem þetta mál var talað lengur eða skemur þá ræðst
það af að Hlaðreið var föstnuð Dagfinni skáldi. Síðan var þar
fengið að boði og var þar ger hin veglegasta veisla í alla
staði með hinum bestum tilföngum því að ekki vantaði til það
er hafa þurfti. Þar var og allt hið besta mannval það er í
var landinu. Var nú drukkið brúðhlaup þeirra með hinni mestu
sæmd og prýði. En er veisluna þraut þá fór hver til sinna
heimkynna er þangað hafði sótt. En með þeim Dagfinni og
Hlaðreiði tókust brátt miklar ástir og var þeirra samför
einkar góð.



En er svo kurteislega var komið ráðahag Dagfinns sem nú er
frá sagt þá var lokið drauminum og vaknaði hann þá, er Oddi
var raunar.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.