Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

StjǫrnODr ch. 2

Stjǫrnu-Odda draumr 2 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (StjǫrnODr ch. 2)

Anonymous íslendingaþættirStjǫrnu-Odda draumr
123

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Hróðbjartur hefir konungur heitið. Hann réð austur fyrir
Gautlandi. Hann var kvongaður maður. Hildigunnur hét kona
hans. Þau áttu sér einn son barna er Geirviður er nefndur.
Hann var snemma vænn og vitmikill og að öllum hlutum mannaður
um fram sína jafnaldra en barn var hann að aldri er sagan
gerðist.Frá því er að segja að konungurinn Hróðbjartur hafði settan
til landstjórnar yfir þriðjung ríkis síns jarl þann er
Hjörvarður hét. Hann var og kvongaður og hét kona hans
Hjörgunnur. Þau áttu eina dóttur barna. Sú hét Hlégunnur. Frá
henni er svo sagt að hún var ólát í æsku sinni og var ávallt
því ódælli sem hún var eldri. Það var og sagt að hún vildi
ekki kvenna sið fága í sínu athæfi. Það var hennar venja
jafnan að hún gekk í herklæðum og með vopnum og ef hana
skildi á við menn þá veitti hún þeim annaðhvort áverka stóra
eða líflát þegar henni líkaði eigi.En við þenna hennar ójafnað þá þótti Hjörvarði jarli föður
hennar eigi mega við sæma hennar vandræði og sagði henni þá
ljóslega að hann mundi eigi þann veg lengur láta fram fara og
kvað henni eigi hlýða mundu nema um batnaði nokkurs háttar
"eða ellegar far í brott sem skjótast úr minni hirð."En þegar Hlégunnur jarlsdóttir verður þessa áheyrsla af föður
sínum að hann vildi hana láta í burt fara af sinni hirð þá
svarar hún því máli svo að hún kvað sig þar ekki dvelja og
beiddi hún þá föður sinn að hann skyldi fá henni langskip
þrjú alskipuð bæði að mönnum og herklæðum og búa að öllu sem
best með góðum liðskosti svo að henni þætti vel skipuð. Og ef
svo væri gert sem hún beiddi hér um þetta mál þá taldi hún
sér mundu vel líka þótt hún færi í braut við svo búið.
Hjörvarður jarl vildi gjarna þetta til vinna að hún kæmist á
braut sem skjótast því að honum þótti, sem var, mikil
vandræði af standa hennar ráði.Síðan lét hann búa að öllu þrjú langskip sem best. En þegar
þetta lið var búið þá fer Hlégunnur jarlsdóttir úr landi með
þessu liði og lagðist síðan í hernað og víking og aflaði sér
svo fjár og frama. Svo er sagt að hún kom eigi í land meðan
faðir hennar lifði.En í annan stað er þar til að taka sögunnar að þá er
Geirviður son Hróðbjarts konungs var átta vetra gamall tók
Hróðbjartur konungur sótt og verður það lítil frásaga því að
sóttin leiðir svo til lands að konungurinn andast. Það þótti
öllum hans ástvinum og virktamönnum hinn mesti skaði, sem
var, að missa slíks höfðingja og þar út í frá öllu
landsfólkinu. Síðan var fengið að virðulegri veislu og þar
til boðið öllum hinum ríkustum mönnum og hinum bestum
höfðingjum er í voru landinu. Þar með var og til boðið
hverjum manni þeim er veisluna vildi sækja, bæði innan lands
og utan svo að engi skyldi þar óboðið koma. En síðan þessi
veisla var saman sett með því fjölmenni er þangað sótti þá
var þar erfi drukkið eftir Hróðbjart konung með miklum veg og
sóma svo sem byrjaði hans tign og sómasamlegri virðingu. En
er erfinu var lokið þá var konungurinn heygður að fornum sið
eftir því sem þá var tíska til við göfga menn.

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.