Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

ÞorstS ch. 1

Þorsteins þáttr sögufróða 1 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (ÞorstS ch. 1)

Anonymous íslendingaþættirÞorsteins þáttr sögufróða
1

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):


Í Austfjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét. Hann fór til
Noregs á fund Haralds konungs. Hann var kurteis maður og
kunni margt vel. Hann bað konung ásjá.Konungur mælti: "Kanntu nokkuru að skemmta?"Hann kvaðst kunna nokkurar sögur.Konungur mælti: "Þá mun eg við þér taka en þú skalt skemmta
hver sem þig biður."Og það gerði hann og varð þokkasæll af hirðmönnum og gáfu
þeir honum klæði sín.Konungur mælti eitt sinn til Þorsteins: "Svo líst mér sem
mjög vel fari með yður hirðmönnum mínum og þér að þeir gefa
þér klæði en þú skemmtir þeim. Það mun ráð að eg gefi þér
vopn nokkuð."Svo gerði hann að hann gaf honum gott sverð.Nú leið svo fram til jóla. Þá ógladdist Þorsteinn. Konungur
fann það skjótt og spurði hví það sætti. Þorsteinn kvað
mislyndi sína valda því.Konungur sagði að það var ekki "og mun eg geta til. Þess get
eg til að nú muni uppi sögur þínar er þú hefir jafnan uppi
látið hver sem beðið hefir og mun þér illt þykja að þig
þrjóti að jólunum."Hann kvað svo rétt vera: "Nú er ein saga eftir og þori eg
eigi að segja því að það er útfararsaga yður herra."Konungur mælti: "Sú er sú saga er mér er forvitni á að heyra.
Nú skaltu ekki skemmta til jólanna er menn eru allir í
nokkuru starfi. En jóladag hinn fyrsta skaltu til taka að
segja en eg mun svo til stilla að jafndrjúg verði sagan og
jólin. Eru nú miklar drykkjur og þarftu skamma stund að
segja. En ekki muntu vita meðan þú segir hvort mér þykir vel
eða illa en vís von eftir jólin að fár sögur muntu segja ef
mér þykir þessi illa sögð og ósannlega. En ef mér líkar vel
þá mun þér gæfa að verða."Nú kemur jóladagurinn og heimtir konungur söguna og gekk hún
um hríð."Lát nú vera," sagði konungur.Tóku menn þá til drykkju og töluðu margir um að djörfung væri
í og ætluðu menn um hversu konungi mundi virðast. Svo fór
fram um jólin. Konungur var mjög vandur að hljóði en fann þó
ekki að. Og er kom hinn þrettándi dagur jóla að aftni lauk
Þorsteinn sögunni.Þá mælti konungur: "Er þér ekki forvitni á hversu mér líkar
sagan?"Hann kvaðst hræddur um.Konungur mælti: "Vorkunn er það en allvel líkar mér. Er hún
ekki verr sögð en efni eru til eða hvar namstu hana?"Hann svarar: "Það var vandi minn herra að eg fór hvert sumar
til alþingis á voru landi og nam eg svo söguna er Halldór
Snorrason sagði."Konungur mælti: "Þá er eigi kynlegt þó að þú kunnir hana vel
og mun þér verða að þessu gæfa og ver með mér vel kominn og
er þér það heimilt þá er þú vilt."Konungur gaf honum góðan kaupeyri og þótti hann skýr maður og
fór jafnan landa í milli og var löngum með konungi.Lyktar þar þetta ævintýr.sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.