Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 6

Sneglu-Halla þáttr 6 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 6)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
567

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):Frá því er sagt einn dag að Halli gekk fyrir konunginn þá er
hann var glaður og kátur. Þar var þá Þjóðólfur og margt
annarra manna. Halli sagðist hafa ort drápu um konunginn og
bað sér hljóðs. Konungurinn spurði hvort Halli hefði nokkuð
kvæði fyrri ort. Halli kveðst ekki hafa ort."Það munu sumir menn mæla," segir konungur, "að þú takist
mikið á hendur, slík skáld sem ort hafa um mig áður eftir
nokkrum málefnum. Eða hvað sýnist þér ráð Þjóðólfur?""Ekki kann eg herra að gefa yður ráð," segir Þjóðólfur, "en
hitt mun hóti nær að eg mun kunna að kenna Halla heilræði.""Hvert er það?" segir konungur."Það fyrst herra að hann ljúgi ekki að yður.""Hvað lýgur hann nú?" segir konungur."Það lýgur hann að hann sagðist ekki kvæði ort hafa," segir
Þjóðólfur, "en eg segi hann ort hafa.""Hvert er kvæði það," segir konungur, "eða um hvað er ort?"Þjóðólfur svarar: "Það köllum vér Kolluvísur er hann orti um
kýr er hann gætti út á Íslandi.""Er það satt Halli?" segir konungur."Satt er það," segir Halli."Því sagðir þú að þú hefðir ekki kvæði ort?" segir konungur."Því," segir Halli, "að lítil kvæðismynd mundi á því þykja ef
þetta skal heyra og lítt mun því verða á loft haldið.""Það viljum vér fyrst heyra," segir konungur."Skemmt mun þá fleira," segir Halli."Hverju þá?" segir konungur."Kveða mun Þjóðólfur þá skulu Soðtrogsvísur er hann orti út á
Íslandi," segir Halli, "og er það vel að Þjóðólfur leitaði á
mig eða afvirti fyrir mér því að upp eru svo komnir í mér
bitar og jaxlar að eg kann vel að svara honum jöfnum orðum."Konungur brosti að og þótti honum gaman að etja þeim saman."Hvern veg er kvæði það eða um hvað er ort?" segir konungur.Halli svarar: "Það er ort um það er hann bar út ösku með
öðrum systkinum sínum og þótti þá til einkis annars fær fyrir
vitsmuna sakir og varð þó um að sjá að ei væri eldur í því að
hann þurfti allt vit sitt í þann tíma."Konungur spyr ef þetta væri satt."Satt er það herra," segir Þjóðólfur."Því hafðir þú svo óvirðulegt verk?" segir konungur."Því herra," segir Þjóðólfur, "að eg vildi flýta oss til
leika en ekki voru verk á mig lagin.""Það olli því," segir Halli, "að þú þóttir ei hafa verkmanns
vit.""Ekki skuluð þið við talast," segir konungur, "en heyra
viljum vér kvæðin bæði."Og svo varð að vera. Kvað þá hvor sitt kvæði.Og er lokið var kvæðunum mælti konungurinn: "Lítið er kvæðið
hvorttveggja enda munu lítil hafa verið yrkisefnin og er það
þó enn minna er þú hefir ort Þjóðólfur.""Svo er og herra," segir Þjóðólfur, "og er Halli orðhvass
mjög. En skyldara þætti mér honum að hefna föður síns en eiga
sennur við mig hér í Noregi.""Er það satt Halli?" segir konungur."Satt er það herra," segir hann."Hví fórstu af Íslandi til höfðingja við það að þú hafðir
eigi hefnt föður þíns?" segir konungur."Því herra," segir Halli, "að eg var barn að aldri er faðir
minn var veginn og tóku frændur málið og sættust á fyrir mína
hönd. En það þykir illt nafn á voru landi að heita
griðníðingur."Konungurinn svarar: "Það er nauðsyn að ganga ei á grið eða
sættir og er úr þessu allvel leyst.""Svo hugði eg herra," segir Halli, "en vel má Þjóðólfur tala
stórmannlega um slíka hluti því að öngvan veit
eg jafngreypilega hefnt hafa síns föður sem hann.""Víst er Þjóðólfur líklegur til að hafa það hraustlega gert,"
segir konungur, "eða hvað verkum gert um það að hann hafi það
framar gert en aðrir menn?""Það helst herra," segir Halli, "að hann át sinn föðurbana."Nú æptu menn upp og þóttust aldrei slík undur heyrt hafa.
Konungurinn brosti að og bað menn vera hljóða."Ger þetta satt er þú segir Halli," segir konungur.Halli mælti: "Það hygg eg að Þorljótur héti faðir Þjóðólfs.
Hann bjó í Svarfaðardal á Íslandi og var hann fátækur mjög en
átti fjölda barna. En það er siður á Íslandi á haustum að
bændur þinga til fátækra manna og var þá engi fyrri til
nefndur en Þorljótur faðir Þjóðólfs og einn bóndi var svo
stórlyndur að honum gaf sumargamlan kálf. Síðan sækir hann
kálfinn og hafði á taum og var lykkja á enda taumsins. Og er
hann kemur heim að túngarði sínum hefur hann kálfinn upp á
garðinn og var furðulega hár garðurinn en þó var hærra fyrir
innan því að þar hafði verið grafið torf til garðsins. Síðan
fer hann inn yfir garðinn en kálfurinn veltur út af garðinum.
En lykkjan er á var taumsendanum brást um háls honum Þorljóti
og kenndi hann ei niður fótum. Hékk nú sínumegin hvor og voru
dauðir báðir er til var komið. Drógu börnin heim kálfinn og
gerðu til matar og hygg eg að Þjóðólfur hefði óskert sinn
hlut af honum.""Nærri hófi mundi það," segir konungur.Þjóðólfur brá sverði og vildi höggva til Halla. Hljópu menn
þá í milli þeirra.Konungur kvað hvorigum hlýða skyldu að gera öðrum mein:
"Leitaðir þú Þjóðólfur fyrri á Halla."Varð nú svo að vera sem konungur vildi. Færði Halli drápuna
og mæltist hún vel fyrir og launaði konungur honum góðum
peningum.Leið nú á veturinn og var allt kyrrt.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.