Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 4

Sneglu-Halla þáttr 4 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 4)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
345

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Það var einn dag er menn sátu yfir borðum að þar gekk inn í
höllina dvergur einn er Túta hét. Hann var frískur að ætt.
Hann hafði lengi verið með Haraldi konungi. Hann var ei hærri
en þrevett barn en allra manna digrastur og herðimestur,
höfuðið mikið og eldilegt, hryggurinn ei allskammur en sýlt í
neðan þar sem fæturnir voru.



Haraldur konungur átti brynju þá er hann kallaði Emmu. Hann
hafði látið gera hana í Miklagarði. Hún var svo síð að hún
tók niður á skó Haraldi konungi þá er hann stóð réttur. Var
hún öll tveföld og svo styrk að aldrei festi járn á.
Konungurinn hafði látið fara dverginn í brynjuna og setja
hjálm á höfuð honum og gyrti hann sverði. Síðan gekk hann í
höllina sem fyrr var ritað og þótti maðurinn vera
undurskapaður.



Konungur kvaddi sér hljóðs og mælti: "Sá maður er kveður um
dverginn vísu svo að mér þyki vel kveðin þiggi að mér hníf
þenna og belti" og lagði fram á borðið fyrir sig gripina "en
vitið það víst ef mér þykir ei vel kveðin að hann skal hafa
óþökk mína en missa gripanna beggja."



Og þegar er konungur hafði flutt erindi sitt kveður maður
vísu utar á bekkinn og var það Sneglu-Halli:



Færðr sýnist mér frændi

Frísa kyns í brynju.

Gengr fyrir hirð í hringum

hjálmfaldinn kurfaldi.

Flærat eld í ári

úthlaupi vanr Túta.

Sé eg á síðu leika

sverð rúghleifa skerði.


Konungur bað færa honum gripuna "og skaltu ná hér á sannmæli
því að vísan er vel kveðin."



Það var einn dag er konungurinn var mettur að konungur
klappaði hnífi á borðið og bað ryðja. Þjónustumenn gerðu svo.
Þá var Halli hvergi nærri mettur. Tók hann þá stykki eitt af
diskinum og hélt eftir og kvað þetta:



Hirði eg ei

hvað Haraldr klappar.

Læt eg gnadda grön.

Geng eg fullur að sofa.


Um morguninn eftir er konungur var kominn í sæti sitt og
hirðin gekk Halli í höllina og fyrir konunginn. Hann hafði
skjöld sinn og sverð á baki sér.



Hann kvað vísu:



Selja mun eg við sufli

sverð mitt, konungr, verða,

og rymskyndir randa

rauðan skjöld við brauði.

Hungrar hilmis drengi.

Heldr göngum vér svangir.

Mér dregr hrygg, að hvoru,

Haraldr sveltir mig, belti.


Engu svarar konungur og lét sem hann heyrði ei en þó vissu
allir menn að honum mislíkaði.



Litlu síðar var það einn dag er konungurinn gekk úti um
stræti og fylgdin með honum. Þar var og Halli í för. Hann
snaraði fram hjá konunginum.



Konungurinn kvað þetta:



"Hvert stillir þú Halli?"


Halli svarar:



"Hleyp eg fram að kýrkaupi."



"Graut muntu gervan láta?"



segir konungur.



"Gjör matr er það, smjörvan,"


segir Halli.



Hleypur hann Halli þá upp í garðinn og þangað sem var
eldahús. Þar hafði hann látið gera graut í steinkatli og
settist til og etur grautinn.



Konungurinn sér að Halli hverfur upp í garðinn. Hann kvaddi
til Þjóðólf og tvo menn aðra að leita Halla. Konungur veik og
upp í garðinn. Þeir finna hann þar sem hann át grautinn.
Konungurinn kom þá að og sá hvað Halli hafðist að.
Konungurinn var hinn reiðasti og spurði Halla því hann fór af
Íslandi til höfðingja til þess að gera af sér skömm og gabb.



"Látið eigi svo herra," segir Halli, "jafnan sé eg yður ei
drepa hendi við góðum sendingum."



Halli stóð þá upp og kastaði niður katlinum og skall við
haddan.



Þjóðólfur kvað þá þetta:



Haddan skall en Halli

hlaut offylli grautar.

Hornspónu kveð eg honum

hlýða betr en prýði.


Konungurinn gekk þá brottu og var allreiður.



Og um kveldið kom engi matur fyrir Halla sem fyrir aðra menn.
Og er menn höfðu snætt um stund komu enn tveir menn og báru í
milli sín trog mikið, fullt grautar, og með spón og settu
fyrir Halla. Hann tók til og át sem hann lysti og hætti
síðan.



Konungur bað Halla eta meira. Hann kveðst ei mundu eta meira
að sinni. Haraldur konungur brá þá sverði og bað Halla eta
grautinn þar til er hann spryngi af. Halli kveðst ei mundu
sprengja sig á grauti en segir konung ná mundu lífi sínu ef
hann væri á það einhugi. Konungur sest þá niður og slíðrar
sverðið.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.