Cookies on our website

We use cookies on this website, mainly to provide a secure browsing experience but also to collect statistics on how the website is used. You can find out more about the cookies we set, the information we store and how we use it on the cookies page.

Continue

skaldic

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Menu Search

Snegl ch. 3

Sneglu-Halla þáttr 3 — ed. not skaldic

Not published: do not cite (Snegl ch. 3)

Anonymous íslendingaþættirSneglu-Halla þáttr
234

text and translation

The new edition is either unpublished or unavailable. The following is taken from an old edition (Skj where relevant):



Einn dag gekk Bárður til konungs og Halli með honum. Bárður
kvaddi konung. Konungur tók vel kveðju hans og spurði margs
af Íslandi eða hvort hann hefði flutt utan nokkra íslenska
menn.



Bárður sagðist flutt hafa einn íslenskan mann "og heitir hann
Halli og er nú hér herra og vill biðja yður veturvistar."



Halli gekk þá fyrir konunginn og kvaddi hann.



Konungurinn tók honum vel og spurði hvort hann hefði svarað
honum á firðinum "er vér fundumst."



"Sjá hinn sami," segir Halli.



Konungurinn sagðist ei spara mundu mat við hann og bað vera
að búi sínu nokkru. Halli kveðst með hirðinni vera vilja eða
leita sér annars ella.



Konungurinn kvað svo fara jafnan "að mér er um kennt ef vor
vinskapur fer ei vel af hendi þó að mér þyki varla svo vera.
Eruð þér einráðir Íslendingar og ósiðblandnir. Nú ver ef þú
vilt og ábyrgst þig sjálfur hvað sem í kann gerast."



Halli kvað svo vera skyldu og þakkaði konunginum. Var hann nú
með hirðinni og líkaði hverjum manni vel til hans. Sigurður
hét sessunautur Halla, gamall hirðmaður og gæfur.



Sá var siður Haralds konungs að eta einmælt. Var fyrst borin
vist fyrir konung, sem von var, og var hann þá jafnan mjög
mettur er vistin kom fyrir aðra. En þá er hann var mettur
klappaði hann með hnífskafti sínu á borðið og skyldi þá þegar
ryðja borðin og voru margir þá hvergi nærri mettir.



Það bar við eitt sinn er konungur gekk úti um stræti og
fylgdin með honum og voru margir þá hvergi nærri mettir. Þeir
heyrðu í eitt herbergi deild mikla. Þar voru að sútari
og járnsmiður og þar næst flugust þeir á. Konungurinn nam
staðar og sá á um stund.



Síðan mælti hann: "Göngum brott. Hér vil eg öngvan hlut að
eiga en þú Þjóðólfur yrk um þá vísu."



"Herra," segir Þjóðólfur, "ei samir það þar sem eg er
kallaður höfuðskáld yðvart."



Konungur svarar: "Þetta er meiri vandi en þú munt ætla. Þú
skalt gera af þeim alla menn aðra en þeir eru. Lát annan vera
Sigurð Fáfnisbana en annan Fáfni og kenn þó hvern til sinnar
iðnar."



Þjóðólfur kvað þá vísu:



Sigurðr eggjaði sleggju

snák válegrar brákar

en skapdreki skinna

skreið af leista heiði.

Mönnum leist ormr áðr ynni

ilvegs búinn kilju,

nautaleðrs á naðri

neflangr konungr tangar.


"Þetta er vel kveðið," segir konungur, "og kveð nú aðra og
lát nú vera annan Þór en annan Geirröð jötun og kenn þó hvern
til sinnar iðnar."



Þá kvað Þjóðólfur vísu:



Varp úr þrætu þorpi

Þórr smiðbelgja stórra

hvofteldingum höldnu

hafra kjöts að jötni.

Hljóðgreipum tók húðar

hrökkviskafls af afli

glaðr við galdra smiðju

Geirröðr síu þeirri.


"Ekki ertu mæltur um það," segir konungur, "að þú ert
úrleysingur til skáldskapar."



Og lofuðu allir að vel væri ort. Ekki var Halli við þetta.



Og um kveldið er menn sátu við drykk kváðu þeir fyrir Halla
og sögðu hann ei mundu svo yrkja þótt hann þættist skáld
mikið.



Halli kveðst vita að hann orti verr en Þjóðólfur "enda mun þá
firrst um fara ef eg leita ekki við að yrkja enda sé eg ekki
við," segir Halli.



Þetta var þegar sagt konungi og snúið svo að hann þættist ei
minna skáld en Þjóðólfur.



Konungur kvað honum ei að því verða mundu "en vera kann að
vér fáum þetta reynt af stundu."

sources

Text is based on reconstruction from the base text and variant apparatus and may contain alternative spellings and other normalisations not visible in the manuscript text. Transcriptions may not have been checked and should not be cited.

Close

Log in

This service is only available to members of the relevant projects, and to purchasers of the skaldic volumes published by Brepols.
This service uses cookies. By logging in you agree to the use of cookies on your browser.

Close

Stanza/chapter/text segment

Use the buttons at the top of the page to navigate between stanzas in a poem.

Information tab

Interactive tab

The text and translation are given here, with buttons to toggle whether the text is shown in the verse order or prose word order. Clicking on indiviudal words gives dictionary links, variant readings, kennings and notes, where relevant.

Full text tab

This is the text of the edition in a similar format to how the edition appears in the printed volumes.

Chapter/text segment

This view is also used for chapters and other text segments. Not all the headings shown are relevant to such sections.